Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir erfiðleika vegna hruns bankanna og kreppunnar sem það hefur framkallað, eru Íslendingar ennþá hamingjusöm þjóð. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Lýðheilsustöð gerði og var til um- fjöllunar á ráðstefnu á vegum Lýð- heilsustöðvar, heilbrigðis-, félags-, menntamálaráðuneytisins, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Velferðarsjóðs barna, um velferð ís- lenskra barna. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar eru þeir sem spurðir voru sammála um mikilvægi þess að mál- efni barnafjölskyldna, barna og ung- menna, verði höfð í forgangi. Í könnuninni kemur fram að ungt fólk á aldrinum 18 til 24 ára telur sig oftar verða reitt nú en skömmu eftir hrun. Um mánaðamótin október/ nóvember í fyrra sögðust 21,3 pró- sent finna fyrir því að verða oftar reið en um 30 prósent sögðust finna oftar fyrir reiði um mánaðamótin maí/júní. Mengi þeirra sem sögðust sjaldnar finna fyrir reiði stækkaði þó einnig á fyrrnefndu tímabili. Um mánaðamótin október/nóvember sögðust 14,7 prósent sjaldnar finna til reiði, en um mánaðamótin maí/ júní var sú tala komin upp í 25 pró- sent. Hamingjan mælist átta að meðal- tali, á skalanum 0-10, samkvæmt könnuninni. Það er svipað og mælst hefur undanfarin tvö ár. Sé horft til síðustu þrjátíu ára hef- ur hamingjan hjá Íslendingum mælst mest árið 2003, þegar hún var tæplega 9 á fyrrnefndum skala. Þá heldur traust ungs fólks á aldr- inum 18 til 24 ára á Þjóðkirkjuna áfram að dvína. Það mældist um 35 prósent um mánaðamótin október/ nóvember en um mánaðamótin maí/ júní mældist traustið um 20 prósent. Traustið á bankakerfinu í landinu hjá sama hópi hefur einnig minnkað mikið eða úr um 5 prósentum í haust niður í ekkert nú. Ennþá hamingjusöm  Niðurstöður rannsókna Lýðheilsustöðvar segja Íslendinga enn hamingjusama þrátt fyrir kreppuna  Fleiri segjast þó reiðast oftar nú en skömmu eftir hrun » Traust á dómskerfinu meira nú en í haust » 20 prósent ungs fólks ber traust til Alþingis » Hamingjan mælist um 8 á skalanum 0-10 » Enginn ber traust til bankakerfisins ALLS hafa 11.136 skráð sig til þátttöku í Reykja- víkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer í dag. Það er svipaður fjöldi og í fyrra, en þá voru hlaupararnir 11.265 talsins. Gert er ráð fyrir að skráningum fjölgi í dag, sérstaklega í Lata- bæjarhlaupið, sem hefst kl. 12.40 í Hljómskála- garðinum með upphitum Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Alls ætla 670 að hlaupa heilt maraþon, þ.e. rúmlega 42 kílómetra. 11.136 SKRÁÐIR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ Morgunblaðið/Eggert BJÖRGUNARSVEITIR Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar komu ferðafólki til aðstoðar í slæmu norðanveðri á svæðinu norðan Vatnajökuls í gærdag. Göngumaður var í vandræðum nærri Gæsavötnum, óttast var um hjól- reiðamann í Dyngjufjalladal og fólk sat fast í bíl við Kistu- fell. Björgunarsveitir í Þingeyjarsýslu voru kallaðar út, en sneru við þegar borist hafði aðstoð frá fólki á svæðinu. Tindarnir eru hvítir „Hér hefur gengið á með éljum í dag en inn á milli er besta veður. Hæstu fjallatindar eru hvítir og hitastig í dag hefur verið um og yfir frostmark,“ sagði Óskar Ing- ólfsson landvörður í Kverkfjöllum í samtali við Morg- unblaðið. Í Kverkfjöllum voru rúmlega 25 manns í fyrri- nótt. