Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 10
SAFNIÐ VIÐ SJÓINN
VÍKIN
Þjóðlegar veitingar - Einstök hafnarsýn
GRANDAGARÐI 8 | REYKJAVÍK
WWW.SJOMINJASFN.IS
PO
RT
hö
nn
un
MENNINGARNÓTT
Á GRANDANUM
Fjölbreyttar sýningar
Varðskipið Óðinn
Harmonikkudansleikur frá
kl. 20 - 21.30 í Betri stofunni
Opið frá 11.00 til 22.00
SAFNKAFFI
VÍKIN
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Gunnar Helgi Kristinsson stjórn-sýslufræðingur og prófessor
við Háskóla Íslands sagði í Spegl-
inum á fimmtudag að íbúalýðræði
gæti verið svarið í deilumáli um það
hvort Reykjanesbær ætti að selja
meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja
til kanadísks orkufyrirtækis.
Ekki aðeins eruskoðanir
skiptar um það
innan
sveitarstjórnar-
innar, þar sem
meirihlutinn er
því fylgjandi og
minnihlutinn
andsnúinn.
Klofningurinn
virðist einnig ná
inn á borð til ríkisstjórnarinnar, því
Össur Skarphéðinsson fylgdi því
eftir í síðustu ríkisstjórn að Lands-
virkjun seldi hlutinn. Nú virðist
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra kominn á fremsta hlunn
með að kaupa hlutinn aftur, sem
samráðherra hans stóð að sölu á.
Og Gunnar Helgi vill útkljá máliðmeð beinu lýðræði, en hann
gagnrýndi þá leið í Morgunblaðinu
árið 1997 og sagði þá meðal annars:
„Almenningur hefur oftast lítinn
áhuga á stjórnmálum og mjög litla
þekkingu á þeim, þetta hefur oft
verið kannað með spurningum.
Hann hefur yfirleitt lítinn tíma til
að sinna stjórnmálum, sem betur
fer hefur fólk oftast eitthvað
skemmtilegra að gera.“
Nú kveður við annan tón. „Einn
af lærdómum sem við eigum að
draga af atburðum síðasta vetrar
er að við höfum kannski ekki efni á
því að framselja vald okkar á fjög-
urra ára fresti til valdamanna og
treysta því svo að þeir taki ákvarð-
anir fyrir okkur.“
Batnandi mönnum er best að lifa!En kannski er fullbratt hjá
Gunnari Helga að klykkja út með:
„Maður spyr sig eiginlega af hverju
hefur ekki meira gerst í þessu?“
Gunnar Helgi
Kristinsson
Deilumál og beint lýðræði
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 10 léttskýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Algarve 29 heiðskírt
Bolungarvík 5 rigning Brussel 21 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt
Akureyri 8 rigning Dublin 16 léttskýjað Barcelona 28 heiðskírt
Egilsstaðir 7 skýjað Glasgow 14 skúrir Mallorca 31 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 11 heiðskírt London 19 heiðskírt Róm 34 léttskýjað
Nuuk 7 skýjað París 25 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt
Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 19 léttskýjað Winnipeg 16 alskýjað
Ósló 19 skýjað Hamborg 21 léttskýjað Montreal 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 skýjað Berlín 23 skýjað New York 30 léttskýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt Vín 31 léttskýjað Chicago 21 skýjað
Helsinki 17 heiðskírt Moskva 12 skúrir Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
22. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.24 -0,1 7.30 4,2 13.38 -0,1 19.46 4,4 5:42 21:20
ÍSAFJÖRÐUR 3.33 -0,0 9.29 2,4 15.45 0,0 21.40 2,6 5:36 21:36
SIGLUFJÖRÐUR 5.54 -0,0 12.09 1,4 17.57 0,1 5:18 21:20
DJÚPIVOGUR 4.37 2,4 10.49 0,1 17.01 2,4 23.11 0,3 5:08 20:53
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Austan 8-13 m/s og rigning eða
súld sunnan- og austantil á
landinu, en annars skýjað með
köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 10
til 17 stig, hlýjast vestanlands.
Á mánudag
Norðaustlæg átt 5-13 m/s,
hvassast um norðvestanvert
landið. Rigning, en þurrt að
kalla sunnantil á landinu. Hiti 9
til 16 stig, hlýjast suðvest-
anlands.
Á þriðjudag
Austlæg átt 5-10 m/s og víða
dálítil rigning eða skúrir. Milt í
veðri.
Á miðvikudag og fimmtudag
Útlit fyrir norðaustlægri átt
með vætu víða um land. Hiti
breytist lítið.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðaustanátt og fer að hvessa
allra syðst síðdegis, 13-20 m/s
við ströndina seint í kvöld og
dálítil rigning. Hiti 8 til 14 stig.
STARFSFÓLK Landgræðslunnar safnar í ár fræi af melgresi, túnvingli og
beringspunti en birkifræi verður safnað síðar í haust. Uppskerustörfin hóf-
ust í byrjun ágúst með slætti á fræakri með íslenskum túnvingli.
Þýðingarmesta landgræðslutegundin er íslenska melgresið og mikil
áhersla lögð á að safna fræi af þeirri tegund. Melfræinu er safnað á land-
græðslusvæðum á nokkrum stöðum við strendur landsins með sérstökum
sláttuvélum.
Eftir þurrt og sólríkt sumar eru gæði melfræsins mjög mikil og er búist
við að safnað verði allt að 10 tonnum af fullverkuðu fræi. Fræinu verður að
hluta til sáð aftur næsta vor í nágrenni við Landeyjahöfn þar sem Land-
græðslan vinnur að heftingu sandfoks sem verktaki hjá Siglingastofnun,
segir á land.is aij@mbl.is
Melfræi safnað á
landgræðslusvæðum
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100