Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Sudoku Frumstig 8 8 4 7 1 2 2 6 4 3 9 6 5 1 2 4 8 1 4 5 2 8 9 3 3 9 8 6 7 4 9 1 8 4 2 1 7 9 6 5 8 4 2 2 8 6 3 8 3 2 5 8 1 4 9 7 3 6 2 7 4 9 6 3 4 7 8 3 5 2 8 7 9 4 2 3 6 5 1 8 8 5 6 7 9 1 4 3 2 2 1 3 4 8 5 7 6 9 3 4 8 9 1 2 6 5 7 9 7 5 6 4 8 3 2 1 1 6 2 3 5 7 8 9 4 5 2 1 8 7 3 9 4 6 6 8 9 5 2 4 1 7 3 4 3 7 1 6 9 2 8 5 5 1 7 9 6 4 8 3 2 2 6 9 8 7 3 4 1 5 3 4 8 2 1 5 9 6 7 9 2 5 1 8 6 7 4 3 1 8 3 7 4 2 6 5 9 4 7 6 3 5 9 1 2 8 8 3 2 4 9 1 5 7 6 7 5 4 6 3 8 2 9 1 6 9 1 5 2 7 3 8 4 8 6 2 7 5 9 1 3 4 4 1 7 3 2 6 5 9 8 5 9 3 4 8 1 7 2 6 1 8 9 2 7 5 6 4 3 7 2 4 1 6 3 8 5 9 6 3 5 9 4 8 2 7 1 2 4 6 8 3 7 9 1 5 9 7 8 5 1 4 3 6 2 3 5 1 6 9 2 4 8 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 24. september, 267. dagur ársins 2009 Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh. 13, 35.) Víkverji gekk glaður inn í gær-daginn líkt og aðra daga en gleðin breyttist fljótt í dimmu. Bloomberg-fréttastofunni að þakka eða öllu heldur viðtali sem frétta- stofan átti við Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands. x x x Forsetinn sagði m.a. að íslenskubankarnir hefðu engin lög eða reglur brotið. Þeir hefðu starfað samkvæmt þeim reglum sem ESB hefur sett. Það væri skortur á eft- irliti sem skýrði fall íslensku við- skiptabankanna þriggja fyrir réttu ári. x x x Það er einmitt það. Rannsóknlokið og dómur uppkveðinn á Bessastöðum. Tók forsetann ör- skotsstund, eitt fréttaviðtal í út- löndum, að afgreiða þessar mestu hremmingar sem íslensk þjóð hefur gengið í gegnum frá lýðveldis- stofnun. Bankarnir komnir með synda- kvittun og á henni stimpill Bessa- staða. x x x Um leið og því er lýst yfir aðengin lög eða reglur hafi verið brotin, hlýtur forsetinn að vera að segja að umtalsverðir fjármunir sem stjórnvöld hafa sett í stofnun embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, rannsókn- arnefnd sem skoðar aðdraganda bankahrunsins og annað sem gripið hefur verið til eftir hrunið, sé í sinni einföldustu mynd, sóun á fjár- munum. Það væri þá grafalvarlegt á sama tíma og verið er að skera út- gjöld til velferðarmála svo undan blæðir. x x x Víkverji er á því að forseti Ís-lands hafi annað tveggja misst allt jarðsamband eða þá hitt að hann fíflar vísvitandi þjóðina, sem upplifir daglega afleiðingar glanna- skapar bankamannanna og útrásar- víkinganna sem húka nú í felum. Víkverji veit hreinlega ekki hvort er verra. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 blíða, 8 smá- kvikindi, 9 mannsnafn, 10 skartgripur, 11 hendi, 13 tarfs, 15 kulda- straum, 18 hrópa, 21 bú- inn, 22 víkka, 23 raun- veruleiki, 24 logandi. Lóðrétt | 2 einn post- ulanna, 3 upphefð, 4 hit- ann, 5 skútu, 6 fita, 7 öruggur, 12 álít, 14 fæða, 15 spendýr, 16 snákur, 17 þreytuna, 18 ker, 19 launung, 20 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ámóta, 4 hægur, 7 japla, 8 rósum, 9 ráf, 11 norn, 13 þrír, 14 æskir, 15 fjör, 17 ásar, 20 fló, 22 vakur, 23 ljóri, 24 sárið, 25 neita. Lóðrétt: 1 áþján, 2 óspar, 3 afar, 4 horf, 5 gusar, 6 róm- ur, 10 Áskel, 12 nær, 13 þrá, 15 fávís, 16 öskur, 18 skóli, 19 reisa, 20 frið, 21 ólán. