Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er gert af hugsjón, þrátt fyrir kreppu og þrátt fyrir niður- skurð. Með ákveðinni útsjónarsemi er þetta hægt. Það er kostnaður sem fylgir verkefninu, en við tók- um þá ákvörðun að bjóða nemend- unum þetta þeim að kostnaðar- lausu og töldum það mikilvægt í því umhverfi sem við lifum í í dag. Þetta er okkar framlag til sam- félagsins og við vonumst til að geta haldið þessu áfram,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, tón- leikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, um námskeið Ungsveitar Sinfóníunnar sem heldur sína fyrstu tónleika í Háskólabíói á laugardag kl. 17 og flytur þar und- ir stjórn Rumons Gamba eitt af stórvirkjum Dimitris Sjostako- vitsj, Sinfóníu nr. 5. 140 umsóknir um 88 pláss „Viðtökurnar voru gríðarlega góðar þegar við kynntum verk- efnið og við fengum umsóknir frá yfir 140 tónlistarnemum. Það var greinilegt að eftirspurnin var til staðar og ánægjulegt vegna þess að við getum boðið upp á hljóm- sveitarnámskeið af þessari stærð- argráðu. Fimmta sinfónía Sjos- takovitsj er risastórt verk og í hana þarf stóra hljómsveit.“ Í vor voru haldin prufuspil í all- ar leiðandi stöður Ungsveitarinnar og Arna segir að það hafi tekist vonum framar að manna þessa 88 manna ungu sveit. „Fyrir utan konsertmeistarann Ara Þór Vil- hjálmsson, þurftum við bara að leita til örfárra hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveitinni og Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna til að aðstoða á tónleikunum. Að öllu öðru leyti gátum við mannað sveit- ina með nemendum. Sem dæmi um aðsóknina, þá sóttu 60 fiðlur um, en það var bara pláss fyrir 30.“ Eitt af markmiðunum með nám- skeiðinu og tónleikum Ungsveit- arinnar er að gefa tónlistarnemum tækifæri til að spreyta sig í hljóm- sveitarleik við bestu aðstæður fag- mennskunnar, og segir Arna að það hafi strax verið mikil reynsla fyrir þá krakka sem þreyttu prufuspilið í vor. „Þetta er það sem bíður krakkanna ef þau ákveða að leggja hljómsveitarleik fyrir sig.“ Í sumar fengu þeir sem komust að nótur, svo þeir gætu byrjað að æfa sig, og segir Arna að nemend- urnir hafi mætt mjög vel undir- búnir á fyrstu hljómsveitaræfingu. Rumon hrífur krakkana með „Rumon Gamba hefur gefið sig allan í verkefnið og lagt hug og sál í hljómsveitina. Hann nær svo vel til krakkanna; er sérfróður um Sjostakovitsj og segir þeim heil- mikið um bakgrunn verksins og setur þau inn í þann anda sem ríkti þegar það varð til. Hann hríf- ur þau með og á auðvelt með að tala við þau þannig að þau skilji. Krakkarnir hafa átt frábærar stundir með Rumon, sem munu örugglega lifa með þeim lengi.“ Arna segir að ekkert hafi verið gefið eftir í æfingum; þær hafi verið stífar frá 12. september og skyldumæting. „Krakkarnir þurfa að temja sér mikinn aga og vita að árangur næst ekki öðru vísi. Ég heyri það frá foreldrum að nám- skeiðið hefur opnað þeim nýja sýn. Það er ekki nóg fyrir krakka í hljóðfæranámi að hlusta á plötur og fara á tónleika. Þeir þurfa að fá að upplifa tónlistina á eigin skinni í hljómsveitinni.“ Þetta er það sem bíður þeirra Morgunblaðið/Ómar Ungsveitin „Þeir þurfa að fá að upplifa tónlistina á eigin skinni í hljómsveitinni,“ segir tónleikastjórinn.  