Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, gekkst í gær undir aðgerð á Landspítalanum vegna axlar- brots. Forsetinn féll af hestbaki í útreiðartúr ná- lægt Borgarvirki í Húnaþingi á þriðjudagskvöld. Forsetinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspít- alann. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að aðgerðin hafi gengið vel. Óvíst er hve lengi Ólafur Ragnar dvelur á spítala. Forsetinn gekkst undir aðgerð Ólafur Ragnar Grímsson Á ÞESSU hausti eru nemendur í grunnskólum í Reykjavík rúm- lega 14.000, þar af eru um 13.600 í skólum í rekstri Reykjavík- urborgar og um 400 í sjálfstætt starfandi grunnskólum. Rúmlega 1.300 börn eru að stíga sín fyrstu skref í skóla. Nemendur í skólum borgarinnar eru um 300 færri en haustið 2008. Heildarfjöldi starfs- manna í grunnskólum Reykjavík- urborgar er um 2.500 í um 2.100 stöðugildum eða svipaður og síðustu árin. Vel hefur gengið að manna stöður í skólunum en um þessar mundir er auglýst eftir fólki í nokkr- ar stöður skólaliða. Árbæjarskóli fjölmennastur Fjölmennasti grunnskóli Reykja- víkurborgar er Árbæjarskóli með 725 nemendur, en fámennastur er Ártúnsskóli með 152 nemendur. Sjö grunnskólar borgarinnar eru með fleiri en 500 nemendur og 13 skólar með 300 nemendur eða færri. Þrír grunnskólar eru í byggingu; Sæ- mundarskóli, en bygging hans er komin vel á veg og gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í hluta nýbygging- arinnar nú í haust. Bygging Norð- lingaskóla er komin styttra á veg. Þá er hafin bygging skólahúsnæðis í Úlfarsárdal sem upphaflega var ætl- að eingöngu fyrir leikskóla, en til að byrja með verður byggingin nýtt fyrir starfsemi leikskóla, yngri bekki grunnskóla og frístundaheimili. Fjöldi nemenda á stöðugildi hvers kennara er um 11 og hefur verið svipaður undanfarin ár. Meðalfjöldi nemenda í bekk er 20,8 og hefur hann verið svipaður í fjölda ára. Gengur vel að manna 14 þúsund nemendur í grunnskólunum Í LJÓSI þeirrar háværu umræðu sem var um inngöngu nemenda í framhaldsskóla í vor og nýrra sam- ræmdra könnunarprófa að hausti, fer stjórn Heimilis og skóla – lands- samtaka foreldra fram á það við menntayfirvöld að þau gefi skýr skilaboð um hvernig staðið verði að inntöku nýnema í framhaldsskóla næsta vor. Þetta kemur fram í álykt- un frá félaginu. Skýr skilaboð um inntöku „AUÐVITAÐ er þetta frekar fúlt, en í staðinn vonumst við bara til að enn fleiri láti sjá sig á hrútaþuklinu í Sævangi á laugardaginn,“ segir Arnar S. Jónsson í samtali við strandir.is. Bændahátíð og þuklara- balli, sem efna átti til í kvöld, hefur verið aflýst vegna ónógrar þátt- töku. Hins vegar verður efnt til landsmóts í hrútadómum í Sæ- vangi, sem stundum hefur líka ver- ið nefnt meistaramót í hrútaþukli og jafnvel heimsmeistaramót. Landsmót í hrútadómum var fyrst haldið haustið 2003 en það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur að uppákomunni. Keppt er í flokki vanra og óvanra þuklara og vegleg verðlaun veitt þeim þremur sem bestum árangri ná. Þuklaraballi aflýst vegna lítils áhuga AÐEINS 31 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgar- svæðinu 14.-20. ágúst. Að með- altali var 38 kaupsamningum þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði. Á sama tímabili í fyrra voru kaupsamningarnir 67 talsins og árið 2007 voru þeir 222. Í vikunni sem er að líða voru 25 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildar- veltan var 868 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28 millj- ónir króna. Þremur kaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum 14.