Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Í dag er til moldar
borinn frá Akranes-
kirkju tengdafaðir
minn Guðmundur
Magnússon húsa-
smíðameistari, sem
lengst af bjó á Suðurgötu 99 á
Akranesi. Guðmundur var rúm-
lega áttræður þegar hann kvaddi
eftir stutta legu á Sjúkrahúsi
Akraness.
Guðmundur var mikill Akurnes-
ingur og hafði mikinn metnað fyr-
ir hönd Akraness. Þar skipti engu
máli hvort það voru atvinnumál,
knattspyrna eða hvað annað sem
skipti Akranes máli. Hann lék
knattspyrnu með ÍA á sínum
yngri árum og hafði yndi af því.
Sérstaklega var gaman að heyra
hann segja frá ferð sem hann fór
með Skagaliðinu til Þýskalands
1954. Þá lifnaði yfir honum því
þetta var ævintýraferð.
Guðmundur Magnússon rak um
árabil trésmiðju undir nafninu
Trésmiðja Guðmundar Magnús-
sonar og plastverksmiðjuna
Skagaplast og var því einn stærsti
vinnuveitandinn á Akranesi um
áraraðir. Hann byggði mikið hér á
Akranesi, m.a. margar blokkir
sem gjarnan voru nefndar eftir
honum og kallaðar „Guðmundar-
blokkir“. Það þótti merki um góð-
ar íbúðir enda var hann sem iðn-
aðarmaður sérstaklega
vandvirkur og útsjónarsamur við
öll sín verk og var til þess tekið
hvað hann hafði mikið verksvit.
Guðmundur sat m.a. í Bygginga-
nefnd og Skipulagsnefnd Akra-
neskaupstaðar um árabil.
Guðmundur giftist Ástríði Þórð-
ardóttur ungur að árum og eign-
uðust þau 4 börn sem öll eru á lífi.
Guðmundur
Magnússon
✝ GuðmundurMagnússon bygg-
ingameistari fæddist í
Reykjavík 3. mars
1927. Hann lést á
Akranesi 31. júlí 2009
og var jarðsunginn
frá Akraneskirkju 14.
ágúst.
Ásta, eins og hún er
kölluð, stóð með
Guðmundi í þeirra
atvinnurekstri af
heilum hug og studdi
hann til allra verka
og stóðu þau saman
sem einn maður,
enda oft talað um
Ástu og Guðmund
eða Guðmund hennar
Ástu.
Fyrir allmörgum
árum festu þau Ásta
og Guðmundur sér
lóð undir sumarbú-
stað á jörðinni Stóra-Fjalli í Borg-
arfirði við hliðina á sumarbústað
Þórðar heitins Þórðarsonar, bróð-
ur Ástu, og konu hans Ester.
Segja má að síðustu árin hafi allt
snúist um sumarbústaðinn sem
Guðmundur byggði hér á Akranes
í einingum og var fluttur að
Stórafjalli. Svo vel var staðið að
smíðinni hjá Guðmundi að hægt
var reisa bústaðin á einum degi og
munaði ekki tommu. Ekki var
einn nagli í bústaðnum heldur allt
skrúfað og vandað, enda ber bú-
staðurinn best vitni um vönduð
vinnubrögð og gott verksvit, sem
voru einkenni á vinnu Guðmundar
alla tíð. Þessi sumarbústaður var
sælureitur þeirra hjóna.
Guðmundur var mikil fjöl-
skyldumaður og vildi hag sinnar
fjölskyldu sem mestan. Því kynnt-
ist ég vel á þeim árum sem ég hef
verið í fjölskyldunni og í því eins
og öðru voru þau Ásta mjög sam-
hent. Með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég Guðmund Magnússon
tengdapabba minn. Það er margs
að minnast, t.d. ferða okkar á
Oddfellowfundi og fleira en ég læt
þetta nægja. Ég votta Ástu og
öðrum ástvinum Guðmundar mína
dýpstu samúð um leið og bið góð-
an Guð að blessa minningu Guð-
mundar Magnússonar.
Gunnar Sigurðsson.
Í dag er til moldar borinn
tengdafaðir minn Guðmundur
Magnússon, byggingameistari á
Akranesi. Guðmundur var af þess-
ari kynslóð þar sem vinnusemi var
dyggð. Honum féll sjaldan verk úr
hendi. Honum leið best ef hann
hafði eitthvað fyrir stafni. Vinnan
var ekki kvöð til að hafa fyrir salti
í grautinn heldur ánægja.
