Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Við öllu búin Ekki er vitað hvort þessi furðuvera fyrir framan Stjórnarráðið sé íslenskur stjórnmálamaður í bardagahug en krakkarnir kipptu sér ekki upp við fyrirbærið.
Eggert
EITT ER það vandamál sem
stjórnvöld hafa glímt við und-
anfarin 10-20 ár án viðunandi ár-
angurs; það er akstur utan vega.
Á hverju sumri eru sagðar fréttir
af alvarlegum náttúruspjöllum
sem hljótast af utanvegaakstri og
rætt um nauðsyn þess að finna
leiðir til úrbóta. Ráðherrar um-
hverfis- og vegamála hafa látið í
ljósi áhyggjur af þróuninni og
tengslum utanvegaaksturs við
stöðuga fjölgun slóða á hálendinu.
Reynt hefur verið að skýra lagarammann, t.d.
með reglugerð frá 2005 um takmarkanir á um-
ferð í náttúru Íslands og með endurnýjun vega-
laga 2007. Starfshópar hafa verið settir á lagg-
irnar og leitað hefur verið samstarfs við
hagsmunaaðila, en árangurinn hefur látið á sér
standa. Hvorki hefur tekist að hemja fjölgun
slóða né stöðva náttúruspjöll vegna ut-
anvegaaksturs. Svo virðist sem tilraunir til að
koma böndum á umferð um óbyggðir landsins
endi einatt í einhvers konar skilgreining-
arvanda, þar sem deilt er um það grundvall-
aratriði hvað séu vegir eða slóðar og hvað ekki.
Snemma árs 2007 var skipaður starfshópur á
vegum umhverfisráðuneytisins sem falið var að
gera tillögur um hvaða vegir og slóðar á miðhá-
lendinu, sem eru utan vegakerfis Vegagerð-
arinnar, skuli teljast til vega og
hverjum beri að loka tímabundið
eða til frambúðar.
Hópurinn hefur haldið fjölda
funda, m.a. með sveitarfélögum,
sem eiga lögsögu á hálendinu, auk
þess sem leitað hefur verið eftir
sjónarmiðum ýmissa félagasam-
taka sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta, s.s. samtök jeppamanna,
mótorhjólamanna, hestamanna og
annars útivistarfólks. Það þarf ekki
að hafa mörg orð um þá augljósu
staðreynd að erfitt getur reynst að
samræma hagsmuni þessara ólíku
hópa, en meðan tekist er á við það verkefni held-
ur stjórnlaus vegagerð áfram á hálendi Íslands.
Umferð óheimil utan merktra ökuslóða
Fyrir réttum mánuði lagði ég upp í gönguferð
um friðlandið í Þjórsárverum, ferðinni var heitið
inn í verin að austanverðu, en til að komast
þangað var gönguhópurinn ferjaður með fjalla-
bíl norður Kvíslaveituveg að Háumýrum í Ása-
hreppi, þar sem merktur slóði endar samkvæmt
kortum Landmælinga Íslands. Fjallabíllinn var
vel útbúinn og í honum tölvustýrður korta-
grunnur merktur fyrirtækinu R. Sigmundsson.
Það vakti athygli okkar ferðalanganna að þegar
komið var að endimörkum slóðans, skv. kortum
Landmælinga, þá var allt annað uppi á tölvu-
stýrða kortagrunninum. Þar hélt slóðinn áfram
yfir upptakakvíslir Þjórsár inn í friðland Þjórs-
árvera og gegnum það endilangt, eftir Arn-
arfellsmúlum vestur yfir Miklukvísl, Blautukvísl
og Hnífá þar sem eru mörk friðlandsins í vestri.
Okkur þótti þetta með miklum ólíkindum
enda nokkuð viss um að þennan slóða væri ekki
að finna þarna í raun og veru. Í auglýsingu um
friðlandið segir að umferð ökutækja sé óheimil
utan merktra ökuslóða og einungis sé heimilt að
nota snjóbíla og vélsleða á snjó og hjarni þegar
gróðri stafar ekki hætta af. Einu merktu slóð-
arnir þegar stofnað var til friðlandsins voru
fornar reiðleiðir, sem enn eru farnar af hesta-
mönnum, en ökufærir slóðar voru þar engir.
Fyrst fer einn og svo annar
Gangan um friðland Þjórsárvera var draumi
líkust, slík var náttúrufegurðin hvort sem geng-
ið var um eyrarrósabreiður, votar mýrar, víði-
heiðar eða jökulgarða. Mér er til efs að nokkurs
staðar á jarðríki finnist annað eins gróðurlendi,
svo hátt yfir sjávarmáli, svo nálægt jökli og
svona ósnortið. En á fjórða degi vorum við
minnt óþyrmilega á slóðann á tölvustýrða korta-
grunninum. Þegar við óðum Miklukvísl við Nau-
töldu gengum við fram á djúp hjólför eftir jeppa
á árbakkanum, ekki bara einn jeppa heldur
marga. Það var satt að segja kominn skýrt af-
markaður slóði í landið milli Miklukvíslar og
Blautukvíslar, slóði sem ekki var þarna 1981,
þegar friðlandið var stofnað og ekki heldur 1987
þegar núgildandi auglýsing um friðlýsinguna
var birt.