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 c6 4. Rf3 Be7 5. Bb3 O-O 6. c3 Dc7 7. De2 He8 8. O-O h6 9. Rbd2 Bf8 10. He1 d6 11. Rf1 Be6 12. Bc2 c5 13. Rh4 Rbd7 14. Df3 d5 15. Rf5 Bxf5 16. Dxf5 dxe4 17. dxe4 c4 18. a4 g6 19. Df3 Bg7 20. Re3 b6 21. Hd1 a6 22. b3 cxb3 23. Bxb3 Dxc3 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Montreal í Kanada. Hollenski stórmeistarinn Ser- gei Tivjakov (2674) hafði hvítt gegn kanadíska alþjóðlega meistaranum Thomas Roussel-Roozmon (2487). 24. Bxf7+! Kxf7 25. Hxd7+ Kg8 26. Hxg7+! Kxg7 27. Rf5+ og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valinn. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Leynivopn Meckwells. Norður ♠DG52 ♥G932 ♦KG6 ♣106 Vestur Austur ♠Á6 ♠974 ♥Á954 ♥106 ♦832 ♦D975 ♣G954 ♣Á873 Suður ♠K1083 ♥KD7 ♦Á104 ♣KD2 Suður spilar 3G. Meckstroth og Rodwell spila sterkt lauf, eigin útfærslu, sem auðvitað hef- ur þróast og breyst á yfir 30 ára ferli. En ein er sú aðferð sem öðrum frem- ur hefur fyllt sarp þeirra af stigum, nánast fyrirhafnarlaust. Það er svarið á 2♦ við laufopnun til að sýna 8-10 punkta og jafna skiptingu. Hvað er svona merkilegt við það? Ja, við skul- um sjá. Spilið er frá úrslitaleiknum í Sao Paulo. Nunes og Fantoni voru auðvitað ekki í vandræðum með að finna 4-4 samleguna í spaða og stýrðu sögnum í 4♠. Út kom lauf upp á ás og hjarta til baka. Ás og meira hjarta lagði grunn- inn að hjartastungu, sem var fjórði slagur varnarinnar. Hinum megin vakti Meckstroth á 1♣, fékk svarið 2♦ og lauk þá sögnum með 3G. Tíu léttir slagir og 12 stig (impar). (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú heldur þér uppteknum við eitt og annað til þess að losna við að takast á við þau mál sem skipta öllu. Vertu á verði gagnvart þeim sem ala á illu umtali um aðra. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er góð regla að telja upp að tíu áður en maður lætur dæluna ganga. Reyndu að finna jafnvægi því aðeins þá geturðu heyrt svar hjarta þíns. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu sjálfselskuna ekki ná svo sterkum tökum á þér að þú verðir óalandi og óferjandi. Greiddu úr smáat- riðaflækjum ef þörf krefur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þráir stöðugleika í samböndum þínum en stöðugleiki er ekki mögulegur eins og stendur. Taktu þinn tíma í skipu- lagningu og þér verður vel tekið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það mun lenda á þínum herðum að hafa forystu fyrir vinnufélögunum. Gerðu glöggan greinarmun á raunveruleika og hugmyndaheimi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þér verður lítið úr verki útaf alls- kyns vangaveltum um hluti sem koma starfi þínu hreint ekkert við. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú býrð yfir ýmsum hæfileikum sem nýtast þér þegar á reynir. Segðu það við sjálfhverfasta kunningja þinn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Eitthvað í undirmeðvitund þinni getur ýtt undir órökrétta hegðun hjá þér í dag. Hvort sem það er vinnu- félagi sem eyðir tíma þínum eða vanrækt verk heima fyrir, þá reddar þú málunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er lag að blanda geði við vini eða í öðrum félagsskap. Notaðu innsæi þitt til að vega og meta vandamál sem upp kemur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þreifaðu fyrir þér um það í hvernig jarðveg hugmyndir þínir falla áð- ur en þú ákveður að setja þær fram sem þína stefnu. Nýtt fólk hefur aðra hæfi- leika en þeir sem gegndu starfinu áður. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Hristu upp í hlut- unum og leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín. Gefðu þér þann tíma sem þarf til þess. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhver er tilbúinn að rétta þér hjálparhönd í dag. Leggðu dæmið niður fyrir þér áður en þú hefst handa. Stjörnuspá 24. september 1920 Aftakaveður var á höfuðborg- arsvæðinu, rokstormur, úr- hellisrigning, þrumur og eld- ingar, „en það er sjaldgæft í þessu landi,“ sagði Morgun- blaðið. Eldingu sló niður í Hafnarfirði og nokkrir síma- staurar brotnuðu. 24. september 1922 Fyrsta einkasýning Gunn- laugs Blöndal listmálara var opnuð í KFUM-húsinu í Reykjavík. „Hann er talinn vera efnilegastur andlitsmál- ari af hinum yngri mönnum hér,“ sagði í Morgunblaðinu. „Hjá honum fer saman þrosk- uð listmennt og næmt auga.“ 24. september 1930 Lokið var við byggingu fyrsta sæluhúss Ferðafélags Íslands. Það er í Hvítárnesi, skammt frá Langjökli, í 425 metra hæð. Síðan hefur félagið reist á annan tug sæluhúsa. 24. september 1963 Mjólk og mjókurvörur hækk- uðu í verði um fjórðung, sem var mesta hækkun sem þekkst hafði. Daginn eftir hækkaði kjöt um þriðjung. Verðbólga á þessu ári var þó aðeins 14%. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Þorvaldur Björnsson Nes- túni 4, Hvamms- tanga er níræður í dag, 24. sept- ember. Hann dvelur í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. 90 ára „ÉG ÆTLA að eyða deginum á Stöðvarfirði hjá foreldrum mínum,“ segir Lilja Rut Arn- ardóttir læknanemi sem er 25 ára gömul í dag. Hún býr í Reykjavík en er þessa dagana í heimsókn á æskuslóðunum. Lilja Rut á sex mánaða gamla dóttur og er með hana með sér fyrir austan. „Við ætlum að vera hjá mömmu og pabba og hafa afmæliskaffi,“ seg- ir Lilja Rut og bætir við að þau eigi von á nán- asta ættfólki. „Við höfum þetta bara pent,“ segir hún og hlær. Þegar Lilja Rut er spurð um eftirminnilegasta afmælisdaginn nefnir hún bleikt reiðhjól. „Þegar ég var fjögurra ára fékk ég það í afmælis- gjöf og ég sat á því allan daginn,“ segir hún og skellihlær. „Já, gott ef ég sat ekki á því í veislunni líka.“ Þar sem hún er alin upp á Stöðvarfirði var gott fyrir krakkana að leika sér úti og hægt að hjóla hættulítið. „Það var sko hægt að vera úti að leika sér allan daginn,“ segir Lilja Rut. Hún er á fimmta ári í læknisfræði en tafðist örlítið vegna fæðingar dótturinnar. „Ég á eftir einn áfanga á fimmta ári og ég útskrifast senni- lega í júní 2011.“ Þá mun leið hennar væntanlega liggja utan í sérnám ásamt eiginmanni en hann er líka læknir. sia@mbl.is Lilja Rut Arnardóttir 25 ára Bleikt reiðhjól eftirminnilegt Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.