Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
226. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Við höldum með
stelpunum okkar
Ítarleg umfjöllun um
EM 2009 í Morgublaðinu
«AFKIMAR OPNAÐIR
FARIÐ UM ÓEIGIN-
LEGAN LAUGAVEG
«LISTAHÁTÍÐ EDDU HEIÐRÚNAR
Gleðiorg ómar
um Óðinstorg
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÞRIGGJA manna teymi sérfræðinga
frá Nýja Kaupþingi starfar nú inni í
Högum með það fyrir augum að
vernda hagsmuni bankans og leggja
mat á verðmæti eigna félagsins, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins. Bankanum er þetta
heimilt því hann er með veð í 95,7%
hlut í Högum.
Um er að ræða sérfræðinga bank-
ans á sviði útlána og fyrirtækjaráð-
gjafar. Þau félög sem mynda rekstur
Haga eru m.a. Bónus, Hagkaup, 10-
11, Útilíf og tískuverslanir eins og
Zara, Debenhams, Topshop, Coast,
Oasis o.fl.
Bónus og Hagkaup að veði
Hagar var móðurfélag innlendrar
starfsemi Baugs en félagið var skilið
frá rekstri Baugs í júlí á síðasta ári
þegar eignarhaldsfélagið 1998 ehf.,
sem er dótturfélag Gaums og í eigu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl-
skyldu, keypti 95,7% í Högum af
Baugi. Kaupin voru fjármögnuð með
30 milljarða króna láni frá Kaupþingi
Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Teymi sérfræðinga frá Nýja Kaupþingi starfar nú inni í Högum með það fyrir augum að vernda
hagsmuni bankans Fjármagnaði kaup Gaums á Högum frá Baugi Lán á gjalddaga á næsta ári
gegn veði í öllum eignarhlut félagsins
í Högum. Þetta lán er með einum
gjalddaga á árinu 2010. Ef 1998 ehf.
getur ekki greitt lánið getur Nýja
Kaupþing gengið að veðinu og tekið
yfir þau fyrirtæki sem áður mynduðu
innlenda starfsemi Baugs. Bankinn
er sem stendur að meta til hvaða að-
gerða eigi að grípa ef 1998 ehf. getur
ekki staðið í skilum, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
kannast ekki við þetta. Hann segir að
ástæða þess að sérfræðingar Kaup-
þings séu að fara yfir bókhaldið sé
vegna svokallaðs virðisrýrnunar-
prófs.
„Undanfarin ár hefur Capacent séð
um þetta en að þessu sinni er það fyr-
irtækjaráðgjöf Kaupþings. Þetta er
gert að beiðni endurskoðenda okkar,
KPMG. Við leituðum tilboða og tilboð
fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings
reyndist hagstæðast,“ segir Finnur.
Vill gefa lántakanda svigrúm
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur Nýja Kaupþing ekki
gengið að Högum og tekið félagið yfir
þar sem bankinn vilji gefa 1998 ehf.
svigrúm til að mæta gjalddögum
lána.
Raunverulegt verðmæti Haga
þurfi jafnframt að liggja fyrir áður,
en það kann að vera mun hærra en
lánið frá bankanum. Einnig þurfi að
tímasetja slíka aðgerð vel.
ALLS tóku 164 þátt í sundi frá Skarfakletti út í
Viðey síðdegis í gær og hafa aldrei svo margir
tekið þátt í sjóhópsundi hér á landi til þessa. Vin-
sældir sjósunds hafa aukist mikið að undanförnu
eins og góð þátttaka í gær vitnar vel um. Þeir
sem að sundinu í gær stóðu voru meðal annars
svonefndir Ermarsundgarpar, sexmenningar
sem ætla boðsund báðar leiðir yfir Ermarsundið
milli Bretlands og Frakklands í næsta mánuði.
Morgunblaðið/Kristinn
SKUTLA SÉR Í SJÓ VIÐ SKARFAKLETT
TÖLVUSTÝRÐUR kortagrunnur,
merktur fyrirtækinu R. Sigmunds-
son, sýnir jeppaslóða inn í friðland
Þjórsárvera, þvert á það sem fram
kemur á kortum Landmælinga.
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrver-
andi umhverfisráðherra, vekur at-
hygli á þessu í grein sem hún ritar
í blaðið í dag undir fyrirsögninni
„Stjórnlaus vegagerð á hálendi Ís-
lands“.
Kolbrún lagði upp í gönguferð
um friðland Þjórsárvera fyrir rétt-
um mánuði.
„En á fjórða degi vorum við
minnt óþyrmilega á slóðann á
tölvustýrða kortagrunninum. Þegar
við óðum Miklukvísl við Nautöldu
gengum við fram á djúp hjólför eft-
ir jeppa á árbakkanum, ekki bara
einn jeppa heldur marga,“ ritar
Kolbrún. | 31
Jeppaslóði
í friðland
Þjórsárvera
Sýndur í bílatölvum
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
MEIRIHLUTI Alþingis samþykkti á ellefta tím-
anum í gærkvöldi, eftir 2. umræðu, frumvarp um
ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innstæðu-
eigenda vegna Icesave-reikninga Landsbankans í
Bretlandi og Hollandi. Frumvarpið gengur nú til
þriðju og síðustu umræðu. Fjárlaganefnd hittist
fyrir hádegi í dag til að ræða málið milli umræðna.
Í atkvæðagreiðslu vegna frumvarpsins í heild
samþykktu 49 þingmenn Samfylkingarinnar,
Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna frumvarp-
ið, auk Þráins Bertelssonar og Þórs Saari, þing-
manns Borgarahreyfingarinnar. Þingmenn Fram-
sóknarflokksins voru á móti, auk Birgittu
Jónsdóttur, þingmanns Borgarahreyfingarinnar,
en Margrét Tryggvadóttir sat hjá. Fyrsta at-
kvæðagreiðslan var um frávísunartillögu Fram-
sóknarflokksins, en hún var felld með 48 atkvæð-
um gegn 10, en 2 greiddu ekki atkvæði.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna í gær-
kvöldi, að þrátt fyrir að flokkurinn styddi breyt-
ingartillögur meirihluta fjárlaganefndar þá dygðu
þær ekki til þess að hægt væri að styðja málið í
heild. Sagði Bjarni að gera þyrfti meiri breyting-
ar.
Fyrirvörunum, sem breytingartillögurnar fela í
sér, er öðru fremur ætlað að koma í veg fyrir að
skuldbindingarnar sem falla á ríkið, vegna ríkis-
ábyrgðar á lántöku tryggingasjóðs, verði efnahag
landsins of þungbærar. Í þeim felst meðal annars
að hagvöxtur í landinu ráði því hversu mikið verð-
ur endurgreitt af lánum á ári, og eftir atvikum
ekki greitt, ef hagvöxtur er enginn.| 14
Þingið samþykkti Icesave
Frumvarp vegna ríkisábyrgðar á Icesave-skuldunum samþykkt eftir 2. umræðu
á Alþingi í gærkvöldi Sjálfstæðismenn segja að gera þurfi meiri breytingar