Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 UNDANFARIÐ hafa fjölmiðlar fjallað um mikinn taprekstur Gagnaveitu Reykja- víkur. Í aðsendri grein í Morg- unblaðinu kýs stjórn- arformaður Orkuveit- unnar, sem er með einokun á sölu á heitu og köldu vatni, að sneiða að Símanum í viðleitni sinni til að réttlæta tilvist og taprekstur Gagnaveitunnar. Tilgangurinn virðist helga meðalið og í lok greinarinnar segir stjórnar- formaðurinn að hætti Gagnaveitan rekstri verði Síminn með einokun á gagnaflutningsmarkaði. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Sem dæmi má nefna að Vodafone veitir ein- staklingum og fyrirtækjum gagna- flutningsþjónustu í samkeppni við Símann. Síminn býr sem betur fer við mikla samkeppni í sínum rekstri, enda einokun neytendum sjaldnast til framdráttar, eins og stjórnarformaður Orkuveitunnar kannski þekkir. Munurinn á því að vera í samkeppni við Gagnaveituna og önnur fyrirtæki er sá að þang- að streymir fé úr sjóðum Orku- veitu Reykjavíkur. Samkvæmt árs- reikningi Gagnaveitunnar fyrir 2008 hefur Orkuveitan lagt Gagna- veitunni og forverum til 4,7 millj- arða króna í hlutafé og lánað Gagnaveitunni 6,3 milljarða króna með kúluláni til ársins 2014. Á seinasta ári leit út fyrir að skulda- hlutfall Gagnaveitunnar yrði allt of hátt. Þá brá Orkuveitan á það ráð að auka hlutafé Gagnaveitunnar um 1.200 milljónir króna. Þannig var hægt að kynna um 22% eig- infjárhlutfall Gagnaveitunnar um áramót. Eðlileg samkeppni verður að fara fram á eðlilegum for- sendum. Þess vegna hefur Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðað um fjárhagslegan aðgreining Orkuveit- unnar og Gagnaveitunnar auk þess sem samkeppnislög eru mjög skýr í þessum efnum. Það er að sjálf- sögðu alvarlegt mál ef opinbert fyrirtæki fer ekki að þeim leik- reglum sem í gildi eru og úrskurð- um eftirlitsstofnana. Það er nauð- synlegt fyrir þá sem eru í samkeppni við Gagnaveituna að geta treyst því að svo sé og að for- svarsmenn fyrirtækisins skilji hvar mörkin liggja. Óhagkvæm upp- bygging og lítil nýting kerfisins Í ársreikningi GR kemur fram að heild- artap af rekstri fyr- irtækisins á seinasta ári var ríflega þrír milljarðar. Hlutafjár- framlög og lán Orku- veitunnar til Gagna- veitunnar og forvera eru að minnsta kosti 11 milljarðar króna, eða sem nemur helmingi allra tekna Orkuveitunnar á seinasta ári. Tekjur Gagnaveitunnar eru hins vegar aðeins um 670 milljónir króna á árinu. Rekstrartapið fyrir fjármagnsliði (EBIT) er 21 milljón króna, var 48 milljónir árið áður. Í stuttu máli virðist þetta vera tap- rekstur sem ekki sér fyrir endann á. Svo virðist samt sem forsvars- menn fyrirtækisins hafi enn um- boð til framkvæmda því alls er framkvæmt fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð á seinasta ári. Á árinu 2009 hefur enn verið haldið áfram að grafa skurði með ljósleið- urum því á heimasíðu Gagnaveit- unnar má finna fréttir um að ný hverfi í Reykjavík og nágrenni séu að tengjast Gagnaveitunni. „Fjár- festingarnar“ halda því áfram sem fyrr á kostnað Orkuveitunnar þar sem rekstur Gagnaveitunnar stendur ekki undir þessum fjár- festingum. Vandinn við þetta allt saman er að viðskiptavinum virðist ekki fjölga í neinu samræmi við lengd og dýpt þeirra skurða sem grafnir eru. Ástæðan er einföld; uppbygging kerfisins