Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 45

Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 45
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „MINNIR þetta ekki á frumöskr- ið?“segir Orri Huginn Ágústsson leikari, skipuleggjandi listahátíðar Eddu Heiðrúnar Backman á Óð- instorgi á Menningarnótt í dag. Nafnið á hátíðinni, sem Orri vísar í hér að ofan, er sérstaklega líflegt og gáskafullt: Gleðiorg við Óð- instorg. „Gleðiorg“ minnir vissu- lega á frumöskrið, það má alltént fullyrða að það verði organdi gleði á Óðinstorgi þegar hátíðin verður sett kl. 14. Glasamottur og vatnsflöskur „Við höldum hátíðina í nafni söfnunar Eddu Heiðrúnar, Á rás fyrir Grensás, og allir sem þarna koma fram gefa sína vinnu til styrktar söfnuninni og gestir og gangandi geta lagt málefninu lið. Við verðum með söfnun í tjaldi, en seljum líka glasamottur og vatns- flöskur.“ Fleiri leggja gleðiorginu lið, því samtök blómabænda og nemendur Landbúnaðarháskólans ætla að kenna fólki að hnýta blómakransa. „Það geta allir lært að gera þetta og fólk getur í staðinn lagt smá- aura í söfnunina,“ segir Orri. Norræna félagið og Brauðbær sem bæði eiga heima við Óð- instorg eru samstarfsaðilar Gleði- orgsins og leggja fram vinnu. Í húsi Norræna félagsins verður föndurhorn fyrir krakka og Brauðbær verður með veit- ingatjald þar sem veitingar verða seldar við vægu verði. Gleðiorgið ómar um Óðinstorgið allt til kl. 22 í kvöld og dagskráin viðamikil. „Þetta eru frábærir listamenn úr ýmsum geirum. Hilmar Örn Hilmarsson setur dagskrána og spilar músík með Steindóri And- ersen kvæðamanni og Páli á Húsafelli sem kemur með steina- hörpuna sína. Rithöfundarnir Ein- ar Kárason og Þórarinn Eldjárn lesa og Fúlar á móti skemmta.“ Tónlistarmenn úr röðum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands leika, sömuleiðis liðsmenn Félags harmónikkuunnenda og djasstríó Reynis Sigurðssonar, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pét- ursson, Óskar Guðjónsson, KK, Mammút, Lay Low og fleiri. Trúð- arnir Barbara og Úlfar koma líka í heimsókn. „Það má líka nefna það að fyrr um daginn hleypur hópur fólks í maraþoninu og safnar með því áheitum fyrir söfnun Eddu, þar á meðal hópur starfsmanna á Grens- ásdeildinni.“ Gleðiorg við Óðinstorg Lífleg dagskrá við Óðinstorg til styrktar Á rás fyrir Grensás Stórhuga Edda Heiðrún Backman. Edda Heiðrún Backman setti af stað söfnunarátakið Á rás fyrir Grensás til að bæta aðstöðu Grensásdeildar Landspítalans. Að baki söfnuninni standa góðgerðarsamtökin Hollvinir Grensáss. Markmið átaksins er að safna 500 milljónum króna til að auka og bæta aðstöðu deildarinnar með endurbótum á húsnæði, tækjakosti og lóð. Á rás fyrir Grensás Menning 45FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Litla Jólabúðin Íslenskt handverk Laugavegi 8 Sími 552 2412 BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur verið duglegt að senda frá sér bækur í ágústmánuði. Út eru komnar í kilju sög- urnar Rán eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur og Undir kal- stjörnu eftir Sigurð A. Magnússon. Í Undir kal- stjörnu er sögð átakanleg saga drengs sem elst upp í Reykja- vík á kreppuárunum upp úr 1930. Bókin var fyrsta bindið í sjálfsævisögulegu verki Sigurðar og vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst út árið 1979. Einnig eru komnar út í kilju spennusagan Kín- verjinn eftir Henning Mankell og sígilda sagan Frankenstein