Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,    Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögu Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra um að undirbúningur að stækkun friðlands- ins í Þjórsárverum hefjist nú þegar. Svandís vill ljúka stækkun friðlands- ins eigi síðar en snemma árs 2010. Hún segir að þetta sé ekki aðeins mikilvæg ákvörðun táknrænt séð heldur sé þetta „gríðarlega mikilvæg og brýn viðbót við okkar nátt- úruverndarsvæði.“ Umtalsverð stækkun Stækkunin er umtalsverð en frið- landið mun þekja um 1.150 ferkíló- metra svæði. Nú nær það yfir 375 ferkílómetra. Friðlandið verður því þrefalt stærra miðað við það sem nú er. „Þetta stækkar umtalsvert í norð- ur og nær yfir allt votlendið,“ segir Svandís. Hún segir að svokölluð rústamýrarsvæði, sem séu utan frið- landsins, muni bætast við. Um er að ræða ákveðna tegund af vistgerð á hálendinu, þ.e. vel gróið votlendi sem er samsett úr mörgum ólíkum gróð- ursamfélögum. Þá segir Svandís að friðlýsingar- skilmálarnir á þeim svæðum sem hafi verið friðlýst verði styrktir og bann lagt við röskun innan þessara svæða. Hún segir að stækkun friðlandsins sé búin að vera baráttumál nátt- úruverndarsamtaka um árabil og því sé þetta mikill gleðidagur fyrir þá sem hafa barist fyrir þessu. Þetta sé mjög mikilvægt framlag stjórnvalda og sýni fram á breytta forgangs- röðun og breyttar áherslur. Mikilvæg breyting „Þetta er stórkostlega mikilvægt fyrir náttúruverndarfólk, fyrir nátt- úruna á Íslandi og fyrir þessa bar- áttu, sem fjöldi fólks hefur verið að heyja undanfarin ár og áratugi. Og ég vona að þetta sé til marks um þann viðsnúning sem verður og hef- ur orðið með nýrri ríkisstjórn, í þágu náttúrunnar á Íslandi.“ Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að friðlandið í Þjórs- árverum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta. Stækkunin verður unnin í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga og undirbúning- urinn verði í höndum Umhverfis- stofnunar í samráði við landeig- endur, viðkomandi sveitarfélög og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Stækka friðlandið  Stækkun friðlands í Þjórsárverum á að ljúka snemma á næsta ári  Friðlandið mun ná yfir 1.150 ferkílómetra svæði Morgunblaðið/RAX Þjórsárver Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að Þjórsárver séu víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu, sem stingi í stúf við harðneskjulegt umhverfið. Þar séu jafnframt mestu varpstöðvar heiðargæsarinnar í heimi.                                       ! "               FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SAMTALS gerðu 34 sveitarfélög af 78 ráð fyrir því að halli yrði á grunn- rekstri þeirra, þ.e. sá sem telst til A- hluta efnahagsreiknings, samkvæmt upphaflegum fjárhagsáætlunum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- ráðuneytisins, ráðuneyti sveitar- stjórnarmála, við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Þessar tölur byggjast á upphafleg- um fjárhagsáætlunum fyrir árið í ár en í einhverjum tilvikum hafa sveit- arfélögin uppfært áætlanir sínar en þó ekki með veigamiklum breyting- um, segir Jóhannes Finnur Halldórs- son hjá samgönguráðuneytinu. Í lögum um sveitarstjórnarmál segir meðal annars að „afgreiði sveit- arstjórn fjárhagsáætlun, ársreikning eða þriggja ára áætlun með halla skal hún senda eftirlitsnefnd með fjármál- um sveitarfélaga greinargerð um ástæður hallans, aðgerðir til að bæta þar úr og áætlun um framtíðarhorfur í rekstri sveitarfélagsins. Greinar- gerð skal fylgja fjárhagsáætlun, árs- reikningi og þriggja ára áætlun sem send er samgönguráðuneytinu.