Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 ÖNNUR umræða um Icesave-frum- varpið hélt áfram á Alþingi í allan gærdag og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í fyrradag teygði um- ræðan sig yfir í rúma 14 klukku- tíma og þegar henni var fram hald- ið í gærmorgun voru enn 17 þingmenn á mælendaskrá. Krafa margra þingmanna um að fjár- laganefnd fari í saumana á ýmsum álitaefnum um fyrirvarana við rík- isábyrgðina, var áberandi á þing- fundinum í gær. Fjárlaganefnd hef- ur verið boðuð til fundar kl. 10 í dag til að fara yfir málið. Morgunblaðið/Eggert ICESAVE Á ALLRA VÖRUM „MÁLIÐ var tekið fyrir í ríkisstjórn og afgreitt þar en þar gerði ég grein fyrir því sjónarmiði mínu og afstöðu að ég veitti ekki heimild mína til þess að gengið yrði frá samn- ingnum,“ sagði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Þetta kom fram í svari við spurn- ingu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Hún þakkaði Ögmundi einlæga hreinskilni í svari hans. „Það verður að teljast í hæsta lagi óeðlilegt að stjórnarfrumvarp sé lagt fram með þessum hætti, þegar fyrirfram er vitað að ráðherra í öðrum stjórn- arflokknum fylgir ekki stjórn- arflokknum að máli,“ sagði hún. Ögmundur veitti ekki heimild Stjórnarandstæðingar deildu í gær hart á Björn Val Gíslason, VG, varaformann fjárlaganefndar, vegna ummæla hans um að fyrir- varar við Icesave-frumvarpið breyttu í engu samningunum. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sagði að þegar málið var til afgreiðslu á vettvangi fjárlaga- nefndar hafi hann verið starfandi varaformaður „og var talsmaður míns flokks í málinu og þingflokk- urinn ákvað það á fundi hér í vik- unni að ég yrði talsmaður í þessu máli í þessari umræðu“. Árni Þór talsmaður Vinstri grænna Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UMRÆÐA um Icesave-frumvarpið tók breytta stefnu á Alþingi í gær. Hver stjórnarandstæðing- urinn á fætur öðrum vakti máls á að fyrirvararnir við ríkisábyrgðina væru alls ekki nægilega skýrir. Brýnt væri að eyða óvissu og fara ýtarlega yfir málið í fjárlaganefnd fyrir 3. umræðu. Nokkrir sjálfstæðismenn lýstu því yfir að afla þyrfti frekari upplýsinga og fá sérfræðinga á fund nefndarinnar. Þegar á umræðuna leið varð æ bet- ur ljóst að sú fyrirætlan stjórnarflokkanna að Ice- save-frumvarpið yrði afgreitt frá þinginu í dag var fjarlægur möguleiki. „Blæs af alla fyrirvarana“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins brugðust hart við eftirfarandi ummælum Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna og varaformanns fjár- laganefndar, við upphaf umræðunnar í gær: „Eng- ar þessara breytinga í frumvarpi fjármálaráð- herra breyta samningunum. Samningarnir standa enn óbreyttir sem slíkir.“ „Þetta eru miklar fregnir. Hér kemur varafor- maður fjárlaganefndar og blæs af alla fyrirvar- ana,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðismenn kröfðu aðra þingmenn stjórnarflokkanna svara um hvort þeir væru sömu skoðunar og Björn Valur. Bæði Atli Gíslason og Árni Þór Sig- urðsson, þingmenn Vinstri grænna, sögðust vera ósammála flokksbróður sínum um þetta. Eftir hádegi flutti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, ræðu og sagði að ef í ljós komi að fyr- irvararnir við Icesave-frumvarpið halda ekki muni hún ekki greiða þeim atkvæði sitt. Ekki sé hægt að afgreiða frumvarpið eins og það liggi nú fyrir. Fjárlaganefnd þyrfti að fara betur yfir frumvarpið og hnykkja á ákveðnum atriðum. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, kom í ræðustól í andsvari við ræðu Þor- gerðar og sagði að fulltrúar stjórnarflokkanna stæðu við það samkomulag sem náðist milli flokk- anna um fyrirvarana. Sagðist hann vona að ekki væri að verða breyting á því af hálfu annarra flokka. Þorgerður Katrín sagði að sjálfstæðismenn stæðu að sjálfsögðu við það samkomulag sem gert hefði verið en óvissu þyrfti að eyða. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagði mjög mikilvægt að ekki yrði skilið við þetta mál í óvissu. Fyrirvararnir væru engir sýndarfyrirvarar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, fór fram á það í ræðu sinni að fjárlaganefnd fengi öll samskipti sem hafa átt sér stað á milli íslenskra emb- ættismanna og fulltrúa Breta og Hollendinga um fyrirvarana og Guðlaugur Þór sagði málið svo stórt að menn ættu að taka sér allan þann tíma sem þyrfti til að gera það skothelt. Sagðist hann vera tilbúinn að tefja málið ef með þyrfti og flytja eins margar ræður og þörf krefði, „[...] ég mun gera allt til þess að sjá til þess að þetta verði unnið eins vel og mögulegt er.