Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 ÞAÐ ER dapurt að horfa á ykkur, trúnaðarmenn Íslendinga, að „störf- um“ á alþingi nú þegar þjóð ykkar stendur frammi fyrir mestu vá sem hér hefur barið að dyrum um aldir. Þegar allt hefur verið skoðað stendur upp úr barátta um völd, ráð- herrastóla og ESB. Umræðan og fréttirnar snúast nú um hvort rík- isstjórnin falli þegar það sem skiptir máli er hvort þjóðin stendur. Á sama tíma og fullveldi þjóðarinnar, fjár- hagsleg staða og menning er í stór- hættu er baktjaldamakk og þrýst- ingur á þingmenn að nota atkvæði sitt til að bjarga – eða fella – rík- isstjórnina. Framganga alþingis er farin að minna á Neró keisara sem mun hafa spilað á fiðlu meðan Róm brann – enda veill á geði. Völdin „ykkar“ Hefur ykkur nokkuð dottið í hug að líklega stendur flestum á sama hverjir halda um valdataumana, ef þeir aðeins einbeita sér heilshugar að þörfum þjóðarinnar, og hætta valda- bröltinu og undirlægjuhætti við Evr- ópuþjóðirnar. Að næsta bylting verði ekki krafa um að sitjandi stjórn fari frá, heldur að allir þingmenn fari heim – og þjóðstjórn verði sett í valdastólana. Icesave Mikið hefur rík- isstjórnin og sumir þingmenn reynt að fá meirihluta alþingis fyr- ir því að veita rík- isábyrgð á greiðslu hina umdeildu Icesave-reikninga und- anfarna mánuði. Beitt hefur verið þrýstingi, skjöl falin og vitnað í fyrri gjörðir embættis- og stjórnarmanna. Það skyldi þó ekki henta stjórnvöld- um að sökkva þjóðinni í skuldir, sem ESB síðan „bjargar okkur“ úr – gegn „hagstæðum“ aðildarsamningi ? 1. Stjórnvöld segja: „Íslendingar verða að standa við skuldbindingar sínar til að njóta trausts og vera þátt- takendur í samfélagi þjóðanna.“ 2. Óraunhæft: Í fyrsta lagi er ekki víst að Icesave falli undir það að vera skuldbinding. Um það deila fræði- menn, innlendir sem erlendir, og sýnist sitt hverjum. Eðlilegast væri að sjálfsögðu að leggja málið fyrir dóm- stól. Í öðru lagi: Traust sem glatast end- urskapast ekki með því að borga það sem ESB- þjóðirnar sjá sem eðli- lega kröfu á okkur. Til að borga þetta fé þurf- um við svo að taka stór lán – raunverulega langt fram yfir raun- hæfa greiðslugetu okkar. Við það hrapar lánshæfiseinkunn okkar nið- ur á botn. Fáir ef nokkrir vilja þá lána okkur fé og aðeins á verstu kjör- um. Í a.m.k. mannsaldur verðum við hornreka, þjóðin sem barst á í ríki- dæmi verður fátæklingarnir í ESB. Náttúruauðlindir okkar munu liggja undir ásókn og velferðarkerfið drabbast niður. Lífsgæði verða svip- ur hjá sjón og vegna smæðar verða áhrif okkar í ESB nær engin. Ísland verður nýlenda, hráefn- isuppsretta – þjóðin leiguliðar og vinnuþý. 3. Ógeðfellt: Nú skal öllu fórnað til að styggja ekki Evrópuherrana. Með skuldaklyfjum á afkomendur okkar skal keyptur aðgöngumiði að ESB – sem óvíst er hvort þjóðin vill yfir höf- uð ganga í – enda hefur meirihluti ykkar þingmanna hafnað því að hún fái að ráða. Ekki eru vinnubrögð rík- isstjórnarinnar gagnvart alþingi betri: U.þ.b. vikulega koma fram nýj- ar upplýsingar – m.a. falin „trún- aðarmál“ – sem ekki átti að leyfa ykkur þingmönnum að sjá. Þið áttuð bara að samþykkja. Þökk sé ykkur sem höfnuðuð því. Gagnvart útlend- ingum er lágkúran slík að íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig, meira að segja, við þá, um hvort og hvernig væri best að sýna alþingi „trún- aðarmálin“. Hvað sem forsætisráðherra kýs að segja okkur þá hanga Icesave, ESB og AGS saman. Um leið og við látum af ESB-þráhyggjunni og horfumst í augu við hættur og gagnsleysi að- ildar næstu tíu árin fer pressan af Icesave-málinu. Sá samningur sem alþingi hefur verið að fjalla um var árangur samn- ingafunda. Honum á einfaldlega að