er einfald- lega óhagkvæm og dýr, það eru ódýrari og betri kostir í boði. Sama hvernig undirritaður hefur reiknað út möguleikann á að eiga viðskipti við Gagnaveituna hefur sama svarið komið út. Mun hag- kvæmara er að byggja á núverandi lausnum Símans og þeim framtíð- arlausnum sem Síminn býr yfir. Upp úr skotgröfunum Það er óþarfi að grafa sig í skot- grafir þegar rætt eru um Gagna- veitu Reykjavíkur, staðreyndirnar liggja fyrir. Þegar lagt var af stað í ljósleiðaravæðingu Orkuveit- unnar var tæknilegt umhverfi frá- brugðið því sem nú er og ein- hverjir töldu að tími koparsins sem flutningsmiðils gagna væri senn liðinn. Flutningsgetan myndi einfaldlega ekki svara þeim kröf- um sem neytendur myndu gera á allra næstu árum. Fyrir þessu voru einhver rök, þó svo að þau væru mjög umdeild. Það sem menn vanmátu var að um allan heim liggja milljónir kílómetra af koparvírum í jörðu. Þessi kerfi eru oft í eigu stærstu fjarskiptafyr- irtækja heims og þau hafa einfald- lega einbeitt sér að því á und- anförnum árum að finna leiðir til þess að nýta þessa fjárfestingu betur. Þannig hefur flutningsgetan margfaldast og hinn almenni neyt- andi finnur í dag ekki mun á því hvers konar strengur tengir heim- ili hans við umheiminn. Við- skiptavinir Símans hafa til dæmis aðgang að háhraðainterneti, gagn- virku háskerpusjónvarpi með inn- byggðri myndabandaleigu og tal- síma, allt um koparinn og margir tengjast einnig um ljósleiðara. Þannig hefur Síminn nýtt sér það besta úr tækniþróun undanfarinna ára til að bjóða viðskiptavinum upp á þá fjarskiptaþjónustu sem heimilin þarfnast. Það er fyr- irsjáanlegt að þessi þróun mun halda áfram og sú fjárfesting sem hefur verið byggð upp í samfélag- inu verður enn afkastameiri á allra næstu misserum og árum. Verkefni borgaryfirvalda Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni borgaryfirvalda og Orku- veitu Reykjavíkur að finna leið út úr þeim þrengingum sem Gagna- veita Reykjavíkur er í. Til þess þarf kjark til að taka af skarið. Ég leyfi mér að ganga út frá því að ekki sé vilji til þess að brenna mörgum milljörðum, jafnvel tug- milljörðum, til viðbótar á uppbygg- ingu á óhagkvæmu neti. Þeir ágætu einstaklingar sem nú sitja í borgarstjórn bera ekki ábyrgð á ákvörðunum sem teknar voru fyrir mörgum árum. Þau bera hins veg- ar ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag og varða framtíð og hagsmuni borgarbúa. Að vera í „samkeppni“ við Gagnaveitu Reykjavíkur Eftir Sævar Frey Þráinsson »Munurinn á því að vera í samkeppni við Gagnaveituna er sá að þangað streymir fé úr sjóðum OR. Á síðasta ári nam sú upphæð 1.200 milljónum. Sævar Freyr Þráinsson Höfundur er forstjóri Símans. Í STRÍÐI er betra að vera búinn að ákveða fyrirfram hvaða leiðir eigi að fara til að bregðast við því sem upp kann að koma. Það hefði líka verið betra fyrir ráðamenn Íslendinga að þeir hefðu áttað sig á því að stríð væri yf- irvofandi. Hér kemur ein hernaðaráætlun sem ætti að duga vel gegn Bretum og Hollendingum, sem sýna fá- mennum þjóðum yfirgang og frekju. 