Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 ÍSLENDINGUM er engrar und- ankomu auðið undan ábyrgð á Icesave- innistæðum Lands- bankans. Ríkið verð- ur að greiða lág- markstrygginguna og semja sig frá málinu. Íslensk lög kveða skýrt á um lágmarks- tryggingu innistæðna í íslenskum bönkum og lögin um Evrópska efnahagssvæðið taka af allan vafa. Íslendingar ákváðu ásamt flest- um öðrum þjóðum EFTA að ger- ast aðilar að samstarfi við Evr- ópusambandið um sameiginlegan markað þessara þjóða. Evrópska efnahagssvæðið tók til starfa í ársbyrjun 1994. Kjarni samstarfs- ins er svonefnt fjórfrelsi. Það fel- ur í sér að svæðið allt er einn markaður fyrir vinnuafl, fjár- magn, vörur og þjónustu og mörk milli landanna eru afnumin hvað fjórfrelsið varðar. Ætlunin er að atvinnulíf styrk- ist og lífskjör í löndunum batni með sameiginlegum markaði þjóðanna. Á sameiginlegum markaði þurfa að vera samræmd- ar reglur. Þá þarf líka yfirþjóð- lega eftirlitsaðila og dómstóla til þess að tryggja samræmda túlk- un reglnanna. Einsleitnin er lyk- ilatriðið í Evrópusambandinu og er tekin upp í EES-samninginn. Án hennar er efnahagssvæðið marklaust. Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa það hlutverk gagnvart EFTA- ríkjunum. Einsleitnin leiddi af sér framsal valds úr landi og af þeirri ástæðu urðu harðar deilur um EES- samninginn á Alþingi. Settar voru samræmdar reglur um innistæðutryggingar innan Evrópusambandsins og þær voru teknar upp á EES-svæðinu. Þetta var gert til þess að koma á fót sameiginlegum markaði fyrir bankaþjónustu. Hverju ríki var gert skylt að koma á fót kerfi sem veitti lágmarkstryggingu fyr- ir innistæður og skyldi það ná til innistæðna í útibúum innlendra stofnana í öðrum aðildarríkjum, eins og skilmerkilega er lýst í frumvarpi sem viðskiptaráðherra lagði fyrir Alþingi 1995 og varð að lögum vorið eftir. Í umræðum á Alþingi benti einn þingmaður, Pétur Blöndal, á að ekkert hefði komið fram í nefndarstarf- inu um hvað gerðist ef innistæðutrygging- arsjóðurinn ætti ekki fyrir töpum sem hon- um væri skylt að bæta. En fyrir honum var svarið augljóst: „Þó má óbeint lesa úr tilskipuninni að þá beri ríkissjóður ábyrgð,“ sagði þing- maðurinn. Tilskipun Evrópusambandsins 94/19 lagði línurnar og íslensk löggjöf verður að vera í samræmi við hana. Alþingi hefur með sér- stökum lögum gengist undir að tryggja einsleitnina með því að mæla þar fyrir um að „skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES- samninginn og þær reglur sem á honum byggja“. Íslensk stjórnvöld halda því fram að þau hafi uppfyllt EES- reglurnar með því að koma á fót innistæðutryggingasjóðnum. Þau segja nóg að búa til kerfið en það þurfi ekki að tryggja peninga innistæðueigenda. Þessi túlkun er ekki í samræmi við tilskipun ESB og ekkert annað ríki Evrópska efnahagssvæðisins er henni sam- mála. Einsleitnin er grundvall- aratriðið og það höfum við und- irgengist. Óhugsandi er að sömu lög séu framkvæmd á einn veg á Íslandi og á annan veg til dæmis í Noregi. Sitji Íslendingar við sinn keip mun Eftirlitsstofnun EFTA taka málið fyrir og kveða upp úrskurð til þess að tryggja samræmda túlkun og framkvæmd innistæðu- trygginga. Þaðan fer svo málið farið fyrir EFTA-dómstólinn, ef þurfa þykir. Víst er að unnt að er fá úr ágreiningnum skorið fyrir viðeigandi dómstóli, sem íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt, en það má heita vonlítið að þau nái nokkrum árangri með sjónarmið sitt. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Vilji Íslendingar ekki hlíta reglum EES-svæðisins verður all- ur EES-samningurinn í uppnámi vegna þess að ekki verður unað við mismunandi framkvæmd þess- ara mikilvægu laga. Tilgangurinn með öllu þessu er að skapa traust sparifjáreigenda á bönkunum. Án innistæðna eru fjármálastofnanir óstarfhæfar. Traust fæst ekki með kerfi án öruggra trygginga. Traust fæst aðeins með kerfi sem tryggir innistæðurnar í raun. Þegar á reyndi í fyrra var það svo. En ríkisstjórnir í Evrópu gripu til þess ráðs að gera betur og ábyrgðust innistæður í fjár- málastofnunum umfram það lág- mark sem er í