… og svo er kominn merktur slóði
Eftir þessa reynslu er mér ljós sú staðreynd
að orðin „merktir ökuslóðar“ í friðlandsauglýs-
ingunni frá 1987 taka mið af þeim veruleika þeg-
ar einungis einn aðili var ábyrgur fyrir þeim
upplýsingum sem finna mátti á kortum af land-
inu, nefnilega Landmælingar Íslands.
Í lögum um stofnunina (nr. 31/1985) stóð
skýrum stöfum: Enginn má án leyfis Landmæl-
inga Íslands fjölfalda eða gefa út kort eða ljós-
myndir sem byggjast að hluta til eða öllu leyti á
efni sem Landmælingar Íslands eiga útgáfurétt
á. En eftir að grunnþjónusta á borð við korta-
gerð var markaðsvædd skolaðist merking þess-
ara orða „merktir ökuslóðar“ til svo um munaði
og nú virðist sem hver sem er geti í nafni við-
skiptafrelsis selt hvaða kortaupplýsingar sem
er. Í krafti þessa frelsis fara sjálfskipaðir slóða-
gerðarmenn um landið og merkja inn á sína eig-
in kortagrunna slóða þar sem einhver hjólför er
að finna, og jafnvel þar sem ekkert ökutæki hef-
ur enn farið um, setja á netið og selja hverjum
sem hafa vill aðgang að upplýsingunum. Fyrst
fer einn, svo annar og fyrr en varir er kominn
merktur slóði og lögbrot hættir að vera lögbrot.
Eða hvað…?
Eftir Kolbrúnu
Halldórsdóttur »Einu merktu slóðarnir þeg-
ar stofnað var til friðlands-
ins voru fornar reiðleiðir, sem
enn eru farnar af hestamönn-
um, en ökufærir slóðar voru
þar engir.
Kolbrún Halldórsdóttir
Stjórnlaus vegagerð á hálendi Íslands
Höfundur er fyrrv. umhverfisráðherra.
Í GREIN Hauks
Magnússonar, „Svona
gerast kaupin á eyrinni í
Garðabæ“, sem birtist í
Morgunblaðinu 18. ágúst
sl., koma fram ýmsar
rangfærslur um útboð á
skólamálsverðum í Garða-
bæ sem ástæða er til að
leiðrétta. Ríkiskaup sáu
um framkvæmd útboðsins
fyrir hönd Garðabæjar og
verða sjónarmið Ríkiskaupa skýrð
hér á eftir. Um leið verður sýnt fram
á þær rangfærslur sem fram koma í
grein Hauks. Þegar boðið er út þjón-
ustuverkefni til 2-4 ára er mikilvægt
að þjónustuaðili geti staðið við skuld-
bindingar sínar á samningstíma.
Einn af þeim mælikvörðum sem Rík-
iskaup hafa notað til þessa, til að
ganga úr skugga um að svo sé, er að
gera kröfu um að viðkomandi hafi já-
kvætt eigið fé, þ.e. að eignir standi
undir skuldum. Þessi mælikvarði var
notaður í útboði á rekstri mötuneyta í
Garðabæ.
Allir bjóðendur sátu við sama borð
og allar kröfur og skilyrði um hæfi
bjóðenda áttu jafnt
við um alla sem þátt
tóku í útboðinu. Öll-
um sem lásu útboðs-
gögnin mátti vera
þetta ljóst. Engar at-
hugasemdir komu
fram við umrædda
skilmála á tilboðstíma
þótt skýr skilaboð
hafi verið í útboðs-
gögnum um að hefðu
bjóðendur einhverjar
athugasemdir við út-
boðið eða skilmála
þess væri óskað eftir athugasemdum
þar að lútandi. Hvað umfjöllun um
kæruna varðar, ber að geta þess að
hjá Ríkiskaupum gildir sú vinnuregla
að telja kæru ekki framkomna fyrr en
hún berst frá Kærunefnd útboðs-
mála. Slík vinnuregla er eðlileg þar
sem kæran telst sannanlega ekki rétt
framkomin nema hún hafi verið stað-
fest móttekin af Kærunefndinni.