Tímamót í íslenskri tónlistarsögu með fyrsta námskeiði Sinfóníuhljómsveit- arinnar fyrir tónlistarnema  Fimmta Sinfónía Sjostakovitsj verður flutt STOFNUN Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Austurlands, Þekkingarnet Austurlands og Hofverjar gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun í Kaupvangi á Vopnafirði í dag kl. 17. Á fundinum fjallar Svav- ar Sigmundsson, stofustjóri Örnefnasafns stofnunarinnar, um mikilvægi örnefnasöfn- unar, til hvers örnefnum hefur verið safnað og hvernig staðið hefur verið að söfn- un. Þá fer hann yfir stöðu mála á Austurlandi. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi. Allir eru velkomnir. Hugvísindi Örnefnasöfnun á Vopnafirði Hof í Vopnafirði. SÉRSTÖK styrktarsýning verður á leikverkinu Brák í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld kl. 20. Allur ágóði sýn- ingarinnar rennur í söfnunar- átak Eddu Heiðrúnar Back- man og Hollvina Grensás- deildar, Á rás fyrir Grensás. Brák er magnaður einleikur eftir Brynhildi Guðjónsdóttur, í leikstjórn Atla Rafns Sigurðs- sonar. Brynhildur hlaut tvenn Grímuverðlaun fyrir sýninguna, annars sem höf- undur og hins vegar sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Sýningin, sem er í Landnámssetrinu í Borgarnesi, hefur fengið frábærar viðtökur. Leiklist Brák tekur á rás fyrir Grensás Brynhildur og Atli Rafn HVAÐ einkennir kvikmynda- gerð Milos Forman? Hvaða efni fæst hann helst við í kvik- myndum sínum? Hvernig birt- ast trúarleg stef í kvikmyndum hans? Þessar og fleiri spurn- ingar verða ræddar í kvöld- kirkjubíói í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30. Oddný Sen kvikmyndafræðingur og sr. Guðni Már Harðarson flytja stutta fyrirlestra um kvik- myndagerðarmanninn Forman og um trúarstef í mynd hans Gaukshreiðrinu. Sr. Árni Svanur Daníelsson, ritstjóri Deus ex cinema, kynnir dag- skrána. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndir Trúlega Forman í Dómkirkjunni Milos Forman GESTIR Metropolitanóperunnar í New York bauluðu og púuðu hástöf- um í frammíklappinu við lok fyrstu frumsýningar vetrarins á óperunni Toscu eftir Puccini. Það voru þó ekki tónlistarmenn- irnir sem urðu skotspónn reiði óperugestanna, heldur svissneski leikstjórinn, Luc Bondy. Forsagan er sú að óperustjórinn, Peter Gelb, hefur unnið að því öllum árum síðustu misserin að breyta ímynd Metropolitanóperunnar úr gamalgrónu og íhaldssömu óperu- húsi í nýtt og ferskt óperuhús sem á að sýna listræna dirfsku. Í þeim anda var Luc Bondy ráð- inn, en hann fer sjaldnast troðnar slóðir í uppfærslum sínum. Saurlífisseggurinn Scarpia Gagnrýnandi New York Times lofaði frammistöðu tónlistarmann- anna, ekki síst finnsku dívunnar Karitu Mattila í hlutverki Toscu og James Levine hljómsveitarstjóra. En þegar kemur að uppfærslunni og túlkun Lucs Bondys finnst gagn- rýnandanum Anthony Tommasini keyra um þverbak, og kallar upp- færsluna afbrigðilega, klúra og klámfengna og segir meðal annars: „Því sem eftir var af reisninni glataði Bondy í öðrum þætti. Scarpia [vonda löggan sem girnist Toscu] situr að mat sínum, eða öllu heldur í orgíu, með þremur bosmamiklum konum, tilbúnum, þöglum per- sónum. Þegar hann syngur sitt kyn- ferðislega Credo, um þá kynferð- islegu spennu sem hann finnur fyrir við það að leggja undir sig mótþróa- fullar fegurðardísir, fara konurnar þrjár að strjúka honum um brjóst og klof. Eiga þær að vera hórur? Ef svo er er það út í hött. Vændi væri fyrir neðan virðingu þess Scarpia sem Puccini samdi um. Bondy gerir hinn flókna Scarpia að fíflalegum saurlíf- isseggi.