Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 ✝ Jón JóhannesÁrnason fæddist í Reykjavík 19. sept- ember 1934. Hann lést á Landspítalanum 19. september sl. Foreldrar hans voru Árni Jóhann- esson pípulagn- ingamaður, f. 23.7. 1904, d. 23.8. 1954, og kona hans Ingileif Magnúsdóttir, f. 19.3. 1905, d. 13.11. 2004. Systkini Jóns eru Jó- hanna Kristín, f. 4.9. 1932, Friðrik Magnús, f. 28.8. 1938, Ríkaður, f. 11.11. 1939, Ólafur Brynjar, f. 27.10. 1941, og Hrönn, f. 27.2. 1945. Bróðir samfeðra er Rafn Vídalín, f. 2.6. 1930, d. 23.8. 2009. Jón kvæntist hinn 7.10. 1961 Ragnhildi Jónínu Sigurdórs- dóttur, f. 8.12. 1942. Jón lauk sveins- prófi sem pípulagn- ingamaður og starf- aði við iðn sína allan sinn starfsaldur og flest árin hjá meistara sínum Benóní Krist- jánssyni. Jón verður jarðsunginn frá Ár- bæjarkirkju í dag, 24. september, og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegur bróðir minn og mág- ur er fallinn frá. Það er alltaf erfitt að sætta sig við það óhjákvæmilega þegar skarð er höggvið í fjölskyldu eða vinahóp en Jón var einmitt hvort tveggja í senn, hluti af nán- ustu fjölskyldu og góður vinur. Hann var á uppvaxtarárum sínum kallaður Jóndi af fjölskyldunni og festist það í huga margra sem þekktu hann frá þeim tíma. Þótt aðstæður hafi hagað því þannig að kynni okkar hafi ekki orðið fyrr en við vorum komnir af unglingsárunum vantaði ekkert á bróðurþelið og þess naut ég alla tíð. Við leiðarlok er dýrmætt að geta ausið úr brunni góðra minninga um liðnar stundir sem ekki hverfa þótt komið sé að kveðjustund. Jóndi lagði fyrir sig pípulagningar eins og faðir okkar og starfaði við það alla sína starfsævi sem lauk ekki fyrr en heilsan varð honum Þrándur í Götu. Meðal þeirra minninga sem koma í hugann er þegar við Anna ákváðum fyrir nokkrum árum að ráðast í framkvæmdir við sumarhús í Grímsnesi. Þá kom ekki annað til greina hjá Jónda en að hann sæi um allar pípulagnir í húsinu sem hann og gerði. Einhverju sinni að vetri til þurfti ég að fara austur til þess að sinna einhverju aðkallandi verkefni varðandi pípulagnirnar í húsinu. Þótt Jóndi væri farinn að finna til skertrar starfsgetu vegna þess sjúkdóms sem hafði yfirhönd- ina að lokum kom ekki annað til mála en að hann færi með svo litli bróðir gerði enga vitleysu. Það er um klukkutíma akstur á staðinn og hafði verið snjókoma dagana á und- an. Engin fyrirstaða var á leiðinni fyrr en við áttum stutt eftir og varð þá mikill skafl á leið okkar sem ómögulegt var að komast yfir án þess að festa bílinn. Við vorum sam- mála um að það væri okkur ekki í blóð borið að gefast upp og eftir um tveggja stunda mokstur komumst við á leiðarenda. Oft hlógum við að þessu litla ævintýri og þökkuðum það þrjóskunni í „Háagerðisgeninu“ að hafa ekki snúið við. Í veikindum sínum var Jóndi allt- af jafn æðrulaus og þótt undir niðri Jón Jóhannes Árnason ✝ Elísabet HjördísHaraldsdóttir fæddist á bænum Bala við Barðavog í Reykjavík 18. maí 1946. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnu- daginn 13. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Hjartardóttir, hús- móðir, f. 30.1. 1910, d. 17.4. 1972, og Haraldur Loftsson, beykir, f. 3.8. 1893, d. 13.6. 1965. Þau bjuggu á Kleppsmýrarvegi 2 í Reykjavík. Systkini Hjördísar eru 1) Jón Kristinn, f. 10.6. 1947, maki Guðný Alfreðsdóttir, f. 17.1. 1948. Börn þeirra eru Sigríður Lovísa, Haraldur Rúnar, f. 5.10. 1954, og Guðrún Jóna, f. 17.11. 1957. Hjördís giftist Sigurði Inga Tómassyni, vélstjóra, f. 1.3. 1945. Börn þeirra eru 1) Orri, við- skiptafræðingur, f. 3.3. 1979, maki Saga Ýrr Jónsdóttir, lög- fræðingur, f. 25.11. 1980. 2) Hild- ur, háskólanemi, f. 13.6. 1984. Börn Sigurðar af fyrra hjóna- bandi eru 1) Agnar Þór, f. 22.1. 1964, dóttir Kristín Fanney, f. 5.12. 1982. 2) Unnur, f. 14.7. 1967, maki Stefán Þórir Birgisson, f. 2.8. 1965. Að loknu grunnskólanámi hóf Hjördís störf í Iðunnarapóteki og vann einnig um hríð hjá Félagi farstöðvaeigenda. Lengstan hluta starfsævinnar rak hún Ramma- miðstöðina ásamt eiginmanni sín- um. Síðustu árin vann Hjördís á 101 hóteli. Útför Hjördísar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 24. sept- ember, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar f. 27.2. 