Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 með Björgu og fengið að vera henni samferða öll þessi ár. Æðruleysið og baráttuþrekið er okkur hvatning og fyrirmynd. Björg var glæsileg kona gædd reisn sem hún hélt allt til síð- asta dags. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kæri Haukur, þér, sonum ykkar Bjargar, Rúnu og öðrum aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks og HSSA, Ásgerður, Ester og Guðrún. „Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast.“ Þessi fleygu orð skáldsins verða mér hug- stæð þegar vaskleg barátta Bjargar Svavarsdóttur er á enda. Það húmar vissulega að í hugarranni þegar hún Björg hefur sofnað inn í hásumarið. Það fylgdi sumarylur öllum sam- fundum, vermandi gjöfult viðmót, veitult hugarþel, hlýja hjartans. Þetta voru hennar aðalsmerki. Hug- ur leitar til horfinna stunda á heimili þeirra Hauks frænda míns þar sem ferðalangi var alltaf tekið opnum örmum á flakki hans um hið víð- feðma kjördæmi. Þar var hinn vísi gististaður, þar var reisn og rausn í ranni, en fyrst og síðast þessi ljúfa elskusemi sem brá lit sínum og ljóma á allt. Þetta allt skal þakkað á klökkri kveðjustund. Hjá henni Björgu áttu gleðin og alvaran sína skíru og skæru tóna, glaður hlátur, geislandi bros, mikil og góð mála- fylgja, um skýrar skoðanir hennar velktist enginn í vafa, traust var hún í hvívetna og trúmennska einkenndi öll verk hennar. Hún átti einkar góða og gefandi eiginleika og ætt- arfylgjur góðar sem reyndust henni ágætavel á lífsins leið. Mikla og góða þökk á hún í hjarta mínu fyrir það hve vel hún reyndist mér í alúðar- hlýjum viðtökum sínum alltaf og æv- inlega, ef mig bar að hennar garði, en vissulega sækir að söknuður yfir að hafa ekki rækt vináttuna betur í áranna rás. Hversu erfið var barátta hennar um árin mörg en vondjörf gekk hún þar á mót og hafði vissu- lega marga verðskuldaða sigra og nú eiga vel við orð skáldsins, sem vitnað var til í upphafi. Sár harmur er nú kveðinn að Hauk, mínum ágæta frænda og sonum hans, móður henn- ar og öðrum aðstandendum. Þeim öllum sem áttu hana Björgu að send- um við Hanna einlægustu samúðar- kveðjur. Við leiðarlok gjörir maður sér bezt grein fyrir því hversu ofurdýr- mæt manni eru kynni af slíkri önd- vegiskonu sem hún Björg var. Hug- umhlýju þakklæti mínu vafin er hennar munabjarta minning. Helgi Seljan. Kæra góða vinkona. Þín er ljúft að mega minnast mikið gott var þér að kynnast og gaman var að fá að finnast og festa vináttunnar bönd er við tókumst hönd í hönd. (G.J.) Nú skiljast leiðir. Ég minnist þín með ljúfri þökk í hjarta og um leið sárum söknuði. Við Ellert áttum margar skemmtilegar og gefandi stundir með ykkur Hauki og þær geymast í minni og veita huggun á erfiðri stundu. Þú gafst þeim sem umgengust þig svo mikið. Þú varst ávallt jákvæð og glöð, meira að segja á þessum erfiðu og oft á tíðum kvala- fullu stundum undir lokin. Þú kvart- aðir aldrei en sást alltaf birtu og gleði í öllu. Elsku Björg. Ég þakka þér fyrir kynnin og samveruna og glettna brosið þitt mun alltaf lifa í minning- unni. Þegar komstu þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni, ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (G.J.) Elsku Haukur, Binni, Valdi, Stjáni og aðrir aðstandendur. Megi Guð styrkja ykkur. Erna. Fallin er frá fyrir aldur fram hjartkær æskuvinkona okkar og fermingarsystir, Björg Svavarsdótt- ir. „Sá sem kveður vin sinn finnur fyrir endanleika