-20. ágúst. Á sama tíma var 8 kaup- samningum þinglýst á Akureyri. Engum kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu á tíma- bilinu, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Fáum kaupsamn- ingum var þinglýst Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti tvíhliða fundi með öllum þátttakendum í utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var hér á landi í gær. Hann fór þar sérstaklega yfir stöðu Icesave-málsins. Össur kynnti ráðherrunum stöðu málsins á Alþingi og fór rækilega yfir þær breyt- ingartillögur sem fjárlaganefnd hefur orðið sammála um. Össur greindi frá þessu við setningu blaðamanna- fundar í Eldborg við Svartsengi að loknum ráðherra- fundinum í gær. Auk Össurar sátu blaðamannafundinn þeir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands og Maris Riekstins, utanríkisráðherra Lettlands. Össur sagði að það hafi e.t.v. borið hæst á ráðherra- fundinum að Carl Bildt fór yfir áherslur Svía sem for- ysturíkis í Evrópusambandinu (ESB), einnig umsókn Íslands um aðildarumsókn Íslands að ESB, stöðu hennar og möguleika. Einnig voru efnahagsmál rædd, en víðar en á Íslandi kreppir að í þeim efnum, að sögn Össurar. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, minntist á aðildarumsókn Íslands að ESB og kvaðst vera þess fullviss að Evrópa yrði betri fyrir alla Evrópubúa með sterkari norrænni rödd. Hann kvaðst telja að Ísland myndi styrkja þá rödd og aðild þess að ESB myndi styrkja og dýpka norrænt samstarf. „Við höfum lýst yfir samstöðu okkar með Íslandi þegar það tekst við efnahagserfiðleikana sem það nú glímir við,“ sagði Bildt. Aðspurður um norrænu lánin til Íslands sagði Össur að hann hafi rætt málið ítarlega við Carl Bildt. „Hann taldi að málið væri það vel á vegi statt að ekki væri ástæða til að óttast um afdrif þess,“ sagði Össur. Hann sagði að menn hafi verið bjartsýnir á niðurstöðuna, en allir bíði eftir niðurstöðu Alþingis. Carl Bildt sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sé nú að aðstoða hóp landa í efnahagserfiðleikum og þeirra á meðal séu t.d. Ísland og Lettland. Hann benti á að það sé einungis á einu svæði í heiminum þar sem AGS er að aðstoða ríki í vanda að nágrannar komi einnig til liðs við áætlanir AGS og leggja fram aðstoð. Það sé á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðinu og sé til marks um samstöðu þjóða á þessu svæði. Utanríkisráðherrar Eistlands og Lettlands, þeir Ur- mas Paet og Maris Riekstins, nefndu báðir að um þessar mundir eru liðin 18 ár frá því að lönd þeirra endurheimtu sjálfstæði sitt. Báðir nefndu sérstaklega þakklæti þjóða sinna til Íslands fyrir að hafa fyrst ríkja viðurkennt endurheimt sjálfstæði þessara ríkja. Áhyggjur af Afganistan og Sri Lanka Á fundinum var m.a. rætt um kosningarnar í Afgan- istan. Össur sagði að ráðherrarnir hafi ákveðið að koma á framfæri áhyggjum sínum af því að svo virðist sem núverandi forseti Afganistan hafi leitt í lög ákvæði sem í raun feli í sér ofbeldi gagnvart konum. Utanríkisráðherrarnir samþykktu einnig yfirlýsingu þar sem þeir lýstu þungum áhyggjum sínum vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem eru á vergangi á Sri Lanka. Þeir skora á stjórnvöld á Sri Lanka að bregðast við ástandi mannúðarmála „og að taka taf- arlaust þátt, með ábyrgum hætti, í víðtækum samn- ingaumleitunum vegna stjórnmálaástandsins“. Utanríkisráðherrum kynnt staða Icesave Carl Bildt sagði Norðurlönd og Eystrasaltið eina svæðið í heiminum þar sem nágrannalönd leggja lið auk áætlana AGS Morgunblaðið/Ómar Nágrannar Utanríkisráðherrar fjögurra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sátu fyrir svörum að loknum fundi. MEIRIHLUTI kennara við Landa- kotsskóla skilar auðu í þeim deilu- málum sem eru uppi innan skólans. Fjölmiðlum barst í gær yfirlýsing frá kennurum þar sem uppsögn Fríðu Regínu Höskuldsdóttur skólastjóra er hörmuð og hún sögð setja skóla- starf í upplausn. Aðeins fjórir kenn- arar af fjórtán sem starfa við skól- ann skrifuðu undir. „Hinir tíu kennara standa við deil- una,“ segir Guðbjörg Magnúsdóttir, varatrúnaðarmaður kennara. Skv. heimildum Morgunblaðsins mun rík- ur vilji vera meðal kennara að leggj- ast á árar með skólanefndinni, að leysa þann fjárhagsvanda sem skól- inn er í með víðtækum aðhaldsað- gerðum. Landakotsskóli fær frá borginni fyrir hvern nemanda 75% þeirrar upphæðar sem borgin greið- ir opinberum skólum. Það sem uppá vantar þarf skólinn sjálfur að brúa. sbs@mbl.is Meirihluti kennara skilar auðu Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.