Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 26
26 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Þ órarinn Eldjárn rithöf- undur er sextugur í dag. Nýtt smásagnasafn hans, Alltaf sama sag- an, kemur út um leið og geymir ellefu sögur. Um titilinn seg- ir Þórarinn: „Úlfur sonur minn sendi mér þetta nafn í sms. Hann var með handritið til yfirlestrar og ég hélt fyrst að þetta væri svona beinskeytt krítík og brá nokkuð við. En ég hafði sem sé líka beðið hann að huga að titli og þetta reyndist vera hans tillaga sem mér leist strax mjög vel á. Titillinn gefur í skyn annað hvort mjög einhæfa bók eða einhæfan höfund, nema hvort tveggja sé. Ég áræddi að nota hann af því að ég held að sögurnar í bók- inni séu nokkuð fjölbreytilegar. Alltaf sama sagan er sjötta smá- sagnakverið mitt. Þessar sögur eru eins og ég nefndi nokkuð marg- víslegar en sverja sig þó um margt í ætt við ýmislegt sem ég hef áður lát- ið frá mér fara. Þetta er líka sami höfundur. Smásagnaformið er mjög heillandi og að ég tel heppilegt til brúks í dagsins önn.“ Eins og ættarmót Fyndni er yfirleitt áberandi í verkum þínum en það er oft heil- mikil alvara í henni. Hvað er það sem heillar þig við þetta sambland af gamansemi og alvöru? „Það er svo sem ekkert sérstakt sem heillar mig. Þetta er bara svona. Þarna á þessum mörkum er mitt kjörlendi. Þarna finn ég maðka og lirfur og efni í hreiður og næ að verpa ef ég er látinn í friði og ekki fældur upp.“ Ein sagan er um skáldmæltan hund. Hvernig kom hugmyndin að henni til þín? „Hana fékk ég beint frá Pöddu, tíkinni hans Stefáns heitins Jóns- sonar, fréttamanns, alþingismanns og rithöfundar. Hún tók upp á þessu á tímabili að yrkja í sífellu gegnum hann. Þaðan er hugmyndin þó sagan stefni síðan beint á aðrar slóðir.“ Ljóðin þín hafa notið mikilla vin- sælda og ekki er langt síðan kvæðasafn þitt kom út í mikilli bók. Stundum er sagt að þjóðin sé mikið til hætt að lesa ljóð en það á ekki við um ljóðin þín. „Já, hann kom út í fyrrasumar þessi mikli múrsteinn, allar ljóða- bækur mínar, átta talsins, spyrtar saman og aukið við úrvali úr fimm barnaljóðabókum. Á sjötta hundrað blaðsíður og meira en fjögur hundr- uð ljóð. Þetta var eins og ættarmót þar sem saman koma ýmsir ættliðir úr sömu fjölskyldu og byrja að ræða málin sín á milli og rifja upp gömul kynni og jafna gamlar sakir. Það gladdi mitt gamla hjarta hvað þessu var vel tekið af almennum les- endum. Útbreiðslan hleypur á þús- undum, enda hafði bókin útlitið með sér.“ Erfitt að skrifa Þú virðist skrifa af miklu áreynsluleysi, kemur þessi léttleik- andi stíl auðveldlega til þín? „Ef svo virðist verð ég að segja að ekki er allt sem sýnist, því miður. Mér finnst erfitt að skrifa. Mér finnst það ekki létt. Ef það lítur út fyrir að hafa verið auðvelt þá hefur mér tekist að beita einhverri blekk- ingu. Það er auðvitað árangur út af fyrir sig. Þetta held ég að sé reynsla mjög margra höfunda.“ Hefurðu einhvern tímann spurt þig af hverju þú sért ekki að gera eitthvað annað en að skrifa? „Þótt þetta sé ekki auðvelt starf þá er sköpunin sjálf mjög gefandi og henni fylgja alls konar áhugaverðar pælingar og skringilegur undirbún- ingur. Rithöfundar eiga aldrei frí. Það er alltaf eitthvað mallandi í hug- anum og maður getur rekist á hug- myndir hvar sem er. En auðvitað lít ég stundum um öxl eins og ég býst við að allir geri sem varið hafa lung- anum úr ævinni í tilteknu starfi, og spyr sjálfan mig: Af hverju fór ég í þetta starf og hvað ef ég hefði nú fengist við eitthvað allt annað? Það er náttúrlega tilgangslaust að velta því fyrir sér, en jafnvel tilgangs- leysið hefur tilgang þegar ritstörf eru annars vegar.“ Af hverju fórstu í þetta starf? „Ég fylgdi draumi og leitaði lags. Ég var lengi framan af alls ekki viss um að ég hefði neitt í þetta en fann svo að það var lag. Eftir það varð ekki aftur snúið. Og mér hefur vegn- að vel.“ Vönduð manneskja Bókin er tileinkuð móður þinni, Halldóru Eldjárn, sem lést í fyrra. Hvernig kona var hún? „Móðir mín var afskaplega vönd- uð manneskja og vel gefin eins og allir vissu sem þekktu hana. Hún var lítið fyrir að trana sér fram eða hafa sig í frammi. Hún fór ekki með látum og fyrirgangi. Kannski er best að lýsa henni með því að segja: Hún var einstaklega prúð í allri sinni framgöngu og til orðs og æðis, umhyggjusöm og trygg. Það er sú birtingarmynd sem er efst í huga af- komendanna.“ Heldurðu að það hafi verið erfitt fyrir konu eins og hana að vera á sínum tíma í sviðsljósinu sem for- setafrú? „Ég held að það hafi ekki verið neitt sem hún sóttist eftir eða gekkst upp í og þótti merkilegt eða frábært en hún kvaldist heldur ekk- ert yfir því. Hún leit á þetta sem hvert annað starf sem henni hafði verið falið. Hún leysti það af trú- mennsku eins og allt sem hún tók að sér.“ Hvernig var fyrir ykkur systk- inin að vera forsetabörn, manni finnst næstum því eins og þið hafið ekki vitað af því? „Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu áratugum með því að til hef- ur orðið séð og heyrt kúltúr. Af miklum vanefnum hefur verið reynt að berja saman íslensku þotuliði og þekktu fólki, „kändisum“ eins og það er kallað á sænsku. Slíkt var ekki til frekar en alvöru glæpamenn þarna á sjöunda og áttunda áratugn- um. Þetta var bara ekkert merki- legt. Einhver varð að taka að sér þetta forsetastarf og alveg ástæðu- laust að það ætti að breyta ein- hverjum ósköpum fyrir börnin. Ég fylgdi draumi Rithöfundurinn „Kosturinn við rithöfundarstarfið er sá að það er ekki hægt að verða atvinnulaus.“ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is » Það er ekki margtsem ég hefði endi- lega viljað hafa öðruvísi af því sem mér er sjálf- rátt. Ég starfa ekki mik- ið í Hefðiáttfélaginu. Ég tel að í heildina litið sé ég hamingjumaður þótt fjölskyldan hafi orðið fyrir mjög erfiðum áföll- um. Því hefði ég auðvit- að viljað breyta en það er bara ekki í mínu valdi. ÞÓRARINN ELDJÁRN RITHÖFUNDUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.