1. Ríkisstjórnin boðar fulltrúa allra lífeyrissjóða á landinu á sinn fund og tilkynnir þeim að hún ætli skilyrðislaust að fá lánað hjá þeim fyrir Icesave-skuldbindingunum til 30 ára, sömu upphæð og lánið frá Bretum og Hollendingum átti að vera. Það er a.m.k. betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en margt af því sem þeir hafa verið að gera síð- ustu ár. 2. Ríkisstjórnin leggur lánið inn á geymslureikning og tilkynnir Bretum og Hollendingum það. Tilkynnir þeim jafn- framt að eftir langar samningaumleitanir sé ekki annað að gera en að fara í mál til kanna hvað af þessum skuldbindingum Ís- lendingar eigi raunverulega að greiða. Ef málið falli Bretum og Hollendingum í vil þá muni geymslureikningurinn verða opn- aður fyrir þá. 3. Ríkisstjórnin tilkynnir AGS og öðrum lánveitendum að Icesave- málið sé í eðlilegum farvegi, pen- ingar fyrir þeim skuldum séu til og því eigi ekki neitt að standa í vegi fyrir því að AGS standi við sinn hluta lánapakkans. Þessi tilkynning er gerð á heimsvísu svo þjóðum heims sé ljóst í hvaða stöðu við er- um og að við bregðumst við á skynsamlegan og ábyrgan hátt. 4. Skilaboðin eru skýr. Við mun- um ekki gefa þumlung eftir. Hernaðaráætlun gegn Bretum og Hollendingum Eftir Hans Guttorm Þormar »Hvernig byggjum við upp alþjóðlegt traust á íslenskum efna- hag án þess að láta í minni pokann fyrir gam- aldags herraþjóðum? Hans Guttormur Þormar Höfundur er framkvæmdastjóri. SÍÐASTA sumar skilaði undirritaður MA-ritgerð sinni í menningar- og mennt- astjórnun við Háskól- ann á Bifröst. Ritgerð- in bar titilinn: Starfsgrundvöllur sjálfstæðra atvinnu- leikhópa. Vegna efna- hagsástandsins og boðaðs niðurskurðar í ríkisfjármálum ásamt því að stærstu fjölmiðlar landsins munu ekki gagnrýna allar sýningar sjálstæðra atvinnuleikhópa er rétt að rifja upp nokkur atriði er snúa að sjálfstæðum atvinnuleikhópum á Ís- landi og byggja á rannsókninni. Sveigjanleiki og fjármagn Rannsóknin leiddi í ljós að sökum þess að starfsumhverfi sjálfstæðra atvinnuleikhópa er sveigjanlegt og án allrar yfirbyggingar skapar það þeim sérstöðu til að bregðast hratt við samfélagslegu áreiti og uppá- komum, sem skilar sér í forvitni áhorfenda og aukinni aðsókn. Einn- ig gerir slíkur sveigjanleiki þeim kleift að bregðast við ógnum sem steðja að starfseminni og nýta tæki- færin til fulls. Hið síbreytilega starfsumhverfi sjálfstæðra atvinnu- leikhópa kallar á úthlutunarkefi sem tekur mið af þessum eiginleikum starfsins. Krafan um mælanleika menningar, sem síðar er notuð sem grundvöllur úthlutunar opinbers fjármagns til sviðslista, hefur því miður ekki nýst til stefnubreytinga á skiptingu fjármagnsins til sviðslista heldur hefur verið viðhaldið ákveðnu ástandi sem á rætur í stefnumörkun leiklistarlaga frá 1998. Enn hafa ekki borist fréttir úr mennta- málaráðuneytinu um hvort fjármagn til sjálfstæðra sviðslistahópa verður skorið niður á næsta ári. Bandalag sjálfstæðra atvinnuleikhópa – SL hefur sýnt fram á að um 400 ein- staklingar hafi atvinnu af starfsemi hópanna ár hvert. Í því ástandi sem nú er og í baráttunni við atvinnu- leysið verður það að teljast und- arlegt ef ráðamenn ákveða að höggva stórt í þá litlu köku sem sjálfstæðir atvinnuleikhópar hafa aðgang að. Ný íslensk verk Nú liggur það fyrir að stærstu föl- miðlar landsins ætla ekki að gagn- rýna allar sýningar sjálfstæðra at- vinnuleikhópa á næsta ári. Það veldur miklum vonbrigðum og vekur gamlar spurningar um flokkun á þeim sem eru inni og hina sem þurfa á hírast úti í kuldanum. Hvaða sjón- armið ráða slíkri flokkun? Uppi- staðan