Þegar ég kynntist Guðmundi
fyrir röskum 25 árum sem tilvon-
andi tengdasonur, hafði hann
mörg járn í eldinum. Hann var
umsvifamikill byggingameistari á
Akranesi og víðar ásamt því að
reka einangrunarverksmiðju. Það
var oft líf og fjör á Suðurgötu 99
sem Guðmundur hafði byggt yfir
fjölskyldu sína. Þar var hjarta
fyrirtækisins.
Guðmundur Magnússon var
heilsteyptur maður. Hann hafði
alltaf eitthvað gott og uppbyggi-
legt að leggja til málanna. Hjálp-
samari mann var erfitt að finna.
Hann vildi allt fyrir alla gera ef
það var mögulegt. Þess nutum við
ríkulega börn og tengdabörn ef
við stóðum í byggingum eða öðru
þar sem hans verkkunnáttu þurfti
við. Nákvæmari mann og vand-
virkari hef ég ekki kynnst. Það
eru forréttindi að hafa fengið að
kynnast og umgangast slíkan
mann sem tengdafaðir minn var.
Hann auðgaði umhverfi sitt með
manngæsku sinni og hógværð.
Ég vil nú við leiðarlok þakka
kærum tengdaföður samfylgdina
og er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast
slíkum sómamanni.
Hans verður sárt saknað.
Jón B.G. Jónsson.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns, Guðmundar Magnús-
sonar byggingameistara, en hann
lést 31. júlí sl. eftir skammvinn
veikindi. Mér er það mjög minn-
isstætt þegar ég hitti Guðmund
fyrst fyrir um 20 árum. Hann tók
í hönd mína og horfði beint í aug-
un á mér, lengi að mér fannst,
heilsaði síðan vel og innilega og
þar með var það afgreitt. Guð-
mundur var einstaklega þægileg-
ur maður, hann fylgdist vel með
öllum fréttum og sjaldan var kom-
ið að tómum kofunum hjá honum
þegar þjóðmálin voru annars veg-
ar. Þrátt fyrir sína hógværð og
rólegheit var ekkert smátt í snið-
um hjá Guðmundi, hann átti stórt
heimili og stórt fyrirtæki, hafði
byggt margar byggingar á Akra-
nesi og upp úr sjötugu byggði
hann stóran sumarbústað í Borg-
arfirði, enda féll honum sjaldan
verk úr hendi.
Þegar Guðmundur var að nálg-
ast áttrætt eyddi hann mörgum
stundum með mér við að innrétta
heimili okkar hjóna og sá ég þá
hvað hlutirnir léku í höndunum á
honum og hve mikla þekkingu
hann hafði á allri smíðavinnu. Þar
sem teikningum sleppti fyllti Guð-
mundur í eyðurnar.
Tengdafaðir minn braust til
náms við erfiðar aðstæður en for-
eldrar hans skildu þegar hann var
barn og móður sína sá hann lítið
fyrr en á fullorðinsárum þar sem
hún bjó í Danmörku. Honum tókst
með elju að komast á skólabekk
og nema smíðar en frekara nám
kom ekki til greina í þá daga þó
svo löngunin hafi verið til staðar
alla tíð. Ég varð þess fljótt
áskynja að Guðmundur var ekki
bara smiður góður heldur einnig
eldklár á bókina og hefði allt frek-
ara nám legið fyrir honum kylli-
flatt.
Við fjölskyldan eigum margar
góðar minningar um samveru-
stundir, á Suðurgötunni, við Ein-
igrund og nú hin síðari ár í Stóra-
fjalli. Það er óraunverulegt að
Guðmundur sé fallinn frá, jafn
hraustur og hann var, en þessar
minningar eigum við og erum
þakklát fyrir þær nú þegar við
kveðjum þennan góða mann.
Elsku Ásta, megi guð styrkja
þig og varðveita.
Leifur Eiríksson.
Elsku afi, það er alltaf jafn erf-
itt að hugsa til þess að ég eigi
aldrei eftir að sjá þig aftur. Það
var svo gaman að koma upp í bú-
stað til þín og ömmu, það var líka
svo gaman að sjá hvað þér leið vel
þar. Ég á eftir að sakna þess
rosalega að eiga ekki lengur
þennan frábæra afa, en ég hef þó
allar góðu minningarnar um þig.
Þú varst besti afi sem hægt var
að hugsa sér og ég á eftir að
sakna þín sárt, elsku afi minn.
Kveðja,
Unnur Tara.