lífsins“ (Vigdís Grímsdóttir, Grandavegur 7). Þessi tilvitnun sem blasti við okkur í Fréttablaðinu 15. ágúst öðlaðist svo sannarlega meiningu þennan dag. Dagurinn var hlýr, mildur og hljóður og á einhvern hátt umvefjandi eins og Björg var sjálf í lífi sínu og starfi og áralangri vináttu sinni við okkur sem aldrei bar skugga á. Við þrjár bundumst vináttuböndum í Barna- skólanum á Höfn og þessi vináttu- bönd rofnuðu aldrei. Þegar við hitt- umst gátum við alltaf tekið upp þráðinn á ný og fundið þessar sömu tilfinningarnar í brjóstum okkar sem mynduðust í æsku. Tregi og hryggð gagntaka huga okkar á þessari stund þó að þessi málalok komi vissulega ekki á óvart eftir að hafa fylgst með áralangri þrautseigju Bjargar í átökum við ill- vígan sjúkdóm. Þar sýndi hún dæmafáa stillingu og hugprýði. Lífs- leikni heitir ein af nýlegri náms- greinum grunnskólanna, sem meðal annars felst í því að lifa til fulls á hverri líðandi stund og temja sér já- kvæðni og hugarró. Segja má að Björg okkar hafi haft þessa gáfu inn- byggða frá fyrstu tíð. Minningarnar hrannast upp, bernskuheimili Bjargar var fyrst í Odda á Höfn, auk foreldra og systk- ina bjuggu þar afi, amma, ömmu- systir og móðurbræður. Þar var vissulega um að ræða sannkallað „lífsleikniheimili“ í mjög jákvæðri merkingu þess orðs. Alltaf var tími og rúm fyrir mannlegu þættina og skapandi hugsun og handverk var í hávegum haft. Fram í hugann koma orð eins og sköpunargáfa, hógværð, rósemi, umburðarlyndi og síðast en ekki síst fordómaleysi. Líðandi stund var nýtt til fulls og gestum og gangandi gefin hlutdeild í því. Án efa var þetta veganesti Bjarg- ar úr foreldrahúsum mikilvægur hornsteinn þess æðruleysis sem hún sýndi gagnvart sjúkdómi sínum. Björg hafði þann einstaka hæfileika að geta endalaust gefið öðrum af sér bæði í gleði og sorg. Ævifélaginn Haukur Helgi Þorvaldsson stóð sem klettur við hlið hennar í blíðu og stríðu. Drengirnir þeirra Binni, Valdi og Stjáni og síðar tengdadæt- urnar og barnabörnin voru auga- steinar Bjargar. Það var yndislegt að heyra hana tala um þau og sjá hve samböndin voru ræktuð af mikilli hlýju og hjartagæsku. Björg sinnti öllum störfum sínum af alúð jafnt heima og að heiman. Hún starfaði með öldruðum og sjúk- um, við kennslu og við afgreiðslu- störf, svo fátt eitt sé nefnt. Það var sama hvað hún fékkst við, allt lék í höndunum á henni. Björg naut þess að skapa og var alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum, hún prjónaði, saumaði, heklaði og föndraði af mik- illi list og fengu vinir og vandamenn að njóta þess í ríkum mæli. Björg var yndisleg manneskja og auðgaði líf samferðamanna sinna. Við viljum þakka henni samfylgdina að leiðarlokum, biðja góðan Guð að leiða hana á land ljóssins og biðja um blessun og hjálp fyrir syrgjandi ást- vini. Megi allar góðar minningar verða styrkur. Margrét Sigurðardóttir og Guðrún Eiríksdóttir. Enn á ný erum við minnt á það með óþyrmilegum hætti að lífið er hverfult. Með sorg og söknuð í hjarta kveðjum við vinkonu okkar Björgu er á brott var kölluð úr þessum heimi eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þá baráttu háði hún eins og henn- ar var von og vísa með æðruleysi og hetjuskap. Elsku vinkona, við viljum þakka þér með þessum fátæklegu orðum fyrir alla góðu stundirnar sem við höfum átt saman, alla hjálpsemina, dugnaðinn og hugulsemina og mun- um við ylja okkur við þær minningar í