Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Á ferðum mínum um landið síð-aðasta árið eða svo hef égítrekað heyrt af hópi sem á
víst að eiga sér aðsetur í miðborg-
inni. Þessi hópur virðist þó aðeins
vera til í samtölum og af einhverjum
ástæðum lifir hann betra lífi utan
þeirra landamæra sem hann á að
þrífast á, eða í 101 Reykjavík. Iðu-
lega er þessi hópur nefndur 101-
elítan, 101-menningarvitar eða því
miður fallega nafni 101-rottur.
Eftir því sem mér skilst er þettagrafalvarlegt fólk sem tekur
sig afskaplega hátíðlega. Því finnst
fátt áhugavert sem gerist fyrir utan
þröng landamæri 101 Reykjavík og
kýs að eyða dögunum á kaffihúsum
og kvöldunum í að „ráfa á milli öld-
urhúsa kófdrukknir að hlusta á inn-
flutta fjöldaframleidda menningu af
geisladiskum“ eins og maður er
vinnur við stóriðju á Austurlandi
orðaði það í tölvupósti til mín. Allir
virðast þeir annaðhvort klæðast
hvers kyns lopafatnaði eða litríkum
fötum úr Nakta apanum. Skarinn
drekkur grænt te, er með helgiskrín
tileinkað Sigur Rós í kjallaranum
heima og þess fullvisst að landi og
þjóð yrði borgið ef Björk yrði for-
sætisráðherra. Allur hópurinn hopp-
ar svo á skoðanir hennar hvað land-
vernd varðar – eins og hann gerir
reyndar með allar skoðanir sem eru
í tísku hverju sinni. Þessi hópur hef-
ur auðvitað aldrei búið í sveit og því
fáránlegt að hann sé yfirhöfuð að tjá
sig um landsbyggðina eða náttúru
landsins ef hann hefur bara komist í
kynni við hana á göngu í gegnum
Hljómskálagarðinn!
Það eitt að búa í 101 virðist vera
nóg til þess að falla undir þessar lýs-
ingar.
Ég bý á Vesturvallagötunni. Ná-grannar mínir eru fjöl-
skyldufólk með gæludýr. Um daginn
björguðum við ketti niður úr tré. Í
fyrrakvöld sátum við í garðinum og
spiluðum öll saman. Stundum fer ég
út í Vesturbæjarskóla og spila fót-
bolta við strákinn minn. Hann hefur
líka gaman af því að kíkja á lista-
söfn, í bíó eða á bókasafnið.
Skemmtilegast þykir honum þó að
hoppa í rúminu okkar eða leika við
litlu systur.
Þegar ég fer á lífið rekst ég á alls
kyns fólk. Íþróttafólk, listafólk,
kokka, bankastarfsmenn, háskóla-
og menntaskólanema, stjórnmála-
menn, afgreiðslufólk í verslunum og
leikskólakennara. Hér og þar eru lit-
ríkar týpur sem kunna ekkert annað
en að vera eins og þær eru. Ég kippi
mér ekki upp við þær, leyfi þeim
bara að vera eins og þær eru án þess
að velta því fyrir mér hvað þær
hugsi eða í hvaða póstfangi heimili
þeirra sé.
Það er engin 101-elíta. Það er
bara elsti hluti bæjarins og það
svæði sem hýsir flesta staði til menn-
ingar- og ómenningarlegs athæfis í
Reykjavík á ferkílómetra. Varla yrði
mikil mæting á Menningarnótt ef
hún færi fram í Grafarvogi?
biggi@mbl.is
Hin eitursvala 101-menningarelíta!
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Skarinn drekkurgrænt te […] og er
þess fullviss að landi og
þjóð yrði borgið ef Björk
yrði forsætisráðherra.
Morgunblaðið/ÞÖK
Menningarelítan að störfum Elítan gefur formanni sínum (úr mynd) lófaklapp eftir að það var samþykkt á stjórn-
arfundi að Buffalóskór væru núna aftur svalir og að tími Sálarinnar í þjóðarnáðinni væri senn á enda.
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON
Harðsvíraðir glæpamenn nota
sér neyð fólks og örvæntingu
til að komast yfir landamærin
til Bandaríkjanna.
35.000 manns í aðsókn!
HHH
„...Tilfinningum hlaðin,
hreinskilin mynd um misjöfn
örlög mannanna...”
- S.V., MBL
HHHH
- Heimir og Gulli
/ Bítið á Bylgjunni
HHHH
- S.V., MBL
HHHH
- V.J.V., FBL
HHHH
-Þ.Þ., DV
HHHH
- Ó.H.T., Rás 2
Frá Tony Scott, leikstjóra
Deja Vu og Man on Fire
kemur magnaður
spennutryllir.
Denzel Washington
upplifir sína verstu
martröð þegar hann þarf
að takast á við John
Travolta höfuðpaur
glæpamannanna.
Stórbrotin mynd
um óvenjulega sögu!
Einstök kvikmyndaperla sem engin má missa af!
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 750kr.
SÝND Í REGNBOGANUM
TILBOÐSVERÐ
550 KR Á SÝNINGAR MERKTA
R RAUÐU
SÝND Í SMÁRABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG REGNBOGANUM
The Taking of Pelham 123 kl. 8 - 10 B.i.16 ára
G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:10 B.i.12 ára
Karlar sem hata konur kl. 5:20 B.i.16 ára
The Time Traveler´s Wife kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Stelpurnar okkar kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ
G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 6:30 - 9 B.i.12 ára
Funny Games kl. 10 B.i.18 ára
Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára
My Sister´s keeper kl. 3 B.i.12 ára
The Time Traveler´s Wife kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.12 ára Crossing Over kl. 5:30 750kr. B.i.16 ára
Taking of Pelham 123 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 4 - 7 - 10 750kr. B.i.16 ára
My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10:20 750kr. B.i.12 ára Ice Age 3 kl. 3 750kr. LEYFÐ