Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 40
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞETTA er írskt verk um feðga sem búa í íbúð í London, faðirinn hefur lokað syni sína tvo inni í hartnær tuttugu ár og lætur þá endurtekið hvern einasta dag leika farsa sem hann hefur samið sjálfur. Farsinn er hans fortíðarsaga og ástæðan fyrir því af hverju þeir fluttu frá Írlandi til London,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson um söguþráð leik- ritsins Heima er best sem frumsýnt verður á nýja sviði Borgarleikhúss- ins annað kvöld. „Með því að láta þá endurtaka farsann er faðirinn að reyna að breyta minningum þeirra um óhugn- anlega atburði í sögu fjölskyldunnar. Hann fegrar fortíðina aðeins og það kemur alltaf betur og betur í ljós að sagan er ekki alveg eins og hann set- ur hana fram,“ bætir hann við. Heima er best er eftir írska leik- skáldið Enda Walsh, Jón Páll Eyj- ólfsson leikstýrir verkinu. Þröstur Leó Gunnarsson fer með hlutverk föðurins og Guðjón og Jörundur Ragnarsson leika synina. Dóra Jó- hannsdóttir fer líka með hlutverk í verkinu. Kolsvört kómedía á köflum Guðjón segir erfitt að flokka leik- ritið og það muni líklega bara fara eftir áhorfendum hvort þeir sjái þetta sem farsa eða drama. „Þetta er kolsvört kómedía á köflum en und- irliggjandi er alltaf þessi mikla ógn og hræðsla strákanna við föður sinn. Það eru svo mörg lög í þessu verki, t.d. eru mjög margar persónur í þessum farsa pabbans,“ segir Guð- jón sem leikur soninn á fullorðins- árum og sem barn, þrjár konur og mann sem er klæðskiptingur og því tvöfaldur karakter. Má því segja að hann fari með hlutverk sjö persóna í verkinu. „Heilinn var svolítið steikt- ur framan af æfingatímabilinu þegar ég var að átta mig á þessu öllu. Það var líka ekki til að bæta það þegar við sáum viðtal við höfund verksins þar sem hann sagði að hann hefði ákveðið að gera leikrit sem væri ómögulegt að leika. Þá hugsaði ég að þetta ætti aldrei eftir að takast en við sönnum með þessari uppsetn- ingu að hann hefur rangt fyrir sér.“ Yfir átta hundruð sýningar Guðjón er þekktastur fyrir gam- anhlutverk sín og segir því gott fyrir sig sem leikara að takast á við þetta hlutverk. „Annars hef ég verið það heppinn að fá að takast á við ým- islegt þótt gamanrullurnar hafi verið mest áberandi,“ segir Guðjón sem hefur varla vikið af sviðinu síðan hann útskrifaðist úr leiklistarnámi fyrir fjórum árum. „Ég réð mig strax eftir útskrift til Leikfélags Ak- ureyrar, þegar Magnús Geir var leikhússtjóri þar, og svo fór ég yfir í Borgarleikhúsið með honum. Ég var að taka það saman að ég er búinn að leika rúmlega 800 sýningar á fjórum árum. Fyrir utan kvikmyndir, sjón- varp og talsetningu. Ég get ekki kvartað yfir verkefnaskorti.“ Sjöfaldur persónuleiki  Guðjón Davíð Karlsson þarf að hafa hraðar hendur í leikritinu Heima er best  Fegruð fortíðarsaga sett upp í síendurteknum farsa  Frumsýnt annað kvöld Heima er best Guðjón Davíð, Þröstur Leó og Jörundur í hlutverkum sínum í verkinu. Þröstur Leó leikur föður sem stjórnar sonunum með harðræði. 40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009  Enn þéttist dagskráin á Iceland Airwaves því nú hafa Páll Óskar og Hjaltalín bæst við hana. Hjaltalín hefur útsett vinsælustu lög Páls Óskars og saman munu þau flytja úrval þeirra helstu. Þær fregnir bárust annars í gær að uppselt væri á hátíðina, heilum þremur vikum áður en hún hefst. Miðar á Airwav- es hafa aldrei fyrr selst svo hratt. Páll Óskar og Hjaltalín saman á Airwaves Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HIN goðsagnakennda „miðnæturmynd“ The Rocky Horror Picture Show verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld. Myndin verður sýnd af 35 mm filmu til að áhorfendur geti fengið réttu myndgæðin beint í æð. Eft- irspurn eftir miðum hefur verið mun meiri en skipuleggj- endur RIFF bjuggust við, en upphaflega stóð til að sýna myndina í sal þrjú í Háskólabíó. Í ljósi hinnar miklu eft- irspurnar hefur hins vegar verið ákveðið að færa hana í stóra salinn þar sem sýning hefst kl. 23 í kvöld. Leikarar úr samnefndri uppsetningu Leikfélags Akureyrar mæta á svæð- ið áður en sýning myndarinnar hefst og munu þeir gera sitt til að koma fólki í réttu stemninguna. Margt fleira spennandi verður