framtíðinni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Haukur, Guðrún, Binni, Valdi, Stjáni og fjölskyldur. Megi guð og allar góðar vættir vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum Ólöf, Jóhann og fjölskylda. Ég er afskaplega stoltur af því að hafa fengið að kynnast henni Björgu, svo góðri, sterkri, glað- beittri, djúpri og örlátri manneskju sem barðist af hugrekki við illvígan sjúkdóm. Í mínum huga er hún fyrst og fremst hetja. Björg er ekki lengur á meðal vor, og því verðum við víst að láta okkur nægja sögurnar hans Hauks. En hún sáði svo jákvæðum fræjum allt um kring að minningin um hana mun lifa og blómstra um tíð og tíma. Ég þekki fáa ríkari en þá sem fengu að kynnast henni. Það er með samhryggð og sorg sem ég hugsa til ykkar sem elska hana. Það er með söknuði sem ég kveð hana. En það er með hamingju í hjarta sem ég hugsa til þess að hún muni aldrei nokkurn tímann gleym- ast. Hvíl í friði, elsku Björg mín. Hvíl í friði. Þinn, Ýmir. Elsku Björg mín. Nú ertu farin frá okkur alltof snemma eftir hetju- lega baráttu. Okkar kynni hófust fyrir 5 árum er við urðum herbergisfélagar á Sól- heimum í orlofsviku í boði Bergmáls. Kolbrún formaður Bergmáls vissi hvað hún var að gera þegar hún valdi þig fyrir herbergisfélaga minn og var það mikil gæfa fyrir mig. Þú varst alltaf svo blíð og góð, róleg og yfirveguð og góður hlustandi og gat ég talað við þig um allt sem mér lá á hjarta. Hjá Bergmáli kynntumst við góðu fólki sem við höldum vinskap við enn þann dag í dag og er þar Bergmál sameiningartákn okkar. Svo þegar þið Haukur fóruð að koma við hjá okkur á leið austur eða suður og við Eggert að heimsækja ykkur á Hornafjörð þá styrktust vináttu- og fjölskylduböndin enn meira er við kynntumst strákunum ykkar og barnabörnunum sem þú varst svo stolt af. Mikið var gott að koma til ykkar á hlýlegt heimilið, spjalla um tónlist og önnur hugðarefni og þiggja veitingar og þar stendur upp- úr humarsúpan góða. Þú varst mikil handavinnukona og dáðist ég að því sem þú prjónaðir á þig og barna- börnin og eins naut ég góðs af því. Elsku Björg mín, þú hafðir svo mikið að lifa fyrir og mikið að gefa. Frábær manneskja og vinur sem er sárt saknað. Elsku Haukur, Binni, Valdi, Stjáni og fjölskyldur, guð geymi ykkur og styrki í sorg ykkar. Lilja Guðmundsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNS INGIMUNDARSONAR, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi. Geirlaug Jóhannsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Þórður Jóhannsson, Aline N. Vigneron og barnabörn. Ragnheiður Egils- dóttir er öll. Í lok síð- ustu viku barst okkur, fyrrum starfsfélögum hennar, sú þungbæra frétt, að hún hefði and- ast á heimili sínu að kveldi þess 13. ágúst sl. eftir stutta en erfiða sjúkra- legu. Ragnheiður réðst til Krabba- meinslækningadeildar Landspítal- ans, sem móttökustjóri í september 1985 og sinnti hún því vandasama verkefni að taka á móti sjúklingum deildarinnar og aðstandendum þeirra af alúð, en frá maí 1986 til október 1994 starfaði hún sem læknaritari á Krabbameinslækningadeild. Á þessum árum urðu miklar breyt- ingar á starfsháttum og öllu umfangi krabbameinslækninga á Landspítal- anum, er leiddi til þess að deildin varð á fáum árum ein af stærri starfsein- ingum sjúkrahússins með umfangs- mikilli göngudeildarþjónustu, þar sem sinnt var geisla- og lyfjameðferð krabbameinssjúkra ásamt eftirliti þeirra, sem meðferð höfðu fengið, stutt af legudeild fyrir þá sem veik- astir voru. Kröfðust