tilskipun ESB. Það gerði íslenska ríkisstjórnin líka og ábyrgðist allar innistæður á Íslandi, ekki bara að lágmarki 20.887 evrum heldur að fullu. Það var talið nauðsynlegt til þess að bjarga fjármálakerfi landsmanna. Eitt af því sem fylgir EES- samningnum er að einsleitnin verður að gilda án tillits til þjóð- ernis. Kjarni samninsins er: sömu lög fyrir alla innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það leiðir af sér að innistæður útlendinga í ís- lenskum banka eru jafntryggar og innistæður Íslendinga. Icesave eru innistæður í íslenskum banka. Undan ábyrgð á þeim verður ekki vikist. Alþjóðlegt samstarf felur í sér kvaðir jafnt sem ávinning. Það á við um Evrópska efnahags- svæðið og mun líka eiga við um aðild að Evrópusambandinu. Engrar undankomu auðið Eftir Kristin H. Gunnarsson » Sitji Íslendingar við sinn keip mun Eft- irlitsstofnun EFTA taka málið fyrir og kveða upp úrskurð til þess að tryggja samræmda túlkun og framkvæmd innistæðutrygginga. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður, tók þátt í lögfestingu EES- samningsins og laga um innistæðu- tryggingar. MARGT hefur verið sagt um Icesave og það kann að vera álitaefni að bæta ein- hverju við umræðuna. Mér finnst þó þrátt fyrir allt verjandi að hnykkja aðeins á tveimur atriðum . Með lögum nr. 98/1999 var tilskipun 94/19/EB um innistæðutryggingar tekin upp í íslensk lög. Samkv. lög- unum er lágmarks innistæðutrygg- ing sparifjáreigenda 20.877 evrur eða 3.780.547 ísl. krónur miðað við gengið 1evra=181 þann 13.08.09. Það er þessi upphæð sem íslensk stjórnvöld kunna óbeint (þ.e. með ríkisábyrgð sem er nú fyrir Al- þingi) eða beint ( lög um trygg- ingasjóð) að ábyrgjast. Hollend- ingar ábyrgjast allt að 100.000 evrum um fram þær 20.887 evrur sem íslenski tryggingasjóðurinn/ ríkið ábyrgist, hjá Englendingum eru allar innistæður um fram 20.877 evrur tryggðar. Í hugum flestra landsmanna stendur líkast til ekki til að Íslendingar ætli að víkja sér undan því að standa við skuld- bindingar sínar í þessu máli, en það er ekki klárt hverjar þær eru. Nú halda menn fram einni eða annarri laga- skýringu á ábyrgð Ís- lands annars vegar og kröfuröð ábyrgðar Ís- lands í bú gamla Landsbankans hins vegar sem ýmist eykur eða minnk- ar þá upphæð sem líklegt er að Ís- lendingar komi til með að axla þeg- ar upp er staðið. Ef við göngumst við því að Ísland beri að greiða hverjum og einum innistæðueig- anda allt að 20.887 evrum þá lítur skuldbindingardreifingin miðað við gengið 13/8/2009 svona út (talnaefni frá island.is), Íslendingar ábyrgj- ast/greiða kr. 684.921.863.949, Eng- lendingar ábyrgjast/greiða kr. 481.337.882.396 og Hollendingar ábyrgjast/greiða kr. 89.354.953.375. Samtals eru þetta 1.255.614.699.720 sem innistæðueigendur fá greitt. Innistæðueigendum hefur verið greitt og löndin þrjú eiga kröfu í bú gamla Landsbankans. Oft er giskað á að 75% af inni- stæðuupphæðinni verði dekkuð af eignasafni gamla Landsbankans, þ.e kr. 941.711.024.790 fáist upp í ábyrgðarkröfurnar og kr. 313.903.674.930 lendi á þjóðunum þremur en þó með misjöfnum hætti eftir því hvernig kröfurnar raðast. Sé kröfuröðunin „lagskipt“ þá lend- ir ekkert á Íslandi, séu kröfurnar jafnsettar þá lenda kr. 171.230.465.987 á Íslandi. Undirrituðum er ekki kunnugt um að framkvæmda-/löggjaf- arvaldið hafi með óyggjandi laga- túlkun sýnt fram á að Íslandi beri að ábyrgjast umræddar innistæður umfram getu tryggingarsjóðsins sjálfs. Í annan stað verður að gera þær kröfur til framkvæmda-/ löggjafarvaldsins að það með óyggjandi hætti kveði upp úr um það hvort ofangreindar ábyrgðir/ kröfur landanna þriggja séu lag- skiptar, þ.e. fyrst endurgreiðist 20.877 evra ábyrgðin á hvern reikning og svo það sem umfram kann að vera, svo langt sem eignir bús gamla Landsbankans duga til, eða hvort kröfurnar eru jafnsettar, þ.e. allar gerðar upp í sama hlut- falli. Verði niðurstaðan sú að okkur beri að greiða höfuðstólsupphæðina kr. 684.921.863.949, að endurkrafa okkar í bú gamla Landsbankans gamla sé jafnsett kröfum Breta og Hollendinga og að eignir gamla Landsbankans dugi til þess að greiða 