Í grein Hauks gætir misskilnings
um að Kærunefndin hafi ekki komist
að efnislegri niðurstöðu. Það er öðru
nær, en í úrskurði nefndarinnar seg-
ir: „Miðað við fyrirliggjandi gögn tel-
ur nefndin rétt að hafna kröfu kær-
anda um stöðvun innkaupaferlis eða
samningsgerðar í kjölfar hins kærða
útboð, þar sem ekki virðast verulegar
líkur á því að brotið hafi verið gegn
lögum um opinber innkaup.“ Það
liggur sem sagt fyrir efnisleg nið-
urstaða um að litlar líkur séu á því að
ekki hafi verið farið eftir lögum við
samþykkt tilboðs vegna skólamáls-
verða í Garðabæ.
Þann 27. maí voru bjóðendur beðn-
ir um að skila inn endurskoðuðum og
árituðum ársreikningi vegna 2008
ásamt staðfestingu á að bjóðandi væri
í skilum með opinber gjöld og lífeyr-
isgreiðslur samkvæmt heimild í grein
1.1.12 í útboðsgögnum. Sérstaklega
var tekið fram að trúnaðar yrði gætt.
Fulltrúi Ávaxtabílsins lagði fram árs-
reikning vegna 2007. Ársreikning
vegna 2008 lagði hann ekki fram fyrr
en á skýringaviðræðnafundi þann 4.
júní, en hann var ekki endanlegur og
því ekki áritaður. Fulltrúi Ávaxtabíls-
ins óskaði eftir öðrum fundi þar sem
lögð yrði fram rekstraráætlun sem
sýndi fram á að verkefnið væri tryggt
og hann myndi athuga hvort endur-
skoðandi gæti komið með yfirlýsingu
um jákvætt eigið fé, en í gögnum
kemur fram að geti bjóðandi sýnt
fram á að eigið fé verði orðið jákvætt
við undirritun samnings sé heimilt að
semja við hann. Ríkiskaup töldu því
eðlilegt að gefa fulltrúa Ávaxtabílsins
kost á síðari fundi til að leggja fram
gögn um jákvæða fjárhagslega stöðu
að hans eigin sögn.
Enginn ádráttur var gefinn á fund-
inum um að slakað yrði á kröfum um
jákvæða eiginfjárstöðu enda er það
ekki heimilt, m.a. með tilvísun til jafn-
ræðis bjóðenda. Fulltrúi Ávaxtabíls-
ins tók sérstaklega fram aðspurður
að hann myndi kanna hvort hann
gæti komið með yfirlýsingu löggilts
endurskoðanda um jákvætt eigið fé.
Þann 10. júní mætti fulltrúi Ávaxta-
bílsins ásamt ráðgjafa og lagði fram
fjárhagsáætlun sem sýndi að eigið fé
yrði neikvætt allt árið 2009 og 2010.
Þá lá fyrir að Ávaxtabíllinn uppfyllti
ekki ákvæði útboðsgagna um eig-
infjárstöðu og var því tilboð hans í
raun ógilt. Það hefði því talist brot á
lögum um opinber innkaup að fallast
á tilboðið þar sem það fullnægði ekki
skilyrðum sem fram komu í útboðs-
gögnum.
Á grundvelli þessa og að fyrirtækið
gat ekki sýnt fram á jákvæða eig-
infjárstöðu, eins og gerð var krafa um
í útboðslýsingu, var ekki annað hægt
en að hafna tilboði Í athugasemdum
Hauks kemur fram að honum finnst
athyglisvert að samið hafi verið um
lækkun á verði fyrir morgun- og síð-
degishressingu við þann aðila sem
fékk verkefnið. Til skýringa á því er
að þar er um að ræða hliðarþætti til-
boðs sem vega óverulega í heildar-
verkefninu. Með hagsmuni þeirra í
huga sem greiða fyrir þjónustuna, þ.e
foreldra í Garðabæ, var mjög eðlilegt
að leita eftir hagstæðara verði í þessa
þætti.
Tilgangur laga um opinber inn-
kaup er að tryggja jafnræði fyr-
irtækja við opinber innkaup. Í sam-
ræmi við það gildir sú ófrávíkjanlega
regla við mat á tilboðum að gæta á
jafnræðis og gagnsæis gagnvart bjóð-
endum. Það verður því aldrei talið
lögmætt sjónarmið við val á tilboðum
um skólamat í Garðabæ að horfa til
þess að starfstöð Ávaxtabílsins sé
staðsett í hjarta Garðabæjar og eig-
endur hans íbúar í Garðabæ. Allar
ákvarðanir í málinu byggjast á lögum
og gildandi leikreglum og það sætir
furðu að hægt sé að líkja slíkum að-
gerðum við ljóta sögu úr viðskiptalíf-
inu eða við flumbrugang og vanhæfi.
Eftir Júlíus S.
Ólafsson
» Allir bjóðendur sátu
við sama borð og all-
ar kröfur og skilyrði um
hæfi bjóðenda áttu jafnt
við um alla sem þátt
tóku í útboðinu.
Júlíus S. Ólafsson
Höfundur er forstjóri Ríkiskaupa.
Góð vinnubrögð í Garðabæ
– Svona eru reglur um opinber innkaup