Elsku afi minn, ég trúi því varla
að þú sért farinn frá okkur. Því
fyrir mér og öllum sem þig
þekktu varstu maður sem var allt-
af fullur af orku, varst alltaf að
hjálpa til með eitthvað eða gera
eitthvað sjálfur í bústaðinum ykk-
ar ömmu. Það er rosalega erfitt
að þurfa kveðja svona góðan
mann eins og þig, elsku afi. Það
var mjög auðvelt að líta upp til
þín þar sem þú varst alltaf svo
duglegur, hjálpsamur og gerðir
allt vel sem þú tókst þér fyrir
hendur.
Elsku afi minn, þín mun verða
sárt saknað, það var ekki hægt að
hugsa sér betri afa en þig.
Þín
Heiðrún Hödd Jónsdóttir
Sæll vinur … Þetta sagði hann
afi alltaf þegar maður kom til
hans eða hann hitti mann. Hann
var líka ekki bara afi minn, hann
var alveg ótrúlegur vinur. Við
gátum oft talað endalaust saman
um allt milli himins og jarðar og
þá kannski helst bíla, vélar, vöru-
bíla, byggingar og alls konar
framkvæmdir. Hann hafði reynd-
ar endalausan áhuga á bílum og
fylgdist alltaf með öllu því nýja
sem kom og sagði manni svo inn á
milli sögur af bílunum sem hann
átti eins og Desotoinn ofl. Ég leit
alltaf rosalega upp til afa, hann
var maðurinn sem kunni allt og
gat allt og þess vegna vildi maður
fá að hanga með honum eins mik-
ið og maður gat. Ég byrjaði senni-
lega um 6 ára aldurinn að fá að
fara með honum í vinnuna eða
bara keyra um á milli staða og
fylgjast með honum, það var nóg
fyrir mig. Ég var sama og ekkert
á leikskóla, ég var með afa.
Ég man … þegar ég fékk að
vera aftan í kassanum á Moskvit-
inum … þegar ég fékk að vera á
pallinum á Mözdunni … þegar ég
heimtaði að fá að keyra með hon-
um á Poclain-gröfunni upp í Höfn,
eitthvað sem enginn myndi
nenna … þegar ég faldi mig á
pallinum á vörubílnum… þegar þú
sagðir mér að það væri öfugur
skrúfgangur öðrum megin á Ford
Custom … þegar við festum vöru-
bílinn í ánni á Höfn … þegar við
fórum saman í morgunkaffi til
ömmu og lögðum okkur svo í sín-
um hvorum sófanum … þegar við
vorum að spónleggja hurðar og
pússa … þegar þú kenndir mér að
saga, hefla, pússa og negla … ég
man þetta allt og miklu meira eins
og þetta hafi gerst í gær, því ég
tók mark á öllu sem þú sagðir og
þrætti aldrei við þig því ég vissi
að þú vissir betur.
Þegar ég var svo 11 ára þá fékk
ég að byrja að vinna hjá þér við
að mala afgangsplast og sópa. Ég
mætti eftir skóla og var allan dag-
inn meðan hinir krakkarnir léku
sér. Þá fékk ég líka fyrstu launin
mín og ég man þegar þú réttir
mér umslag fyrstu mánaðamótin,
merkt Gummi. Í því voru launin
mín, fyrstu launin mín og það í
seðlum. Þetta var stór stund fyrir
lítinn dreng.
Frá þessu vann ég hjá þér,
sennilega í 3 ár og þú varst og
verður alltaf besti vinnuveitandi
sem ég hef verið hjá. Það var
sama á hverju gekk, aldrei hækk-
aðirðu málróminn við mig eða
æstir þig heldur sagðir mér bara
hvernig átti að gera hlutinn eða
hvernig átti ekki að gera.
Þessi síðari ár hefur maður átt-
að sig á því betur og betur hvað
þú varst mikils metinn og fær.
Það var sama hvern maður hitti,
það tala allir um hvað þú varst
góður smiður og hvað þú skilaðir
vönduðu verki.
Svo auðvitað hefurðu gengið í
gegnum súrt og sætt á þinni ævi
eins og margir aðrir en einu hef
ég tekið eftir að aldrei hefur þú
hallmælt nokkrum manni eða svo
mikið sem blótað einhverjum. Og
er þetta eitthvað sem margir
mættu taka sér til fyrirmyndar.
En elsku afi minn, ég get því
miður ekki verið við útför þína
sem ég hefði svo mikið viljað en
ég fékk þó að kveðja þig og ég
mun alltaf minnast þín sem besta
afa í heimi, virðulega afans með
hattinn á Bimmanum sínum og
síðast en ekki síst besta vinar í
heimi. Hvíl þú í friði.
Þinn vinur
Guðmundur Þór Pálsson.