hafna. Vilji „skuldareigendur“ krefja okkur um greiðslu hinnar meintu skuldar eru til lögformlegar leiðir til þess. Það er ekki hlutverk okkar að leysa þetta vandamál þeirra – meðan Róm brennur hér heima. Þjóðin var hrædd með því að land- ið yrði „Kúba norðursins“ og alger einangrun frá öðrum þjóðum blasti við. Þótt forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfum frá ritara og fleirum hingað til – sjá Mbl. og landsmenn.is – þá krefst undirritaður nú opinbers svars við eftirfarandi spurningu, fyr- ir afgreiðslu Icesave frá alþingi: Nákvæmlega hverju hafa erlendar ríkisstjórnir raunverulega hótað okkur ef við ekki greiðum Icesave? Fyrir hverju erum við að gefast upp? Opinbert svar óskast, stutt undirrit- uðum bréfum frá þeim aðilum. Til viðbótar Icesave eru svo „bankaránið“ og fréttir frá rann- sóknarnefnd alþingis um að nið- urstöður hennar verði birtar í nóv- ember og verði það: „Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa.“ Þingmenn Undirritaður vill benda ykkur á einkar athyglisverða grein eftir lagaprófessor emeritus, Björn Þ. Guðmundsson, í Mbl. þ. 12.8. sl. Þar talar maður þekkingarinnar. En er nú ekki tímabært að við- urkenna að þegar á vaxandi heild- arskuldir er litið og tillit tekið til fall- inna fyrirtækja, spár rannsókna- nefndarinnar og brottflutnings vinnandi fólks þá yrði framtíð okkar byggð á hengiflugi? Þegar í slíkt stefnir er nauðsynlegt að kunna að sníða sér stakk eftir vexti, brjóta odd af oflæti sínu, þora að segja nei, sleppa því að borga óstaðfestar „skuldir“ sem við hvort eð er munum ekki ráða við, hætta að berast á í samfélagi þjóðanna og snúa okkur að eigin þjóðfélagi, laga það og þrauka – fullvalda þjóð í besta landi í heimi. Opið bréf til þingmanna – afrit til þjóðarinnar Eftir Baldur Ágústsson »Umræðan og frétt- irnar snúast nú um hvort ríkisstjórnin falli þegar það sem skiptir máli er hvort þjóðin stendur. Baldur Ágústsson Höf. er fyrrverandi forstjóri og fram- bjóðandi í kosningum til forseta árið 2004. baldur@landsmenn.is www.landsmenn.is SÍÐASTLIÐIÐ vor hafði ég hugsað mér að skrifa grein um Landa- kotsskóla og hrósa því merkilega og góða starfi sem þar hefur átt sér stað undanfarin misseri – ekkert varð úr greininni fyrr en nú. Hins vegar hefði ég aldrei trúað að aðeins einu sumri síðar myndi skoðun mín á skólanum kollvarpast svo gjörsamlega að ég gæti ekki leng- ur litið á skólann sem góðan kost fyr- ir barnið mitt. Að velja skóla fyrir barnið sitt er mikilvægt val í lífi barns og foreldra. Fyrir rúmu einu ári stóðum við for- eldrarnir frammi fyrir slíku vali. Eft- ir að hafa haft samband við marga skóla og heimsótt þó nokkra var legið yfir möguleikunum og að lokum varð Landakotsskóli fyrir valinu. Fríða Regína Höskuldsdóttir var þar skóla- stjóri, Ísar Logi Sigurþórsson kenn- ari 8. og 9. bekkjar og Helga Þórey Eyþórsdóttir sérkennari. Þetta góða þríeyki tók einkar vel á móti dóttur minni og með framúrskarandi fag- mennsku sýndu þau henni þann skilning sem hún þarfnaðist til að geta blómstrað og verið örugg. Landakotsskóli á sér langa og blómlega sögu. Fyrir fjórum árum var rekstur skólans þó kominn í óefni meðal annars vegna deilna. Fríða Regína var þá fengin til starfa og hef- ur viðsnúningur átt sér stað í skóla- haldi og rekstri. Lagt hefur verið áherslu á hið vinalega umhverfi, góða kennslu, og að einstaklingurinn fái að njóta sín. Smæð skólans hefur ein- mitt ýtt undir þessi atriði – kennslu þar sem einstaklingurinn nýtur sín í vinveittu umhverfi. Sjálf bygging skólans vinnur einnig með þessum at- riðum því um verulega glæsilegan og virðulegan skóla er að ræða en á sama tíma heimilislegan. Þetta var mín tilfinning þetta