á dagskrá RIFF í kvöld. Hinn bandaríski Jesse Hartman sem heimsfrumsýndi mynd sína, The House of Satisfaction, á RIFF lætur ekki þar við sitja heldur tekur einnig þátt í tónleikaröðinni Réttir sem stendur nú yfir og spilar þar eigin tónlist, meðal annars þá sem hljómaði í myndinni. Tónleikarnir verða í Batteríinu við Naustina, milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu, og hefjast kl. 21. Þá má nefna tónleika hljómsveitarinnar Malneirop- hrenia sem leikur frumsamda tónlist við sýningu á hinni klassísku hryllingsfantasíu The Unknown eftir Tod Browning. Tónleikarnir verða í Bakkusi við Naustina og hefjast kl. 22. Allar nánari upplýsingar um RIFF má finna á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is. Frank N. Furter færður vegna fádæma eftirspurnar  Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur ákveðið að Edduverðlaunahátíðin verði haldin í byrjun næsta árs. Þar verða veitt verðlaun fyrir kvik- mynda- og sjónvarpsefni ársins 2009. Fram til þessa hefur hátíðin verið haldin í nóvember og miðað við frumsýningatímabil frá nóv- ember til nóvember. Eddan er með breytingunni orðin samstiga er- lendum kvikmynda- og sjónvarps- verðlaunum með því að miða við almanaksárið. Það efni sem kemur til greina á næstu Eddu verður því það sem frumsýnt hefur verið á 14 mánaða tímabili; frá 1. nóvember 2008 til 31. desember 2009. Eftir það verður miðað við almanaks- árið. Þessi breyting verður að telj- ast af hinu góða, enda fyrra fyrir- komulag nokkuð ruglingslegt. Eddan miðar loksins við almanaksárið  Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær unnu tveir Íslend- ingar að gerð auglýsingar með leik- aranum heimsþekkta Dennis Hopper fyrir skemmstu. Hér að of- an má sjá eina af myndunum sem þeir félagar tóku fyrir auglýsinga- herferðina, sem er fyrir sjónvarps- þættina Crash sem Hopper leikur aðalhlutverkið í. Á myndinni eru frá vinstri Jake McLaughlin, Hopp- er, Moran Atias og Eric Roberts. Hopper og félagar TODD McCarthy, gagnrýnandi kvikmyndatímaritsins Variety, er heldur harðorður í garð kvikmyndar Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, í dómi sem birtist á vef blaðs- ins 22. september. Myndin sé jafn- hallærisleg eða væmin og þær kvik- myndir Hollywood sem höfða eiga til fjöldans. McCarthy segir Brian Cox þó standa sig vel í hlutverki út- brunnins barþjóns en Paul Dano nái ekki eins góðum tökum á sínu hlut- verki. Myndin sé andstæða hins fág- aða, of einföld og tilfinningasemin of mikil fyrir þá sem eru í leit að list- rænni kvikmynd en um leið of gróf fyrir hinn almenna áhorfanda. McCarthy fer þó lofsamlegum orð- um um sviðsmynd Hálfdáns Ped- ersen og segir hana frábæra. Gagn- rýnandinn klykkir svo út með þeim orðum að gróf áferðin á myndinni geri það að verkum að leikarar líti hálfveiklulega út. Frumsýnd á næstu mánuðum Þórir Snær Sigurjónsson, fram- leiðandi myndarinnar, vildi ekki tjá sig um dóminn í gær en sagði að myndin yrði líklega frumsýnd á næstu mánuðum hér á landi. The Good Heart segir af bareig- andanum Jacques (Cox) sem lifað hefur af fimm hjartaáföll. Hann kynnist Lucas, heimilislausum ung- um manni sem reynir að svipta sig lífi en tekst ekki. Jacques tekur Luc- as undir sinn verndarvæng og leyfir honum að búa fyrir ofan barinn. Lucas þarf að fylgja ströngum reglum Jacques, m.a. þeim að vingast ekki við gesti á barnum og halda sig frá kvenfólki. Lucas fellur þó fyrir ungri flugfreyju og þá vand- ast málið. helgisnaer@mbl.is Frábær leikmynd en ekki svo frábær kvikmynd Morgunblaðið/Valdís Thor Leikararnir Paul Dano og Brian Cox fara með aðalhlutverkin í myndinni. Gagnrýnandi Variety lítt hrifinn af The Good Heart Morgundagurinn verður stór í lífi Guðjóns. Á sama tíma og hann frumsýnir Heima er best verður íslenska barnamyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa frum- sýnd en Guðjón leikur strákinn Góa í henni. „Sveppi leitar til mín þegar Villa vini hans er rænt og við förum saman í mjög hættu- legan leiðangur,“ segir Guðjón. „Þegar ég var lítill langaði mig að leika í bófa- og hasarmyndum en datt ekki í hug að sá draumur myndi rætast en svo hringdi Sveppi og draumurinn rættist.“ Verður líka í bíó Flottur Tim Curry sem Frank N. Furter. Fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.