Elsku afi minn, mikið finnst
mér sárt að horfa á eftir þér, en
ég finn huggun í því að vita að þú
ert kominn á stað þar sem þú
þarft ekki að þjást. Þú varst alltaf
svo ljúfur og góður, elsku afi og
þú varst alltaf brosandi og alltaf
svo gaman að spjalla við þig og
vera í kringum þig.
Þú varst svo ótrúlega vinnu-
samur og duglegur og ég man
hvað ég var þakklát fyrir hjálpina
sem ég fékk frá þér þegar ég
flutti í Arnarsmárann.
Ég sakna þín mikið, elsku afi
minn, en ég á fallegar minningar
um þig sem ég geymi í hjartanu
og þær deyja aldrei.
Ástríður Þórey.
Ég kynntist Guðmundi fljótlega
eftir að við Sigga fórum að slá
okkur upp saman, ég var 18 ára,
hún þá 16 ára. Sambandið þróað-
ist á þá leið að ég flutti inn á Suð-
urgötuna og bjuggum við í einu
herberginu uppi. Nafni þinn Guð-
mundur Þór fæddist og enn dvöld-
um við í herberginu uppi, þrjú
saman. Þetta var upphafið að okk-
ar kynnum.
Að flytja inn á Suðurgötuna var
ákveðinn lífreynsla fyrir mig, sér-
staklega góð og ánægjuleg líf-
reynsla. Hlýhugur og almennileg-
heit ykkar hjóna voru einstök.
Síðar fluttum við í kjallarann um
tíma, allt þar til við fluttum í
blokkina á Skarðsbrautinni sem
þú byggðir. Vinnan var þitt
áhugamál. Engum manni hef ég
kynnst sem var jafn vinnusamur
og þú og umtalað var hversu
vandvirkur þú varst. Þú skilaðir
ávallt góðu verki. Ekki minnist ég
þess að þú hafir nokkurn tímann
tekið þér svokallað lögbundið
sumarfrí. Ég held að þér hafi
aldrei leiðst í vinnunni.
Þegar þú ákvaðst að endurnýja
gömlu plastverksmiðjuna, Skaga-
plast, bauðstu mér að koma í
vinnu hjá þér við uppsetningu
tækjanna. Ég sló til og skynjaði
það strax að verksmiðjan átti hug
þinn allan. Kannski ekki skrýtið
þar sem þú varst að reisa stærstu
og fullkomnustu einangrunar-
plastverksmiðju á landinu. Þig
dreymdi marga drauma um verk-
smiðjuna, sumir urðu að raun-
veruleika aðrir biðu.
Sérstaklega er mér minnisstæð-
ur dagurinn, sem við steyptum
fyrsta kubbinn. Það var föstudag-
ur og undirbúningur allan daginn.
Marinó heitinn var farinn heim og
við héldum áfram. Fyrsta gufu-
skotið virtist líta vel út, eða það
fannst okkur, þar til kubburinn
kom út varla hálfsteyptur. Við
lögðumst yfir stillingarnar og
endurstilltum, störtuðum öðru
skoti og biðum spenntir. Mun
betra en vantaði herslumuninn.
Þriðji kubburinn varð góður.
Öll árin sem þú varst bæði
tengdafaðir minn og vinnuveitandi
um tíma, minnist ég þess að aldrei
nokkurn tíma hafi okkur orðið
sundurorða. Gagnkvæm virðing
ríkti okkar á milli. Sérstaklega
var gott að koma til þín og leita
greiða. Þú varst ávallt tilbúinn til
að hjálpa og ekki minnist ég þess
að þú hafir nokkurn tímann sagt
nei við mig.
Vörubílaakstur var þér hugleik-
inn. Ófáa laugardaga og sunnu-
daga varstu að keyra möl í
grunna. Þér leið vel undir stýri.
Nafni þinn fékk oft að fylgja með,
báðum til mikillar ánægju að ég
held. Dugnaður, vandvirkni og
heiðarleiki eru þau orð sem fara
þér vel.
Þakka þér árin sem við áttum
samleið, þau lifa sterk í minning-
unni. Ásta mín, Sigga, Emil Þór,
Inga og Þórey, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Páll.
Við þökkum fyrir allar góðu
stundirnar elsku afi og við
varðveitum ljúfar minningar
um þig um ókomin ár. Minn-
ingar frá heimsóknum í bú-
staðinn til ykkar ömmu eða á
Skagann og minningar frá
heimsóknum ykkar í Kópa-
voginn. Og við munum alltaf
minnast þín með hatt á höfði.
Eftir erfið veikindi þá vitum
við að nú líður þér vel hjá
englunum.
Hildur María,
Magdalena Sara og
Eiríkur Alexander.
HINSTA KVEÐJA
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800