breytingarnar stöðugt aukins rýmis, er leiddi m.a. til byggingar K-byggingar Landspítal- ans, sem tekin var í notkun að hluta til 1989. Á slíkum uppbyggingar- og um- brotatímum var þörf fyrir kröftugan, áhugasaman og samhentan hóp starfsmanna, er tryggt gat, þrátt fyr- ir stöðugar breytingar á verklagi, að ekkert færi úrskeiðis, er sneri að vel- ferð og öryggi sjúklinganna. Reyndi þá mikið á allt starfsfólk deildarinnar og þá ekki síst læknaritarana, er héldu utan um og flokkuðu allar þær upplýsingar, sem sneru að deildar- starfinu og sjúklingum deildarinnar. Sinntu þær frábæru starfi, oft við erfiðar aðstæður, m.a. vegna vaxandi verkefna og mannfæðar. Var Ragn- Ragnheiður Egilsdóttir ✝ Ragnheiður Egils-dóttir fæddist í Reykjavík 20. júlí 1946. Hún lést á heim- ili sínu 12. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. ágúst. heiður þar í fylkingar- brjósti. Var hún af- burðastarfskraftur, gekk til allra verka af dugnaði og man ég aldrei til þess að kvart- að hafi verið þrátt fyrir að vinnudagur hafi verið langur og álag mikið. Átti hún létt með að aðlagast nýjum verkþáttum er fylgdu auknum verkefnum, enda ein þeirra sem unnu af áhuga að þró- un þeirra. Var hér í reynd um frumkvöðla- störf að ræða, sem seint verða þökk- uð. Ragnheiður var félagslynd, gladd- ist með glöðum og leið okkur öllum vel í návist hennar. Haustið 1994 fluttist hún með fjöl- skyldu sinni austur á Breiðdalsvík á vit auðnu og ævintýra, fékk þá árs- leyfi frá störfum, en ekki varð af end- urkomu á deildina þótt hugur hennar hefði á tímabili staðið til þess. Góðs starfsfélaga er sárt saknað. Lárusi, eiginmanni hennar, sonum þeirra, Erni bróður hennar og fjöl- skyldum þeirra sendum við samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd fyrrverandi starfs- félaga, Þórarinn E. Sveinsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina. Það vita fáir, vinur minn, hve vel þú afbarst sjúkdóm þinn. Þú lést sem allt þér líki í hag, þú lifðir sérhvern glaðan dag. Þann elskar Guð, sem ungur deyr, og andar Drottins mildi þeyr. Sem vanga hans og vermir hlýtt, uns vaknar aftur lífið nýtt. Það huggun er og harmabót, að hvert sem liggja vegamót, við sjáumst aftur seinna þar, í sæluríki unaðar. (Aðalst. Aðalst.) Guðlaug Dolla Pétursdóttir og börn. Kveðja frá Austfjarða- prófastsdæmi Sólarylur umfaðmar minningu um góðan, grandvaran og dyggan liðsmann kirkju og samfélags á Djúpavogi. Þegar upp er staðið er það mann- eskjan og það sem frá hjartanu streymir af kærleika og umhyggju fyrir samferðafólki. Fyrir því var ríkulega fundið í fari og störfum vin- ar. Um langt árabil var hann í hér- Elís Þórarinsson ✝ Elís Þórarinssonfæddist á Star- mýri 7. desember 1915. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 12. ágúst sl. og fór útför hans fram frá Djúpavogs- kirkju 19. ágúst. aðsnefnd prófasts- dæmisins og fulltrúi á héraðsfundum. Stólpi í heimabyggð, organisti og öflugur liðsmaður í kirkjustarfi. Öllum störfum sinnt af ein- drægni og trú- mennsku. Þar fór sannarlega maður sem naut virðingar og trausts. Samfundir innihaldsríkir. Brosið breiða og hlýja greyptist í huga og hjarta. Að fá að eiga samleið með slíkum manni eru for- réttindi og gerir mikilvægt starf kirkjunnar léttara og gleðiríkara. Guði þökkum við góðan dreng, óeigingjarnt framlag og þá hug- þekku minningu sem hann skilur eft- ir. Davíð Baldursson prófastur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.