“ Hafa skilað inn greinargerð Þau 34 sveitarfélög sem gerðu ráð fyrir hallarekstri hafa nú skilað grein- argerðum í samræmi við lög. Í upphafi þessa árs var reglum breytt á þann veg að sveitarfélögum var gefið aukið svigrúm til að bregð- ast við þeim mikla tekjumissi, og skuldaaukningu, sem hrun banka- kerfisins olli. Spá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 15,5 prósent minni tekjum hjá sveitarfélögum á þessu ári. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir spá seðlabankans ekki hafa gengið eftir, ekki enn a.m.k. Rekstur sveitarfélaga hafi gengið betur en spár hafi gert ráð fyrir. „Sveitar- stjórnir hafa auk þess gripið til marg- víslegra sparnaðaraðgerða sem hafa skilað miklum árangri.“ Misjafnt er þó hvernig áætlanir hafa gengið eftir, þar sem veiking krónunnar hefur umtalsverð áhrif á stöðu nokkurra sveitarfélaga. Geng- isvísitala hennar er nú 237,5 en var þegar mörg af lánum sveitarfélaga voru tekin, nálægt 120. 34 sveitarfélög af 78 gera ráð fyrir halla Halli af grunnrekstri sveitarfélaga Hrunið kom illa við rekstur sveit- arfélaga. Samkvæmt lögum er sveitarfélögum óheimilt að gera ráð fyrir halla. Reglugerð var breytt svo að sveitarfélög gætu skilað raunsönnum áætlunum.                ! "   ##   #$ %  $ & '   $ ! ! ! ($  ## )  $    ## "'   ##  '$   * $ +,-    %*'! $    #$ . $ - /    0 $  $  $ #$ 1  $$ 1 ' ## % $' ## ( ,# ## 1 ' $   $    2 ' ## 3  ## 3 -   +  $!   $ 4   *   *                              VÍXLNEFUR, fuglategund sem telst til finka, sást í fyrsta sinn hér á landi 6. ágúst sl. Yann Kolbeinsson líf- fræðingur fann fuglinn þar sem hann var í hópi um 20 krossnefja í skógræktinni á Stöðvarfirði. „Það er alltaf spennandi að finna nýja tegund, sér- staklega þessa tegund sem maður var búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Yann. „Við vorum að tala um það í sumar að það væri kominn tími á víxlnef hér. Hann hafði sést nokkrum sinnum í nálægum löndum á fyrri árum, til dæmis í Færeyjum. Svo var einn á Hjaltlandseyjum í lok júlí í sumar og óvenju margir á ferðinni í Vestur- Noregi.“ Til eru fjórar finkutegundir í Evrópu sem eru með krosslögð nef. Það einkennir þessar tegundir að skolt- arnir liggja á víxl. Víxlnefir eru aðeins minni en skóg- arþrestir, styttri á búkinn og virðast þybbnari. Mikil ganga af krossnefjum, frændum víxlnefja, kom í sumar. Hennar varð fyrst vart í júní og náði hún hámarki í fyrri hluta júlí. Krossnefir hafa orpið nokkrum sinnum hér á landi. Þeir eru útbreiddir í barrskógum í norðan- verðri Evrópu en víxlnefir eru útbreiddari í lerkiskógum. Aðal útbreiðslusvæði víxlnefja er austar en hjá evrópsku krossnefjunum. Víxlnefir halda sig þannig í norðaustur- hluta Skandinavíu og austur í Rússlandi. gudni@mbl.is „Það er alltaf spennandi að finna nýja tegund“ Víxlnefur fannst í fyrsta sinn hér á landi fyrir skömmu Ljósmynd/Sigmundur Ásgeirsson Fyrsti víxlnefurinn Fuglaáhugamenn höfðu lengi beðið eftir því að víxlnefir létu sjá sig hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.