75% af kröfum þjóðanna þriggja, þá ættum við að fara fram á að lán Breta og Hollendinga til Íslendinga til að gera upp íslenska hlutann beri sömu vexti og inn- lánasafn gamla Landsbankana, þ.e. 3,5% í stað 5,5%. Það er sanngirn- ismál að Íslandi sé ekki gert að greiða hærri vexti en þá sem fást af eignum gamla Landsbankans, þ.e af þeim lánum sem gamli Landsbankinn hefur lánað við- skiptavinum sínum. Væri gengið að þeirri kröfu stæði skuld Íslands að 7 árum liðnum þegar hefja þarf greiðslur af láninu í kr. 154.234.007.891 í stað 270.048.691.347. Árleg endur- greiðsla yrði þá kr 22.438173.635 í stað kr. 43,630,969,803 og endur- greiðsluhlutfallið yrði 1.33% af vergri landsframleiðslu fyrsta árið og færi svo lækkandi niður í 1,14% , sé reiknað með 2% árlegum hag- vexti næstu árin og að verg lands- framleiðsla árið 2008 var 1.465.065.000.000. Ef hins vegar hagvöxtur yrði enginn þá yrði end- urgreiðsluhlutfallið 1,53%. Á meðan vafi leikur á um hvað sé rétt hvað viðkemur öðru hvoru eða báðum nefndra atriða, þ.e. ábyrgðarskyldu og kröfuröð, er ógjörningur fyrir Alþingi að af- greiða ríkisábyrgð tengda Icesave- málinu með vitrænum hætti. Skýr og óumdeilanlegur skilningur á nefndum tveimur atriðum er frum- forsenda sem verður að vera upp- fyllt eigi málíð í heild sinni að vera tækt til umræðu og afgreiðslu. Rík- isvaldinu ber að svara þessum álitamálum vafningalaust. Rösum ekki um ráð fram. Vangaveltur um Icesave Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Í hugum flestra landsmanna stendur líkast til ekki til að Ís- lendingar ætli að víkja sér undan því að standa við skuldbindingar sínar í þessu máli, en það er ekki klárt hverjar þær eru. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er húskarl. ÉG VIL taka undir sjónarmið fram- kvæmdarstjóra LÍÚ og hvet sjárvar- útvegsráðherra rík- isstjórnar Íslands, Jón Bjarnason, að auka við makrílkvót- ann þegar í stað. Núna ríður á að Ís- lendingar nýti auð- lindir sínar til að standa undir þeim skuldbindingum sem leggjast á þjóðina vegna bankahrunsins. Jón Bjarnason og VG verða að gera sér grein fyrir því að sjávar- útvegur mun gegna lykilhlutverki í endurreisn Íslands og því mik- ilvægt að sjávarútveginum séu gef- in tækifæri til að nýta auðlindirnar í efnahagslögsögu Íslands. Ég minni á að við Íslendingar ráðum yfir okkar hafsvæði og þeim auð- lindum sem þar kunna að finnast. Bæði sjómenn og Hafrannsókna- stofnun hafa staðfest að gríðarlegt magn af makríl er núna í íslenskri lögsögu. Því ætti að vera full- komlega óhætt að leyfa auknar veiðar á makríl þegar í stað og búa þannig til tekjur fyrir þjóð- arbúið, sem sárvantar núna á þessum síðustu og verstu tímum í sögu þjóðarinnar. Vert er að hafa í huga að með auknum veiðum á makríl ætti samningsstaða Íslendinga að styrkjast gagnvart öðrum strand- ríkjum sem stunda veiðar úr sama makrílstofni. Það ger- ist eingöngu með auk- inni veiðireynslu og það ætti að vera sjáv- arútvegsráðherra ljóst. Nema Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra óttist viðbrögð þessara ríkja vegna veiða Ís- lendinga á makríl. Þá eru Íslendingar kúg- aðri en ég hef haldið hingað til og þótt nóg um. Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra ætti ekki að óttast viðbrögð annarra þjóða og leyfa auknar veiðar strax og gefa þannig út- gerðum og sjómönnum tækifæri til aukinnar tekjuöflunar fyrir þjóð- ina. Íslendingar eru sjálfstæð þjóð í eigin landi, því ættum við að miða veiðar og nýtingu á makríl við okkar forsendur og sjálfbærni makrílstofnsins í huga. Auka þarf við mak- rílkvótann strax Eftir Finnboga Vikar Finnbogi Vikar Guðmundsson » Vert er að hafa í huga að með aukn- um veiðum á makríl ætti samningsstaða Íslend- inga að styrkjast gagn- vart öðrum strandríkj- um sem stunda veiðar úr sama makrílstofni. Höfundur er laganemi við Háskólann á Bifröst og situr í starfshópi um end- urskoðun á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga. • songskolinn.is Söngskólinn í Reykjavík í allar deildir skólans fara fram í lok ágústINNTÖKUPRÓF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.