Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir erfiðleika vegna hruns bankanna og kreppunnar sem það hefur framkallað, eru Íslendingar ennþá hamingjusöm þjóð. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Lýðheilsustöð gerði og var til um- fjöllunar á ráðstefnu á vegum Lýð- heilsustöðvar, heilbrigðis-, félags-, menntamálaráðuneytisins, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Velferðarsjóðs barna, um velferð ís- lenskra barna. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar eru þeir sem spurðir voru sammála um mikilvægi þess að mál- efni barnafjölskyldna, barna og ung- menna, verði höfð í forgangi. Í könnuninni kemur fram að ungt fólk á aldrinum 18 til 24 ára telur sig oftar verða reitt nú en skömmu eftir hrun. Um mánaðamótin október/ nóvember í fyrra sögðust 21,3 pró- sent finna fyrir því að verða oftar reið en um 30 prósent sögðust finna oftar fyrir reiði um mánaðamótin maí/júní. Mengi þeirra sem sögðust sjaldnar finna fyrir reiði stækkaði þó einnig á fyrrnefndu tímabili. Um mánaðamótin október/nóvember sögðust 14,7 prósent sjaldnar finna til reiði, en um mánaðamótin maí/ júní var sú tala komin upp í 25 pró- sent. Hamingjan mælist átta að meðal- tali, á skalanum 0-10, samkvæmt könnuninni. Það er svipað og mælst hefur undanfarin tvö ár. Sé horft til síðustu þrjátíu ára hef- ur hamingjan hjá Íslendingum mælst mest árið 2003, þegar hún var tæplega 9 á fyrrnefndum skala. Þá heldur traust ungs fólks á aldr- inum 18 til 24 ára á Þjóðkirkjuna áfram að dvína. Það mældist um 35 prósent um mánaðamótin október/ nóvember en um mánaðamótin maí/ júní mældist traustið um 20 prósent. Traustið á bankakerfinu í landinu hjá sama hópi hefur einnig minnkað mikið eða úr um 5 prósentum í haust niður í ekkert nú. Ennþá hamingjusöm  Niðurstöður rannsókna Lýðheilsustöðvar segja Íslendinga enn hamingjusama þrátt fyrir kreppuna  Fleiri segjast þó reiðast oftar nú en skömmu eftir hrun » Traust á dómskerfinu meira nú en í haust » 20 prósent ungs fólks ber traust til Alþingis » Hamingjan mælist um 8 á skalanum 0-10 » Enginn ber traust til bankakerfisins ALLS hafa 11.136 skráð sig til þátttöku í Reykja- víkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer í dag. Það er svipaður fjöldi og í fyrra, en þá voru hlaupararnir 11.265 talsins. Gert er ráð fyrir að skráningum fjölgi í dag, sérstaklega í Lata- bæjarhlaupið, sem hefst kl. 12.40 í Hljómskála- garðinum með upphitum Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Alls ætla 670 að hlaupa heilt maraþon, þ.e. rúmlega 42 kílómetra. 11.136 SKRÁÐIR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ Morgunblaðið/Eggert BJÖRGUNARSVEITIR Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar komu ferðafólki til aðstoðar í slæmu norðanveðri á svæðinu norðan Vatnajökuls í gærdag. Göngumaður var í vandræðum nærri Gæsavötnum, óttast var um hjól- reiðamann í Dyngjufjalladal og fólk sat fast í bíl við Kistu- fell. Björgunarsveitir í Þingeyjarsýslu voru kallaðar út, en sneru við þegar borist hafði aðstoð frá fólki á svæðinu. Tindarnir eru hvítir „Hér hefur gengið á með éljum í dag en inn á milli er besta veður. Hæstu fjallatindar eru hvítir og hitastig í dag hefur verið um og yfir frostmark,“ sagði Óskar Ing- ólfsson landvörður í Kverkfjöllum í samtali við Morg- unblaðið. Í Kverkfjöllum voru rúmlega 25 manns í fyrri- nótt. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings eru norðanskot eins og það sem gekk yfir í fyrrinótt og gær- dag ekki óalgeng. Á hálendinu geti snjóað á öllum tímum árs, ekki síst á úthallandi sumri. Hann segir engin veðra- brigði þó í kortunum, um helgina hlýni með lægð úr suðri en svo snúist aftur í NA-átt með mildu lofti. Í gærkvöld fóru björgunarsveitarmenn úr Biskups- tungum og Hreppum og sóttu slasaðan mann í fjallaskál- ann við Þverbrekknamúla á Kili. Sá var talinn hafa farið úr axlarlið en var að öðru leyti ekki alvarlega meiddur. Maðurinn var fluttur undir læknishendur. sbs@mbl.is Norðanskot á hálendinu og fólk í vanda statt Morgunblaðið / RAX Herðubreið Veður á NA-hálendinu var rysjótt og fólk lenti í hrakningum, en allir komust þó í áfangastað.  Óttast um fólk  Élja- gangur  Mildu veðri spáð ÍSLENSK stjórnvöld skoða nú að höfða mál á hendur þeim sem stofnuðu til Ice- save-reikning- anna í Bretlandi og Hollandi, Landsbankanum og forsvars- mönnum hans. Þetta staðfesti Steingrímur J. Sigfússon í samtali við mbl.is í gær. Steingrímur sagði ennfremur að reynt yrði eftir fremsta megni að endurheimta sem mest af því fé sem hefði verið lagt inn á Icesave- reikningana og lánað út til fyrir- tækja, hér á Íslandi og erlendis. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagðist ekki geta sagt mikið til um hversu langt málið væri komið. „Ég vil nú ekki tjá mig um þessi mál, en ég get þó staðfest að það [málsókn á hendur forsvars- mönnum Landsbankans, innsk. blm.] er eitt af því sem er í skoðun.“ Málin eru meðal annars í skoðun hjá ríkislögmanni en unnið er að því heildstætt, meðal annars innan fjár- málaráðuneytisins, að kanna með nákvæmum hætti hvernig unnt er að gæta hagsmuna ríkisins sem best. Meðal annars hafa úrræði skattayfirvalda verið efld. Hjá Al- þingi er nú frumvarp til meðferðar sem gerir ráð fyrir heimild skatt- rannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir. Icesave- málsókn könnuð Stjórnvöld vilja skaðabætur Meira á mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave. Steingrímur J. Sigfússon FÓÐURBLANDAN hyggst hækka tilbúið fóður um allt að 4%, misjafnt eftir tegundum. Ástæðan er hækkun á hráefnum erlendis og veikt gengi íslensku krónunnar. Allt fóður sem fyrirtækið selur er íslensk framleiðsla en fyrirtækið notar til sinnar framleiðslu innlend hráefni ásamt innfluttu. Fóður hækk- ar um 4% LÖGREGLU hafa borist nokkrar vísbendingar vegna bruna Land Rover-jeppa við hús við Laufásveg í Reykjavík aðfaranótt sl. þriðjudags. Talið er að kveikt hafi verið í bílnum, en upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna þrjá menn, sem eru sterklega grunaðir um verknaðinn. Menn á stjákli Myndskeið, sem sýnir menn á stjákli við bílinn og húsið, var sýnt á mbl.is og sjónvarpsstöðvunum í gær. Strax í kjölfar þess bárust lögreglu ábendingar. Aðalvarðstjóri treysti sér þó ekki til að leggja dóm á hve bitastæðar þær væru. Rannsóknar- deild myndi vinna úr þeim eins og öðrum upplýsingum sem fyrir liggja. Lögreglan telur að mennirnir þrír, sem grunaðir eru um verknaðinn, hafi verið á bláleitri Audi A6 eða VW Ábendingar vegna bílbruna hafa borist Þrír menn sáust í eftirlitsmyndavélum Meira á mbl.is Kveikt var í Range Rovernum Passat-bifreið. Samkvæmt mynd- skeiðum hafi bifreiðin komið akandi inn Laufásveg frá gatnamótum Bar- ónsstígs og Laufásvegar en síðan snúið við og lagt við sömu gatnamót. Þaðan hafi mennirnir komið gang- andi í áttina að húsinu þar sem um- ræddri Range Rover-bifreið var lagt í innkeyrslu. Þaðan sáust þeir hlaupa í burtu. Síðar komu lögreglu- og slökkvibílar á vettvang en þá var Range Rover-inn orðinn alelda. Bíllinn var í eigu Stefáns H. Hilm- arssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs. Fjölmargir áhrifamenn í at- vinnu- og fjármálalífi hafa orðið mjög fyrir barðinu á skemmdarvörg- um að undanförnu. sbs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.