“ Uppfærsla Metropolitanóper- unnar verður sýnd í beinni útsend- ingu í Óperubíói Sambíóanna 10. október. Tosca George Gagnidze í hlutverki Scarpia með drósunum þremur. Klúr Tosca Baulað á Luc Bondy í Metropolitanóperunni Árið 1936 stóð Jósef Stalín að baki mikilli rógsherferð á hendur Sjostakovitsj og tónlist hans. Dagblaðið Pravda var notað til níðskrifa um tón- skáldið og tónlist hans. Sjost- akovitsj féll í ónáð og fékk lítið sem ekkert að gera. Frum- flutningi á fjórðu sinfóníu hans var hafnað eftir að æf- ingar voru byrjaðar. Fimmta sinfónían var and- svar tónskáldsins við aðgerð- um Stalíns og var samin 1937. Hún féll strax í gríðargóðan jarðveg og er enn í dag eitt hans vinsælasta tónverk. Stalín svarað Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MENNINGARÞÁTTURIN Víðsjá í síðdegisútvarpi Rásar 1 verður efldur og stækkaður frá og með mánudegi. Þetta staðfestir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri út- varps. „Við viljum efla umfjöllun um listir og menningu, og teljum að það sé í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Það er svo mikið um að vera í menningarlífinu að við vildum styrkja Víðsjána og taka inn í hana fleiri þætti.“ Víðsjá hefst eftir fréttir kl. 16 frá mánudegi og tekur því yfir tímann sem tónlistarþátturinn Hlaupanótan hafði. Sigrún segir að í stað Hlaup- anótunnar verði tónlistarefni tengt líðandi stund í nýju Víðsjánni, en annað tónlistarefni sent út í kvöld- dagskrá. „Ritstjórn þáttarins verður mjög sterk, en hana skipa Haukur Ingv- arsson, Eiríkur Guðmundsson, Guðni Tómasson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Sigríður Steph- ensen. Þau hafa fengið öflugt lið gagnrýnenda með sér og þar vona ég að Víðsjá verði sterk.“ Meðal gagnrýnendanna sem Sig- rún nefnir eru Þorgerður E. Sig- urðardóttir í leiklist, Gauti Krist- mannsson og Þröstur Helgason í bókmenntum, Helgi Jónsson í tón- list og Margrét Elísabet Ólafsdóttir í myndlist. „Þegar tilefni gefast í öðrum list- greinum getum við vonandi brugð- ist við. Við fáum líka fleira innan- búðarfólk til liðs við þáttinn, eins og Lísu Pálsdóttur, Ævar Kjartansson og Ólöfu Sigursveinsdóttur. Halldór Hauksson verður svo með pistlaröð í Víðsjá. Við vonumst semsagt til þess að Víðsjá verði kröftug, því það er valinn maður í hverju rúmi.“ „Öflug menningarveisla“ er kjör- orðið sem Sigrún gefur nýju Víð- sjánni. Fjóra daga vikunnar, mánu- dag til fimmtudags, stendur þátturinn frá 16.10-18, en á föstu- dögum verður Lana Kolbrún Eddu- dóttir með djassþáttinn sinn, Fimm fjórðu, kl. 16.10, en Víðsjá tekur við á eftir Lönu Kolbrúnu með svolítið öðru sniði en aðra daga vikunnar. Öflug menningarveisla Þátturinn Víðsjá á Rás 1 verður efldur og áhersla lögð á gagnrýni Dagskrárstjóri Sigrún Stefánsdóttir Þetta er kolsvört kómedía á köflum en undirliggjandi er alltaf þessi mikla ógn … 40 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.