Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 15-70% af öllum ljósum einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9 Ljósadagar 13. ágúst - 23. ágúst Galaxy. Borðlampi, matt gler. H 45 cm. Verð 14.900,- NÚ 8.995,- Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is TIL greina kemur að hækka aðflutn- ingsgjöld á stórum mengunarfrek- um bílum og beita skattkerfinu til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda, segir Svandís Svavarsdótt- ir umhverfisráðherra. Á ríkisstjórn- arfundi í gær var samþykkt að hefja gerð áætlunar um sjálfbærar sam- göngur sem hefur það inntak að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Áætlun þar um verður unnin af um- hverfis- og samgönguráðuneytum sem og af fulltrúum fjármálaráðu- neytis vegna skattamálanna. „Við sjáum sóknarfæri,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Sumt segir hún kalla á flóknar lagabreytingar en annað sé auðvelt í framkvæmd. Mestu skipti að nálgast mál heild- stætt og mikilvægt sé að auka fræðslu til almennings um hin grænu gildi í samgöngumálum. Almenn- ingssamgöngur eigi að vera jafnsett- ur valkostur og annað og því stendur m.a. til að skoða möguleika á þátttöku ríkis- ins í verkefninu Ókeypis í strætó – en ekki er ákveðið hvernig það gæti orðið. Umhverfisráð- herra segir mikil- vægt að hjólreiðar verði fullgildur samgöngumáti hér á landi. Í því efni bendir hún á að í Danmörku noti þriðji hver Kaupmannahafnarbúi reiðhjól til að komast daglegra ferða sinna en tæplega tíundi hver Reyk- víkingur. „Ísland er ekki svo miklu norðar en Danmörk að hjólreiðar ættu að geta orðið hluti af venju- bundnum samgöngum hér á landi. Ísland má ekki verða amerísk bíla- borg,“ segir Svandís og bætir við að rætt hafi verið við Strætó bs. um að setja upp reiðhjólageymslur á fjöl- förnum biðstöðvum. Vill skatta á mengandi bíla  Áætlun um sjálfbærar samgöngur í undirbúningi  Vilja reiðhjól og strætó Svandís Svavarsdóttir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is „ÞAÐ er dálítið átak að venja unga, sem komið hefur verið með til okkar, frá mannfólkinu og koma þeim út í sitt í rétta umhverfi,“ segir Hilmar Össurarson, dýrahirðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Æðarungi sem starfsmenn garðs- ins höfðu reynt að koma út í náttúr- una á Seltjarnarnesi á dögunum elti á röndum fjölskyldu sem rakst á hann og hún hýsir nú ungann í bíl- skúrnum sínum. Unginn fer nú með fjölskyldunni í gönguferðir á kvöldin þegar hún fer út að viðra hundinn. Ungar allra andartegunda Að sögn Hilmars er talsvert um að komið sé með unga af öllum þekkt- um andartegundum á suðvestur- horni landsins í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn auk unga fjölda ann- arra fuglategunda. Erfitt geti þó verið að koma þeim á legg. „Reyni fólk að halda lífi í ungum heima hjá sér þarf að huga að því úr hvaða umhverfi þeir koma. Ef um er að ræða æðarfugl er ágætt að skera niður fiskflök í ræmur, helst ferskan fisk. Þá eiga ungarnir góða mögu- leika. Stokkandarungar eru vand- meðfarnir þegar þeir eru nýskriðnir úr eggjunum og venjulegt fuglakorn úr gæludýrabúðum gagnast þeim lít- ið. En ef þeir komast í flugnager er björninn unninn. Það er einnig gott að gefa andarungum brauðmylsnu. Það ætti hins vegar síður að gefa æðarungum brauð,“ segir Hilmar en bendir um leið á að leyfi þurfi til þess að halda villt dýr. Jón Einar Jónsson, forstöðumað- ur Háskólaseturs Snæfellsness, seg- ir að finni menn lítinn andarunga sé best að reyna að finna næstu kollu með unga og koma honum þar fyrir. „Þær taka alveg við aukaungum ef svo ber undir. Flestallar endurnar hafa ekkert á móti því ef einn eða tveir ungar til viðbótar eru í slagtogi, sérstaklega kafendur eins og æðar- fugl.