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings eru norðanskot eins og það sem gekk yfir í fyrrinótt og gær- dag ekki óalgeng. Á hálendinu geti snjóað á öllum tímum árs, ekki síst á úthallandi sumri. Hann segir engin veðra- brigði þó í kortunum, um helgina hlýni með lægð úr suðri en svo snúist aftur í NA-átt með mildu lofti. Í gærkvöld fóru björgunarsveitarmenn úr Biskups- tungum og Hreppum og sóttu slasaðan mann í fjallaskál- ann við Þverbrekknamúla á Kili. Sá var talinn hafa farið úr axlarlið en var að öðru leyti ekki alvarlega meiddur. Maðurinn var fluttur undir læknishendur. sbs@mbl.is Norðanskot á hálendinu og fólk í vanda statt Morgunblaðið / RAX Herðubreið Veður á NA-hálendinu var rysjótt og fólk lenti í hrakningum, en allir komust þó í áfangastað.  Óttast um fólk  Élja- gangur  Mildu veðri spáð ÍSLENSK stjórnvöld skoða nú að höfða mál á hendur þeim sem stofnuðu til Ice- save-reikning- anna í Bretlandi og Hollandi, Landsbankanum og forsvars- mönnum hans. Þetta staðfesti Steingrímur J. Sigfússon í samtali við mbl.is í gær. Steingrímur sagði ennfremur að reynt yrði eftir fremsta megni að endurheimta sem mest af því fé sem hefði verið lagt inn á Icesave- reikningana og lánað út til fyrir- tækja, hér á Íslandi og erlendis. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagðist ekki geta sagt mikið til um hversu langt málið væri komið. „Ég vil nú ekki tjá mig um þessi mál, en ég get þó staðfest að það [málsókn á hendur forsvars- mönnum Landsbankans, innsk. blm.] er eitt af því sem er í skoðun.“ Málin eru meðal annars í skoðun hjá ríkislögmanni en unnið er að því heildstætt, meðal annars innan fjár- málaráðuneytisins, að kanna með nákvæmum hætti hvernig unnt er að gæta hagsmuna ríkisins sem best. Meðal annars hafa úrræði skattayfirvalda verið efld. Hjá Al- þingi er nú frumvarp til meðferðar sem gerir ráð fyrir heimild skatt- rannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir. Icesave- málsókn könnuð Stjórnvöld vilja skaðabætur Meira á mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave. Steingrímur J. Sigfússon FÓÐURBLANDAN hyggst hækka tilbúið fóður um allt að 4%, misjafnt eftir tegundum. Ástæðan er hækkun á hráefnum erlendis og veikt gengi íslensku krónunnar. Allt fóður sem fyrirtækið selur er íslensk framleiðsla en fyrirtækið notar til sinnar framleiðslu innlend hráefni ásamt innfluttu. Fóður hækk- ar um 4% LÖGREGLU hafa borist nokkrar vísbendingar vegna bruna Land Rover-jeppa við hús við Laufásveg í Reykjavík aðfaranótt sl. þriðjudags. Talið er að kveikt hafi verið í bílnum, en upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna þrjá menn, sem eru sterklega grunaðir um verknaðinn. Menn á stjákli Myndskeið, sem sýnir menn á stjákli við bílinn og húsið, var sýnt á mbl.is og sjónvarpsstöðvunum í gær. Strax í kjölfar þess bárust lögreglu ábendingar. Aðalvarðstjóri treysti sér þó ekki til að leggja dóm á hve bitastæðar þær væru. Rannsóknar- deild myndi vinna úr þeim eins og öðrum upplýsingum sem fyrir liggja. Lögreglan telur að mennirnir þrír, sem grunaðir eru um verknaðinn, hafi verið á bláleitri Audi A6 eða VW Ábendingar vegna bílbruna hafa borist Þrír menn sáust í eftirlitsmyndavélum Meira á mbl.is Kveikt var í Range Rovernum Passat-bifreið. Samkvæmt mynd- skeiðum hafi bifreiðin komið akandi inn Laufásveg frá gatnamótum Bar- ónsstígs og Laufásvegar en síðan snúið við og lagt við sömu gatnamót. Þaðan hafi mennirnir komið gang- andi í áttina að húsinu þar sem um- ræddri Range Rover-bifreið var lagt í innkeyrslu. Þaðan sáust þeir hlaupa í burtu. Síðar komu lögreglu- og slökkvibílar á vettvang en þá var Range Rover-inn orðinn alelda. Bíllinn var í eigu Stefáns H. Hilm- arssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs. Fjölmargir áhrifamenn í at- vinnu- og fjármálalífi hafa orðið mjög fyrir barðinu á skemmdarvörg- um að undanförnu. sbs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.