Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Eftir Einar Ben Þorsteinsson Kárahnjúkar | Við Kárahnjúka- stíflu Landsvirkjunar var á fimmtudag vígt útilistaverkið Hringiða. Verkið er eftir lista- manninn Jónínu Guðnadóttur. Hún vann samkeppni listamanna um útilistaverk við Kárahnjúka. Upphaflegar tillögur Jónínu gerðu ráð fyrir verki við hverja af þremur stíflum Kárahnjúkavirkj- unar. Á síðari stigum var ákveðið að eitt verk skyldi sett upp við aðalstíflu Hálslóns. Þar stendur verkið á útsýnisstað og er í raun útsýnispallur þar sem sér yfir stóran hluta Hálslóns, til Snæfells, yfir stíflumúrinn og niður í Jök- ulsárgljúfur. Af Hringiðu fæst því góð yf- irsýn yfir umfang og umhverfi Kárahnjúkavirkjunar og verður vafalaust heitur reitur fyrir ferða- menn á þessum slóðum í framtíð- inni. Alveg eins og listamaðurinn hugsaði sér Verkið, sem er hringlaga platti eða stétt, er gert úr íslensku grjóti af Kárahnjúkasvæðinu. Annars vegar úr hellugrjóti og hins vegar úr sérsöguðu blágrýti. Á stéttina er ritaður texti úr Völu- spá og er letrið smíðað úr áli. Í miðju verksins er hringur, 7,5 metra breiður, sem er breidd að- rennslisganga Fljótsdalsstöðvar. Spírall liggur svo frá ystu brún verksins inn að miðju, sem táknar hringiðuna að aðrennslis- göngunum. Listamaðurinn Jónína Guðna- dóttir var hæstánægð með útkomu verksins. „Verkið er nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér það. Ég er mjög ánægð með útkomuna og ég hefði engu viljað breyta. Ég vil sérstaklega taka fram að öll vinna og samskipti vegna uppsetn- ingar verksins voru afar ánægju- leg og eftirminnileg.“ Það var fyrirtækið Listigarðar ehf. sem sá um uppsetningu verksins eftir að hafa átt lægsta tilboðið í útboði Landsvirkjunar. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar var heildarkostnaður við verkið einhvers staðar á bilinu 20-30 milljónir króna. „Það hefur verið hefð hjá Landsvirkjun að setja upp listaverk við allar virkjanir fyrirtækisins. Hringiða er eitt af þremur listaverkum sem sett eru upp við Kárahnjúka. Tvö önnur listaverk voru vígð á síðasta ári.“ Morgunblaðið/EB Á stíflu Útilistaverkið Hringiðan eftir Jónínu Guðnadóttur var vígt við Kárahnjúkastíflu á fimmtudag. Hægra meg- in má sjá Hálslón og Snæfell í fjarska, stífluveggurinn er fyrir miðju og hnjúkurinn fjær til vinstri. Hringiða við Hálslón  Listaverk Jónínu Guðnadóttur vígt við Kárahnjúkastíflu  Unnið úr grjóti af Kárahnjúkasvæðinu  Á verkið er ritaður texti úr Völuspá úr áli ALLS fluttu 4.252 frá landinu á fyrri helmingi þessa árs en 2.720 til landsins, að því er kemur fram á fréttavef Hagstofunnar. Flestir fluttu til Póllands, eða 1.247. Þeir sem fluttu frá Póllandi til Íslands voru 667. Til Danmerkur fluttu 676 en frá Danmörku 540. Þeir sem fluttu til Noregs fyrstu sex mánuði ársins voru 565 en 116 fluttu frá Noregi til Íslands. Til Svíþjóðar fluttu 317 en 151 frá Svíþjóð til Íslands. Fram kemur á vef Hagstofunnar að meðalaldur brottfluttra á fyrri helmingi ársins hafi verið 29,3 ár miðað við 29,8 ár á sama tímabili í fyrra. Meðalaldur aðfluttra var 26,8 ár á fyrstu sex mánuðum ársins en var 28,7 ár á sama tímabili í fyrra. Mikill munur var á búferlaflutn- ingum karla og kvenna milli landa. Fyrstu sex mánuðina fluttu 1.233 fleiri karlar frá landinu en til þess samanborið við 299 konur. Kynjahlutfall landsmanna í heild færist nær hefðbundinni skiptingu hérlendis og var 1. júlí 1.024 karlar á móti hverjum 1.000 konum. Rúmlega 4.000 fluttu frá landinu fyrri helming árs Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÖKUMENN í Reykjavík og ná- grenni þurfa að gæta sérlega vel að sér í umferðinni á næstu vikum því 1.300 sex ára nemendur hefja nám í grunnskólum borgarinnar og um það bil 100 fimm ára nemendur. Umferðarþunginn eykst dag frá degi um þessar mundir þar sem sumarleyfum lýkur. Reykjavíkurborg hvetur alla þá borgarbúa sem geta nýtt sér reið- hjól og almenningssamgöngur í haust að gera það. Eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík kveður á um vistvænar ferðavenjur og í sam- ræmi við það hefur til að mynda göngu- og hjólreiðastígurinn við Ægisíðu verið tvöfaldaður og strætisvögnum veittur forgangur. Foreldrar ungra grunnskólanema eru hvattir til að ganga með börn- um sínum í skólann. Ökumenn gæti að sér vegna barna LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði bifreið á norðurleið í reglubundnu eftirliti, en í bílnum voru u.þ.b 50 grömm af amfetamíni. Karl og kona á þrítugsaldri voru færð til yf- irheyrslu. Grunur kviknaði um að þau hefðu óhreint mjöl í pokahorn- inu og voru þau færð ásamt bifreið- inni á lögreglustöðina á Blönduósi þar sem leit var gerð á þeim og í bifreiðinni. Neituðu þau þráfald- lega að nokkuð væri gruggugt við ferð sína né að þau hefðu nokkuð að fela. Kallaður var til lögreglumað- ur með fíkniefnahund lögreglunnar á Blönduósi og fljótlega eftir það fundust ætluð fíkniefni í farangri bifreiðarinnar, en karlmaðurinn viðurkenndi að eiga efnið og hafa ætlað það til sölu og dreifingar á Norðurlandi, þá aðallega á Eyja- fjarðarsvæðið. Með um 50 grömm af amfetamíni Upphaflegar tillögur listakonunnar Jónínu Guðnadóttur gerðu ráð fyrir verki við hverja af þremur stíflum Kárahnjúkavirkjunar. Á síðari stigum var ákveðið að eitt verk skyldi sett upp við aðalstíflu Hálslóns. Verkið, sem er hringlaga platti eða stétt, er gert úr íslensku grjóti af Kárahnjúkasvæðinu. Í miðju verksins er hringur, 7,5 metra breiður, sem er breidd aðrennslisganga Fljótsdalsstöðvar. Spírall liggur svo frá ystu brún verksins inn að miðju, sem táknar hringiðuna að aðrennslisgöngunum. Af Hringiðu fæst góð yfirsýn yfir umfang og umhverfi Kárahnjúkavirkj- unar. Eitt verk í stað þriggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.