Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Frábært land
til ferðalaga
Ljósifoss
Blanda
Laxá
Krafla
Végarður
Búrfell
Nánari upplýsingar um heimsókn til Landsvirkjunar eru
á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Árangur fyrir alla
28
9
A
•
P
Merktu þína uppáhalds áfangastaði inn á kortið.
Er ekki upplagt að koma við hjá okkur í leiðinni?
Nú fer hver að vera síðastur.
Sýningum okkar fer að ljúka.
Dimmir hratt á draugaslóð í Blöndustöð opið til 23. ágúst
Andlit Þjórsdæla í Búrfellsstöð opið til 23. ágúst
Afl úr iðrum jarðar í Kröflustöð opið til 7. sept
Hvað er með Ásum? í Laxárstöð lokað
List Kristjönu Samper í Ljósafossstöð opið til 23. ágúst
Orkan frá Kárahnjúkum í Végarði opið til 30. ágúst
Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Aðgangur er ókeypis.
TÍU skilti með fræðslu um bann við
akstri utan vega verða sett upp á
leiðum inn á hálendið og áróðri dreift
með bæklingum og stýrisspjöldum í
bílaleigubílum samkvæmt samningi
sem Vegagerðin, tryggingafélög og
bílaleigur undirrituðu í gær. Sam-
starf þetta er árangur af vinnu sam-
ráðshóps um fræðslu gegn akstri ut-
an vega sem umhverfisráðherra
skipaði í upphafi árs.
Fyrr í sumar gáfu Umhverf-
isstofnun og umhverfisráðuneytið út
bækling á fjórum tungumálum sem
var dreift m.a. á bílaleigum og al-
gengum ferðamannastöðum. Há-
lendiseftirlit, samstarf Slysavarn-
arfélagsins Landsbjargar, lögreglu,
Umhverfisstofnunar og Landhelg-
isgæslunnar fór af stað í sumar. Þá
hefur Umhverfisstofnun búið til sér-
stök eyðublöð og leiðbeiningar fyrir
t.d. landverði til að skrá og tilkynna
akstur utan vega til lögreglu og Um-
hverfisstofnunar. Einnig hefur boð-
skap gegn akstri utan vega verið
komið á framfæri með fræðsluefni
sem fylgir flestum bílaleigubílum.
Loks hefur upplýsingum um akstur
utan vega verið komið á framfæri á
vefsvæði Umhverfisstofnunar: um-
hverfisstofnun.is.
Hægt er að skoða myndir af
skemmdum í náttúru Íslands af
völdum aksturs utan vega á heima-
síðu Umhverfisstofnunar.
Barist gegn utanvegaakstri
Í HNOTSKURN
»Umhverfisráðuneytiðvinnur einnig að því í
samvinnu við Vegagerð-
ina, Landmælingar, Um-
hverfisstofnun og viðkom-
andi sveitarfélög að
skilgreina vegi á hálendi
Íslands.
»Markmiðið með þeirrivinnu er að eyða
óvissu um hvaða slóða
megi aka og hvaða slóðar
hafi verið myndaðir í
óleyfi.
FJÓRIR útlendir karlmenn voru
dæmdir, í þrjátíu daga fangelsi hver,
í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni
fyrir að framvísa röngum vegabréf-
um á Keflavíkurflugvelli. Komu þeir
til landsins 13.-17. ágúst og voru
handteknir við komuna.
Fimmtudaginn 13. ágúst var 24
ára karlmaður frá Sómalíu handtek-
inn eftir komu með flugi frá Osló.
Maðurinn var á leið til Torontó og
framvísaði norsku vegabréfi.
Föstudaginn 14. ágúst var 25 ára
karlmaður frá Sierra Leone hand-
tekinn eftir komu með flugi frá
Frankfurt. Sá var einnig á leið til To-
rontó í Kanada og framvísaði fölsuðu
kanadísku vegabréfi.
Laugardaginn 15. ágúst var 28 ára
karlmaður frá Íran handtekinn eftir
komu með flugi frá Helsinki. Sá
framvísaði fölsuðu dönsku vegabréfi.
Mánudaginn 17. ágúst var 26 ára
karlmaður frá Írak handtekinn eftir
komu með flugi frá Osló. Sá framvís-
aði fölsuðu tyrknesku vegabréfi.
Hver um sig var dæmdur í 30 daga
fangelsi. Að auki var hverjum hinna
dæmdu gert að greiða verjanda tæp-
lega 84 þúsund krónur.
Frá áramótum hefur á þriðja tug
manna verið handtekinn við komu til
landsins í Leifsstöð með fölsuð eða
stolin skilríki. Að lokinni afplánun er
viðkomandi sendur til síns heima eða
upprunalands.
Morgunblaðið/ÞÖK
Leifsstöð Margir hafa verið teknir
þar undanfarið með fölsuð vegabréf.
Framvísuðu
röngum
vegabréfum
í Leifsstöð
Eiga þriðjung
almennra krafna
Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vill
koma því á framfæri að við vinnslu
aðsendrar greinar sem birtist í
Morgunblaðinu í gær slæddist inn sú
villa að íslenskir lífeyrissjóðir myndi
þriðjung almennra kröfuhafa bank-
ans. Þar átti að koma fram að ís-
lenskir fjárfestar, þar á meðal lífeyr-
issjóðir, eigi um þriðjung almennra
krafna.
LEIÐRÉTT