Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
NÝ jarðgerðarstöð Moltu ehf. í
Eyjafirði tók formlega til starfa í
gær en henni er ætlað að taka á
móti lífrænum úrgangi af Eyja-
fjarðarsvæðinu og úr Þingeyjar-
sýslu. Stöðin er á Þveráreyrum í
Eyjafjarðarsveit og er í meirihluta-
eigu sveitarfélaga í Eyjafirði, auk
matvælafyrirtækja á svæðinu og
fleiri.
Tilkoma stöðvarinnar er sögð lyk-
ilskref í því að sorpurðun verði hætt
á Glerárdal inn af Akureyri og
þannig er með stöðinni stigið stórt
og langþráð skref í umhverfismál-
um svæðisins. Steingrímur J. Sig-
fússon, fjármálaráðherra og fyrsti
þingmaður Norðausturkjördæmis,
ræsti stöðina formlega.
Stærst í Evrópu
Jarðgerðarstöð Moltu er sú
stærsta sinnar tegundar í Evrópu
og getur annað um 10 til 13 þúsund
tonnum á ári. Stærðin markast af
því að geta afkastað því sem þarf
þegar mest er umleikis í sláturtíð-
inni á haustin. Einfalt er að bæta
við tromlum og auka afköst stöðv-
arinnar, ef þess þarf.
Framkvæmdir við stöðina hófust
í ágúst í fyrra og í júní sl. hófst
reynslukeyrsla. Strax í næsta mán-
uði mun svo verða full nýting á
stöðinni í sláturtíðinni.
Lífrænt með stoðefnum
Vinnslan í stöðinni fer þannig
fram, að saman við lífræna úrgang-
inn, sem að stærstum hluta er fisk-
og sláturúrgangur, er í byrjun
blandað stoðefnum, það er pappír,
timbri, grasi og garðaúrgangi. Með
því fæst kolefni í jarðgerð.
Verkfræðifyrirtækið Mannvit á
Akureyri kom að undirbúningi,
bæði um ráðgjöf um tæknilega út-
færslu og hönnun húss. Bygginga-
framkvæmdir annaðist Virkni ehf.
Kostnaður í heild nemur samanlagt
rúmum 500 milljónum króna.
Ljósmynd / JÓH
Í gang Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræsir jarðgerðarstöðina í
Eyjafjarðarsveit. Í baksýn er framkvæmdastjórinn Eiður Guðmundsson.
Jarðgerðarstöð í
Eyjafirði í notkun
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
UM ein milljón Dana er nú með sér-
staka heilsutryggingu sem atvinnu-
veitendur þeirra kaupa. Með trygg-
ingunni, sem veitir frádrátt frá
skatti, öðlast menn rétt til þjónustu
á einkareknu sjúkrahúsi sé bið eftir
þjónustu á sjúkrahúsi hins opinbera
metin of löng. Fyrir sjö árum voru
rúmlega 50 þúsund Danir með slíka
tryggingu.
Heitar umræður
Heitar umræður hafa að und-
anförnu verið um þróun þessara
mála meðal stjórnmálamanna í Dan-
mörku. Læknar hafa áhyggjur og
segja að verið sé að skipta sjúkling-
um í A- og B- lið, að því er Jes
Sørgaard heilsuhagfræðingur grein-
ir frá, en hann var einn fyrirles-
aranna á alþjóðlegri ráðstefnu um
heilsuhagfræði á vegum Háskóla Ís-
lands og Landspítalans.
„Til þess að auka eftirspurnina
eftir heilsutryggingunum í því skyni
að stytta bið sjúklinga var ákveðið
að veita frádrátt frá skatti vegna
kaupa á tryggingunum. Það þýðir að
ríkið borgar í raun helminginn. Ég
held að þetta hafi komið mörgum í
opna skjöldu. Peningarnir koma í
raun frá opinberu sjúkrahúsunum
sem óttast að missa sjúklinga og
fjárframlög,“ segir Sørgaard.
Samkvæmt fréttum í dönskum
fjölmiðlum vilja
jafnaðarmenn að
frádrátturinn
verði afnuminn.
Þeir benda á að
aðgangur borg-
aranna að heil-
brigðiskerfinu sé
ójafn. Atvinnu-
lausir og ellilíf-
eyrisþegar fái
ekki slíka tryggingu.
Frádrátturinn kosti auk þess
skattgreiðendur árlega 340 milljónir
danskra króna. Þessu fé vilja jafn-
aðarmenn verja til meðhöndlunar
lífshættulegra sjúkdóma á opinber-
um sjúkrahúsum.
Að sögn Sørgaard voru einkarekin
sjúkrahús í Danmörku fjögur 2002
en nú eru þau 40. Hann segir biðtím-
ann á opinberum sjúkrahúsum hafa
minnkað um 20 prósent á tímabilinu.
„En það hefur hann einnig gert í
öðrum löndum þar sem svona kerfi
hefur ekki verið komið á.“
Ekki sýnt fram á hagræðingu
Skiptar skoðanir hafa verið um
umfangsmikla sameiningu sjúkra-
húsa í Danmörku, að því er Sørga-
ard greinir frá. „Menn reiknuðu með
hagræðingu en það hefur ekki verið
sýnt fram á að hún hafi náðst.“
Heilsuhagfræðingurinn bendir á að
þótt sparnaður hafi orðið á sumum
sviðum hafi kostnaður aukist á öðr-
um.
Segja sjúklingum
skipt í A- og B-lið
Jes Sørgaard
Milljón Danir með heilsutryggingu
TVÖ mótorhjólaslys urðu í höf-
uðborginni síðdegis í gær.
Maður datt af vélhjóli á gatna-
mótum Borgartúns og Kringlumýr-
arbrautar og er talið að hann hafi
fótbrotnað.
Þá var ekið á vélhjól á Skeiðar-
vogsbrú og var ökumaður hjólsins
fluttur á slysadeild.
Harður árekstur tveggja bíla
varð laust fyrir klukkan 17 á Breið-
holtsbraut á móts við Stekkjar-
bakka. Einn var fluttur á sjúkrahús
en var ekki talinn alvarlega slas-
aður.
Tvö mótor-
hjólaslys
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Traustur valkostur
í húsnæðismálum
Verðhrun
Lokadagur
Allt á að seljast
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag kl. 10-15
KVARTBUXUR
Svartar
Str. 36-56
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Nýjar haustvörur
Opið 1
0-22
í dag
Mennin
garnótt
Laugaveg 53 • sími 552 3737
10%
afsláttur
20%
aukaafsláttur
af útsöluvörum
Orlofsnefnd húsmæðra
í Reykjavík
Farið verður í 2 dagsferðir
laugardaginn 5. september nk.
1. Nesjavellir skoðaðir, ekið til Stokkseyrar og Eyrarbakka,
hádegisverður í Fjöruborðinu, komið við á Gónhóli,
Selvogskirkja skoðuð á heimleið.
Skráning og upplýsingar hjá Allrahanda í síma 540 1313.
2. Hringferð um Suðurnesin, hádegisverður í Flösinni
Garðsskaga.
Skráning og upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar í síma 511 1515.
Stjórnin
m
bl
11
32
38
1
SKÓLAVÖRUSTÍG 6B - 562 6999
TÍSKUSÝNING
KL. 15 LAUGARDAG