“ Hafa gjörbreytt stöðu málsins Nokkrir stjórnarþingmenn tóku undir að fjár- laganefnd ætti að skoða álitamálin vel milli 2. og 3. umræðu. Ásmundur Einar Daðason, Vinstri græn- um, gekk svo langt að segjast ekki myndu greiða breytingunum atkvæði sitt nema tryggt væri að fyrirvararnir héldu. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra kom í ræðustól undir kvöld og sagði að fyrirvararnir, sem lægju fyrir, hefðu gjör- breytt stöðu málsins og væru mjög til bóta. „Ég vona að fjárlaganefnd nái því að sætta sjónarmið, taka tillit til tillagna sem fram hafa komið, þannig að við getum sem allra flest hér innan veggja þingsins verið sátt við niðurstöðuna.“ Tókust fast á um fyrirvara  Fjárlaganefnd á enn mikið verk fyrir höndum  Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu segjast ekki samþykkja fyrirvarana nema tryggt sé að þeir haldi Orðrétt um Icesave ’Við erum sammála um að þaðhafi verið til góðs að taka þettamál upp úr hinum flokkspólitískuhjólförum. Þá hljótum við einnig aðvera sammála um hitt að nú á ekki að troða því niður í þau hjólför aft- ur.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON. ’Það virðist hafa farið í taugarnará einhverjum þingmönnum sjálf-stæðismanna að ég skyldi hafa fariðút á sjó að veiða fisk, eins og þeirsegja. Ég ætla ekkert að biðjast af- sökunar á því samt sem áður en það er bara eitt af því sem ég þurfti að gera til að sinna skyldum mínum, bæði gagnvart mínum fyrrum at- vinnurekendum og öðrum.“ BJÖRN VALUR GÍSLASON. ’[...] Mér finnst að í þessari um-ræðu sé Framsóknarflokkurinnsíður en svo búinn að mála sig út íhorn.“ BIRKIR JÓN JÓNSSON. Ég tel mikilvægt að það verði ekki sýndarmennska, einhver leikur, ein- hver málamyndagjörningur þegar fjárlaganefndin fær þetta mál aftur til meðferðar. Það er greinilegt að það þarf að hnykkja á ákveðnum at- riðum, því eins og staðan er í dag, þá er algerlega óásættanlegt og ekki hægt að afgreiða málið út eins og það er kynnt og lagt fyrir í dag.“ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR. ’Ég vil benda háttvirtum þing-manni á að það er engin upp-hæð í samningunum. Það er bara op-inn tékki.“ ÁSBJÖRN ÓTTARSSON. ’Ef þessir fyrirvarar eru þannigað þeir takmarka með ein-hverjum hætti ábyrgð íslenska rík-isins, þá hlýtur niðurstaða íslenskaþingsins um það að gilda. Ég tel sjálfur að það þurfi engan sérstakan aðila til að skera úr um það.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON. ’Ef enginn hagvöxtur verður eðaef pundið hækkar mjög mikið, þáborgum við ekki neitt.“PÉTUR H. BLÖNDAL. ’ Ég held að öll þjóðin geri sérgrein fyrir því að það var veriðað vinna þessa fyrirvara að nóttu tilog menn voru orðnir mjög lang-þreyttir og höfðu sofið lítið. Hefði ekki verið eðlilegra að menn hefðu kannski farið, eftir að þeir voru búnir að komast að ákveðinni niðurstöðu [...], farið heim, sofið aðeins og síðan hist aftur daginn eftir og kallað til einhverja sérfræðinga í breskum lög- um, þannig að við hefðum kannski haft það á hreinu, áður en við fórum hér inn í aðra umræðu, hvort þessir fyrirvarar [...] hafa eitthvert gildi.“ EYGLÓ HARÐARDÓTTIR. ÍSLENSK heimili voru í hópi skuld- ugustu heimila í hinum vestræna heimi fyrir bankahrunið í fyrra. Ein- ungis dönsk og hollensk heimili voru skuldsettari. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrir- spurn Eyglóar Harðardóttur, Fram- sóknarflokki, um stöðu heimilanna, en svarið er byggt á upplýsingum Seðlabankans. Bent er á að ýmsir mælikvarðar eru notaðir við samanburð á skuld- um heimila á milli landa og þeir hafi annmarka. Liðlega fjórðungur heim- ila er með heildarskuldir sem nema meira en fimmföldum ársráðstöfun- artekjum þeirra. Þetta er svipað hlutfall og mældist í Noregi árin 2002-3 en töluvert lægra en í aðdrag- anda norsku bankakreppunnar, þeg- ar ríflega þriðjungur norskra heim- ila hafði skuldir sem námu yfir 500% ráðstöfunartekna. omfr@mbl.is Í hópi skuldugustu heimila fyrir hrun Skuldahlutfallið minna en í norsku bankakreppunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.