í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Bókmenntir Rán og Undir kalstjörnu í kilju Undir kalstjörnu. Í DAG verður opnuð í Gallerí Ágústi sýningin Haustsýning í tilefni af því að nú er að hefjast þriðja starfsár gallerísins. Fimm listamenn taka þátt í sýningunni. Á henni eru glæný verk sem unnin eru í ýmsa miðla svo sem ljósmyndir og veggverk, málverk á striga, ál og viðarplötur. Listamennirnir fimm eru: Guðrún Kristjánsdóttir, Hiroyuki Nakamura, Katrín Elvarsdóttir, Marta María Jónsdóttir og Steingrímur Eyfjörð. Listamannahópurinn er fjölbreyttur og verkin sýna vel þá breidd og fersk- leika sem einkennt hefur dagská gallerísins. Nán- ar á: www.galleriagust.is. Myndlist Fimm listamenn á haustsýningu Katrín Elvarsdóttir TVÆR sýningar verða opn- aðar í Galleríi Fold í dag kl. 13. Í forsalnum opnar Haraldur Bilson sýningu á verkum sín- um. Haraldur fæddist í Reykjavík en fluttist til Bret- lands á unga aldri. Hann hefur sýnt víða um heim og má með sanni segja hann alþjóðlegan listmálara sem leggur þó alltaf mikið upp úr íslenskum upp- runa sínum. Í hliðarsalnum opnar Erlingur Jón Valgarðsson (Elli) sýningu á málverkum. Á þessari sýningu hefur Elli lagt náttúruna til hliðar og verur sem hann kýs að kalla hugverur fylla nú strigann. Sýningarnar standa til 6. september. Myndlist Haraldur Bilson og hugverur Erlings Harry Bilson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ opn- ar hús sín á Menningarnótt á milli kl. 14 og 18 í dag og býður gestum og gangandi að kynna sér starfsemina. Áhersla verður lögð á menningar- og Evrópukynningu, boðið upp á beint samband við starfsfólk sendi- ráðs Íslands í Brussel, og sérstök kynning verður á samstarfi ráðu- neytisins við íslenskt menningarlíf í hönnun, myndlist og tónlist. Auður Edda Jökulsdóttir sendifulltrúi hef- ur umsjón með dagskránni. „Eins og á Menningarnótt í fyrra verðum við með góða blöndu af fræðslu og menningu.“ Sýning sem lifir út árið Sýning á samtímamyndlist er einn af stóru viðburðunum í utanrík- isráðuneytinu, hún er unnin í sam- starfi við Listasafn Íslands og Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar og stendur í ár. Hún verður opnuð kl. 14.30. „Þema sýningarinnar í ár er bókin „Icelandic Arts Today“, sem kom út nýlega. Við kynnum á þriðja tug listamanna úr bókinni, á íslensku og ensku. Við fengum fag- menn til að velja bæði þemað og verkin, og það er ný aðferðafræði og skemmtileg nýbreytni fyrir okkur í ráðurneytinu. Verkin eru fjölbreytt, vekja okkur til umhugsunar og eru sum mjög krefjandi. Það koma margir erlendir sendierindrekar í húsið á ári hverju og sjá þá að hér hefur verið byggt upp hátæknivætt menningarsamfélag.“ Utanríkisþjónustan og sendiráðin styðja markvisst við bakið á kynn- ingu íslenskrar menningar erlendis, í samstarfi við Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar, Útflutnings- skrifstofu tónlistarinnar, ÚTÓN, og Hönnunarmiðstöð Íslands. „Hönn- unarmiðstöðin verður með klukku- tíma kynningu þar sem nokkrir hönnuðir kynna þau verk sín sem þeir flytja út. Hönnunarteymið Borðið kemur með leirpottinn sinn, Hörður Lárusson með fánabókina, hönnuðir Kronkron koma með skó og Guðbjörg í Aurum með skart.“ Elísabet V. Ingvarsdóttir hönn- unarsagnfræðingur kynnir íslenska hönnun í ráðuneytinu, en hún var sýningarstjóri sýningarinnar Ís- lensk hönnun 2009 á Kjarvalsstöðum í sumar, með íslenskri hönnun og arkitektúr. „Sú sýning er unnin í samstarfi við okkur og mun ferðast um heiminn á næstu árum. Sendi- ráðin taka þátt í samstarfinu við Hönnunarmiðstöðina og þeirra út- rás. Við viljum koma sýningunni að í hönnunarsöfnum og -galleríum og vinna með fagfólki á hverjum stað.