“ Sé æðarunginn stálpaður, eins og unginn sem hýstur er í bílskúr fjöl- skyldunnar í Kópavogi, er langbest að finna næsta hóp af æðarfuglum, að sögn Jóns Einars sem fæst við rann- sóknir á æðarfugli. „Þeir finnast víða við Reykjavík á öllum árstímum. Þeir eru hópsálir en ef unginn er búinn að vera lengi í haldi rofna böndin við menn kannski ekki nema hann hitti þeim mun fleiri af eigin tegund,“ segir Jón. Hann kveðst ekki mæla með að æð- arungum sé sleppt á ferskvatni, nema kannski á Tjörnina í Reykjavík þar sem aðrir sömu tegundar eru nærri. Átak að venja unga frá mannfólkinu  Talsvert um að komið sé með unga af öllum þekktum andartegundum í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn  Huga þarf að umhverfinu sem ungarnir koma úr þegar reyna á að halda í þeim lífi Morgunblaðið/Kristinn Góðir vinir Systurnar Sigríður Emma, Una Marín og Alexía Rut með fjöl- skylduhundinn og æðarungann sem fylgir þeim hvert sem þær fara. » Æðarfuglinn er algengasta andategun- din í íslenskri náttúru » Gefa á ungunum ferskan fisk » Ekki á að sleppa þeim á ferskvatni VEIÐISÖGUR eru því skemmti- legri sem þær eru ótrúlegri. Erling Ingvason, tannlæknir á Akureyri, varð vitni að ótrúlegri heppni Frið- riks Þórs Friðrikssonar kvik- myndaleikstjóra síðastliðinn laug- ardag, 15. ágúst. Þá voru þeir að ljúka þriggja daga veiði á Nessvæð- inu í Laxá í Aðaldal. „Ég held því fram að hann sé heppnasti veiðimaður sem ég þekki – ég er með þeim bestu, ef ekki sá besti – en hann er sá heppnasti,“ sagði Erling í gamansömum tón. „Leikstjórinn hafði samt ekkert getað einbeitt sér að veiðinni þessa daga, því hann var alltaf í símanum að ræða við Kate Winslet.“ Erling var að kasta á Kirkju- hólmabrotið og Friðrik stóð nokk- uð fyrir aftan hann á vegslóða við ána. Erling var með Night Hawk einkrækju #10 frá Pétri Stein- grímssyni og var að klára yfirferð- ina. Hann fékk smá slý á fluguna og sló henni til, til að losna við slý- ið, en full harkalega svo flugan fór af. „Þar sem yfirferðin var búin gekk ég til baka. Þegar Friðrik sá mig koma spurði hann: „Misstirðu fluguna?“ Ég svaraði því játandi,“ sagði Erling. „Friðrik leit í kring- um sig, beygði sig, tók upp flugu og spurði: „Er það þessi?“ Hann rétti mér Blue Doctor einkrækju #6. Nei, þetta er ekki mín, sagði ég. Þá gekk Friðrik út í grasið og tók upp aðra flugu og spurði: „En er það þessi?“ Hann rétti mér Night Hawk fluguna mína góðu frá Pétri.“ Erling segir að leit að nál í hey- stakki hefði verið barnaleikur mið- að við þessa fundvísi. „Þegar ég hafði náð að hífa hökuna aftur upp sagði ég: Nú ferð þú og kastar. Þú færð pottþétt stórlax eins og þú ert heitur núna.“ Friðrik fór upp í Kirkjuhólma- kvíslina og innan stundar var hann búinn að setja í fallega hrygnu á Blue Doctor tvíkrækju #10 einnig hnýtta af meistarahöndum Péturs Steingrímssonar. Erling segir að með þessum happafeng hafi Friðrik unnið veð- mál við Bubba Morthens sem Bubbi manaði hann í kvöldið áður. Veð- málið gekk út á hvor þeirra myndi veiða stærri fisk þennan morgun. „Ég legg áherslu á að það var gegn mínum vilja þar sem flugu- veiði er ekki keppnisíþrótt og þar að auki vissi ég að Bubbi átti við heppnasta veiðimann landsins að etja. Þetta var fyrirfram tapað veð- mál hjá Bubba,“ sagði Erling. „Nú hef ég farið fram á það við Friðrik að hann gangi á undan með góðu fordæmi og felli niður að minnsta kosti 20% skuldarinnar og taki ekki svona veðmálum í framtíðinni. Hann er að hugsa málið.“ Ljósmynd/Erling Ingvason Fiskinn Friðrik Þór Friðriksson með hrygnuna sem mældist 90 cm löng. Henni var sleppt aftur í ána. „En er það þessi?“  Ótrúleg heppni Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra við veiðar í Laxá í Aðaldal  Vann veðmál við Bubba Morthens Í HNOTSKURN »Laxá í Aðaldal er næst-mesta bergvatnsá Íslands. Hún rennur úr Mývatni 58 km leið og út í Skjálfandaflóa. »Lífríki Laxár og Mývatnshefur sérstöðu meðal ís- lenskra vatnakerfa. Sérstök lög gilda um verndun Laxár og Mývatns. »Laxá í Aðaldal hefurlöngum verið þekkt fyrir stórlaxa. Laxi sem veiðist í ánni er sleppt og þar er veitt á flugu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.