eina ár sem dóttir mín var í þessum skóla. Ég er ósköp þakklát fyrir það starf sem starfsfólk skólans vann með manngæsku að leiðarljósi. Nú er hins vegar svo komið að þessi góði og gamli skóli virðist vera að sökkva og hið vinalega umhverfi er orðið að óvinveittri óvissu. Stjórn skólans sagði upp skólastjóranum með lög- fræðibréfi seint á sunnudagskvöldi og henni gert að skila lykl- um og öllum gögnum 12 tímum síðar – þremur dögum fyrir skólasetn- ingu. Ástæðan er sögð vera hagræðing í rekstri. Undarleg hag- ræðing það. Fólki hefur blöskrað svo framkoma stjórn- arinnar í garð starfsliðs skólans að bæði for- eldrar með börn sín sem og kennarar eru farnir að flæmast undan og margur getur ekki hugsað sér annað en að kveðja þennan skóla sem áður var fremstur í flokki þeirra mögu- leika sem í boði var. Nú virðist skól- inn vera fangi í eiginhagsmunaskák þar sem eitthvað annað en gæska og góðir kostir eru á ferð. Svo virðist sem ástæðan sé að fáeinir ein- staklingar í stjórn skólans hafi ekki áhuga á að vera í tengslum við þann veruleika og það mikilvæga starf sem hefur átt sér stað síðast liðin ár innan veggja skólans þar sem skólinn gat státað af framúrskarandi kennslu fyrir öll börn með áherslu á þarfir hvers og eins. Fyrir hvern er þá eiginlega Landa- kotsskóli núna? Það er ekki verið að hugsa um hag barna sem í honum eru. Fótunum hefur verið kippt und- an dóttur minni í þessum skóla og stöðugleikinn er enginn þar. Nýr kennari, enginn sérkennari, enginn skólastjóri – eða hvað? Ætli þessi nýju og ómannúðlegu vinnubrögð séu hluti af nýrri stefnumótun skólans? Það er sorglegt og jafnvel hættulegt þegar fólk telur sig eiga rétt á að borga veruleikann í burtu – en sá hugsunarháttur virðist því miður enn við lýði hvort sem við tölum um gam- alt eða nýtt Ísland. Veruleiki og vand- ræði Landakotsskóla Eftir Soffíu Bjarna- dóttur Soffía Bjarnadóttir »Nú er hins vegar svo komið að þessi góði og gamli skóli virðist vera að sökkva og hið vinalega umhverfi er orðið að óvinveittri óvissu. Höfundur er móðir fyrrverandi nemanda í Landakotsskóla. UM ÞESSAR mund- ir eru liðin 70 ár frá því að 13 einstaklingar stofnuðu Blindra- félagið. Allir áttu þeir það sameiginlegt að vilja taka stjórn á eigin málum og stuðla að auknu sjálfstæði blindra. Frá stofnun Blindrafélagsins hefur mikið vatn runnið til sjávar og Blindra- félagið er í dag einnig samtök sjón- skertra. Allt frá stofnun hefur félagið átt hlut að fjölmörgum framfara- málum í þágu blindra og sjónskertra og er í dag mikilvægur aðili þegar kemur að stefnumótun og fram- kvæmd í hagsmunamálum blindra og sjónskertra. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi er samfélagslegt afl – mannréttinda- samtök – sem berst fyrir því að blind- ir og sjónskertir einstaklingar geti lif- að sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélags- ins. Ekkert um okkur án okkar er al- þjóðlegt kjörorð sem Blindrafélagið á með öðrum samtökum fatlaðra. Fjöldi blindra og sjónskertra Um mitt árið 2009 voru 1.507 ein- staklingar skráðir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjón- skerta og daufblinda sem uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) um blindu eða sjónskerðingu. Af þeim voru 123 (8%) alblindir eða því sem næst. 163 (11%) voru undir 21 árs aldri og 135 (9%) á aldrinum 6-21 árs, 316 (21%) voru á aldrinum 22-69 ara, og 1.030 (68%) 70 ára eða eldri. Hverjir eru sjónskertir og hverj- ir eru blindir? Algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjón- skekkja, flokkast ekki sem sjónskerð- ing. Samkvæmt alþjóðlegri skilgrein- ingu eru þeir einir sjónskertir sem sjá minna en 6/18 (33%) með betra auga með besta gleri eða hafa sjón- svið þrengra en 20°. Samkvæmt sömu skilgreiningu eru þeir blindir sem sjá minna en 3/60 (5%) með betra auga með besta gleri eða hafa sjónsvið minna en 10°. Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöð Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga tók til starfa samkvæmt lögum 1. janúar 2009. Mikil samstaða var um málið á þingi og voru fagleg vinnu- brögð við undirbúning málsins lofuð af öllum sem aðkomu áttu að málinu. Markmið miðstöðvarinnar er m.a. að auka möguleika þeirra sem eru blind- ir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálf- stæðs heimilishalds, virkra tóm- stunda og atvinnuþátttöku. Á und- anförnum árum hefur málaflokkur blindra og sjónskertra þurft að sæta mikilli vanrækslu af hálfu stjórn- valda. Svo rammt hefur kveðið að úr- ræðaleysinu að foreldrar hafa talið sig nauðbeygða til að flytjast úr landi til að tryggja blindum eða sjón- skertum börnum sínum viðunandi stuðning og þjónustu, auk þess sem dæmi eru um að ungt, vel menntað blint eða sjónskert fólk sjái meiri framtíð í búsetu erlendis en hér á landi. Í þessu ljósi er mikilvægt að stjórnvöld taki þá siðferðislegu af- stöðu, að þrátt fyrir erfitt efnahags- legt ástand verði ekki neitt gert sem orðið getur til að lama starfsemi Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar- innar, svo sem eins og óraunhæfar niðurskurðar- eða sameiningar- hugmyndir. Blindir, sjónskertir, fjöl- skyldur þeirra og aðstandendur eiga það inni hjá íslenskum stjórnvöldum að nýrri miðstöð, stjórnendum henn- ar og starfsfólki verði gefið tækifæri til að byggja upp þjónustustig og starfsemi sem er samboðin þeirri samfélagsgerð sem við viljum búa við. Ferðaþjónustumál Málaflokkur sem er mikilvægur blindum og sjónskertum er ferða- þjónustumál. Að komast ferða sinna á sjálfstæðan máta og vera ekki stöð- ugt upp á aðra kominn er öllum mjög mikilvægt. Sveitarfélögin bera ábyrgð á ferðaþjónustumálum fatlaða og í raun er það svo að víðast hvar eru þau mál þannig að frekar mætti líkja við gripaflutninga heldur en að verið sé að leysa úr einstaklingsbundnum þörfum fólks að komast leiðar sinnar. Frá þessu er ein mikilvæg und- antekning sem er ferðaþjónusta blindra í Reykjavík, sem er líklega eina úrræði í ferðaþjónustumálum fatlaðra sem getur talist uppfylla ákvæði Sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra, sem Ísland hefur skrifað undir. Blindrafélagið veitti Reykjavíkurborg Samfélags- lampa Blindrafélagsins til að vekja athygli á þessari góðu þjónustu. Því miður er það svo að nágrannasveit- arfélög Reykjavíkur bjóða alls ekki upp á samskonar þjónustu. Blindir og sjónskertir íbúar þeirra sveitarfélaga eru því mun verr staddir en félagar þeirra sem búsettir eru í Reykjavík. Stuðningur til sjálfstæðis Hlutverk Blindrafélagsins er að stuðla að því öllum stundum að blind- ir og sjónskertir einstaklingar geti lif- að sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og verið samfélagslega virkir. Í sumum tilvikum kann að vera þörf á stuðn- ingi og það er mjög einstak- lingsbundið hvar og hvenær stuðn- ings er þörf. Stundum þarf sá stuðningur að vera samfélagslegur, stundum frá stofnunum eða fé- lagasamtökum og stundum frá fjöl- skyldu og vinum. En lykilatriðið er að stuðningurinn sé til sjálfstæðis því það mun fremur leiða til góðs. Stuðningur til sjálfstæðis í 70 ár Eftir Kristin Halldór Einarsson »Hlutverk Blindra- félagsins er að stuðla að því öllum stundum að blindir og sjónskertir einstakling- ar geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og verið samfélagslega virkir. Kristinn Halldór Einarsson Höfundur er formaður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.