“ Lay Low spilar í ráðuneytinu Anna Hildur Hildibrandsdóttir í ÚTÓN verður líka í utanríkisráðu- neytinu í dag og kynnir samstarfs- verkni tónlistarinnar við ráðuneytið. „Við styðjum t.d. verkefnið Norðrið sem hófst í Þýskalandi í fyrra, en með því viljum við koma því unga listafólki á framfæri, sem er komið með tána inn á Þýskalandsmarkað. Lay Low, sem hóf verkefnið í fyrra, kemur og spilar hér kl. 17 í dag.“ Stórhuga útrás í listum Utanríkisráðuneytið býður til veglegrar dagskrár á Menningarnótt og kynnir samstarf sitt við kynningarmiðstöðvar myndlistar, hönnunar og tónlistar Morgunblaðið/Jakob Fannar Undirbúningur Auður Edda Jökulsdóttir í utanríkisráðuneytinu fylgdist með þegar verið var að hengja upp sýninguna sem opnuð verður kl. 14.30. MENNINGARNÓTT, hver við- burðurinn rekur annan út um allan bæ og glórulaust að ætla sér að upp- lifa allt. Kannski að þessi tillaga geti vísað einhverjum veginn. Kron á Laugaveginum verður upphafsstaður að morgni, því þar er forvitnileg ljósmyndasýning með myndum af þeirri Reykjavík sem fá- ir sjá, bakgörðum og skúmaskotum. Á Laugavegi 13 er kjörið að staldra við hjá Umboðsmanni barna, og sjá teikningar barna á sýningunni Hvernig er að vera barn á Íslandi? Í matarboði með Jörundi Í Þjóðmenningarhúsinu væri gaman að snæða hádegismat af mat- seðlinum úr veislunni sem Magnús Stephensen hélt Jörundi hunda- dagakonungi fyrir 200 árum. Þaðan liggur leið niður að útitafli í Lækjargötu, þar sem framhalds- skólanemar verða með skemmtun með alls konar atriðum, myndlist, tónlist, dansi og fleiru. Það er upp- byggilegt að fylgjast með því sem unga fólkið er að fást við. Blómaskreytingarnar á Óðins- torgi hefjast kl. 14 og þar ætla ég að læra að hnýta krans, engin spurn- ing. Þar verða örugglega líka skemmtileg tónlistaratriði. Til að svala sköpunarþörfinni enn frekar langar mig í Borgarbókasafn- ið milli 14 og 16, því þar verður hægt að föndra eitthvað skemmtilegt úr gömlum bókum og blöðum. Þá passar að mæta við Hafnar- húsið kl. 17 og sjá hvers konar heim Óskar Ericsson ætlar að skapa úr helíumi. Kvöldið fer í stefnulaust rölt um bæinn – hitta fólk, en það passar, áð- ur en flugeldasýningin hefst, að ná dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu kl. 21 eða 22 þar sem dagskrá um Jör- und hundadagakonung verður flutt í tali og tónum. begga@mbl.is Gleðinótt um bjartan dag Liðsmenn Jörundar Hjörleifur Vals- son og Baldur Trausti Hreinsson. Utanríkisráðuneytið býður gest- um Menningarnætur að taka þátt í fjarfundi með fastanefnd Ís- lands gagnvart ESB í Brussel í Sveinsstofu utanríkisráðuneyt- isins. Þar er komið tækifærið til að spyrja fastanefndina spjörunum úr um allt sem viðkemur ESB og samskiptunum við Ísland, til dæmis um viðhorfið til Íslands í Brussel þessa dagana. „Brussel verður í beinum tengslum við okkur og samræð- um á stórum skjá og verður von- andi mjög fjörugt samtal í gangi og líflegar umræður. Við teflum líka fram okkar fólki hér heima sem hefur starfað í Brussel til þess að taka við spurningum.“ Beina línan til Brussel Myndin ætti að vera skylduáhorf banka- starfsmönnum, ég mæli með að ríkisstjórnin sendi nokkra rútufarma í bíó til að sýna þjónustufulltrúum 48 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.