í verkefnaskrá sjálfstæðra atvinnuleikhópa er frumsköpun. Slíkt hefur verulega þýðingu því hóparnir eru orðnir eins konar upp- eldisstöð fyrir nýja leikara, dansara, leikstjóra, tónlistarmenn og leik- skáld. Ef teknar eru saman tölur um úthlutun Leiklistarráðs af fjárlaga- liðnum „Til starfsemi atvinnu- leikhópa“ frá árunum 2004-2008 koma í ljós mjög áhugaverðar nið- urstöður. Leiklistarráð leggur áherslu á að styrkja uppsetningar á nýjum íslenskum verkum. Barna- og danssýningar eru eingöngu ný ís- lensk verk og því er hlutur íslenskra verka um 78% af öllum þeim sem ráðið ákveður að styrkja á þessu tímabili. Erlend verk eiga ekki miklu brautargengi að fagna í þess- um úthlutunum. Þau erlendu verk sem ganga í augun á ráðinu eru nýj- ar leikgerðir af klassískum verkum og því á ferðinni viss nýsköpun í formi tilraunar með vinnuaðferðir og bræðing listforma. Þetta sýnir að hóparnir, studdir af úthlut- unarstefnu Leiklist- arráðs, sinna tilraunum og nýsköpun, sem stærri og fjárfrekari listastofnanir veigra sér við af augljósum ástæð- um. Samstarf Vegna skorts á sýn- ingaraðstöðu og sam- fellu í starfi atvinnu- leikhópa hefur samstarf stofnanaleikhúsa og at- vinnuleikhópa færst í vöxt. Leikhóparnir njóta þá aðgangs að miðasölukerfi, tækjabúnaði og annarri aðstöðu húsanna. En með slíku samstarfi tryggja hóparnir sér líka viðurkenn- ingu í formi umfjöllunar og gagnrýni helstu fjölmiðla landsins. Það er svo undir hælinn lagt hvort almenningur og ráðamenn gera einhvern grein- armun á því hvað eru sýningar sjálf- stæðra leikhópa innan stofnananna og hvað er framleiðsla stofnananna sjálfra. Samstarfið veldur því sem sé að sýnileiki leikhópanna hverfur. En samstarfið getur mögulega gagnast stofnunum, sem fá viðurkenningu fyrir samstarfið með auknum fjár- veitingum eða minni niðurskurði. Það má því spyrja sig hvort þetta geri þeim sjálfstæðu hópum sem starfa eingöngu fyrir utan stofn- anirnar erfitt fyrir og valdi því að þeir fái síður umfjöllun um sýningar sínar, og verði af þeim orskökum síður sýnilegir áhorfendum. Huga þarf að jöfnuði milli hópanna í þessu sambandi. Í því efnahagsástandi sem nú er á Íslandi hefur sýnt sig að sjálfstæðir sviðslistamenn leita á ný mið til að halda áfram starfsemi. Nýjustu áhorfendatölur frá atvinnu- leikhópunum sýna að þeir fengu stærri hluta áhorfenda sinna erlend- is en hér heima á síðasta leikári. Meðan stærsti fjármögnunaraðili hópanna, áhorfendur á Íslandi, fer í gegnum keppu leita sviðslistahóp- arnir út fyrir landsteinana eftir rekstrarfjármagni, sem skilar sér í því að þeir koma heim með dýr- mætan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Eins og áður segir þá tekur starf- semi hópanna alltaf mið af ástandinu í samfélaginu. Það sem er líka mikil- vægt fyrir frjótt starf sjálfstæðra sviðslistahópa er að þeir njóti sann- gjarns stuðnings stjórnvalda á fjár- lögum og að fjölmiðlar séu iðnir við að fjalla um starfsemi þeirra, gefa þeim uppbyggilega gagnrýni. Eru sjálfstæðir leikhópar á vetur setjandi? Eftir Gunnar I. Gunnsteinsson Gunnar I. Gunnsteinsson »Einnig gerir slíkur sveigjanleiki þeim kleift að bregðast við ógnum sem steðja að starfseminni og nýta tækifærin til fulls. Höfundur er MA í menningar- og menntastjórnun. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.