1968, Freydís og Freyr, f. 19.9. 1971. 2) Jónína Guð- rún, f. 24.5. 1949. Börn hennar eru Haraldur Þór Eg- ilsson, f. 29.10. 1972, og Ninja Sif Jón- ínudóttir, f. 25.2. 1980. 3) Halla Vil- borg, f. 3.9. 1951. Systkini Hjördísar samfeðra eru: 1) Sig- ríður Lovísa, f. 15.9. 1916, d. 12.9. 2001, maki Gísli Ragnar Sigurðsson, f. 16. 9. 1916, d. 17.5. 1995. 2) Jón, f. 12.8. 1922, d. 29.7. 1942. 3) Guðrún, f. 4.7. 1923, maki Karl Óttar Guð- brandsson, f. 16.10. 1919, d. 22.2. 1979. Börn þeirra eru Guð- brandur Sævar, f. 26.12. 1949, Nokkrar af mínum fyrstu minn- ingum eru um mig sitjandi í kerru, hér og þar um bæinn, dinglandi fót- unum, með móður mína við stjórn- völinn. Um síðir kom að því að ég óx upp úr kerrunni og lærði að feta mína eigin leið í lífinu, þótt mamma hafi alltaf verið tilbúin að ýta mér áfram í rétta átt, ef með þurfti. Mamma var nefnilega til taks ef þurfti á að halda, meðbyr sem gott var að eiga. Þegar ég hékk niður úr grindverki á róló kom hún og losaði mig. Þegar ég var búin að lofa að baka brún- tertu og ég hafði ekki tíma (né kunnáttu meistarans) bakaði hún. Þegar ég var að feta einhvers stað- ar úti í hinum stóra heimi og villtist af leið þá var hún hinum megin á símalínunni að reyna að gera það besta úr þeim vandræðum sem ég hafði komið mér í. Þegar dagur var kominn að kvöldi og tími til að hvíla sig frá fetinu var mér oft kalt á tán- um. Þá kom hún og hlýjaði mér, vafði þétt um tærnar, spjallaði að- eins, bauð góða nótt og bað Guð að geyma mig. Þessu hélt hún senni- lega áfram þar til ég fluttist að heiman. Þá færði hún mér dún- sokka, svo mér yrði nú örugglega ekki kalt þar sem ég væri. Mamma lét iðulega vita hversu ánægð hún var með mann, þótt manni þætti at- hafnir og verk þeirrar stundar kannski ekki ýkja merkileg. Valdabarátta var ekki algeng milli okkar mæðgnanna, enda sagði mamma sjaldan nei. Hlutirnir tóku kannski lengri tíma en lagt var upp með í byrjun en afgerandi nei var sjaldgæft svar. Enda kippti mamma sér lítið upp við vini sem gistu hér og þar, langar setur við eldhúsborðið, veisluhöld, bekkjarpartí og annað sem fylgdi uppvextinum. Mamma hafði yfirleitt meiri áhyggjur af hvort gestunum hefði örugglega verið boðið upp á eitt- hvað að bíta og brenna og séð væri til þess að vel færi um þá. Enda ber þess að geta að mamma var nokkuð vinsæl hjá þeim vinum mínum sem til hennar þekktu. Þar sem ég sat til fóta í hjóna- rúminu á Káró fyrir rúmum tuttugu árum og hlustaði á mömmu lesa æv- intýrið um bræðurna Ljónshjarta grunaði mig aldrei að í okkar sögu yrði mamma ljónshjartað. Hún með sitt góða hjarta háði hetjulega bar- áttu, gafst ekki upp, barðist af krafti og lét aldrei bugast. Þannig eru víst ljónshjörtu, hlý og góð en miklu sterkari en mann grunar. Ó, Drottinn, minnar sálar sól, nú sezt í æginn ljóssins hjól, en þegar birtan burtu fer, þín blessuð ásján lýsi mér. Gef hjarta mínu helgan frið, gef hverri sálu líkn og grið, ó, fyrirgef oss fall og synd, ó, frelsa, Drottinn, þína mynd. (Matthías Jochumsson) Elsku mamma, ég vona að þú hafir örlast frið í sálu þinni og þar sé allt í rósum, voða krúttlegt eins og þú sagðir. Ég vona að þú fetir leiðina að þínu Nangijala. Ég held áfram að feta leiðina hér með vega- nestið og leiðbeiningarnar þínar í farteskinu. Hvíl í friði, mamma mín. Guð geymi þig. Þín Lilla Badda, Hildur. Elsku mamma mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt því það er svo margt sem þú áttir eftir að gera og svo margt sem við ætluðum að gera saman. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sért í raun ekki hjá okkur lengur, að við njótum ekki bross þíns og hlýju lengur, að þú getir ekki glaðst og hlegið með okkur, hughreyst okkur og verið til staðar fyrir okkur eins og þú varst alltaf þegar við þurftum á að halda. Það gerir sorgina þó léttari að horfa til baka og rifja upp þær minningar og tíma sem við áttum saman. Ef þú værir hér enn veit ég að þú mundir segja mér að ég ætti ekki að vera sorgmæddur, takast að sannfæra mig um að allt yrði í lagi og ná að laða fram bros á varir mín- ar á ný. Þannig varst þú, reyndir alltaf að sjá til þess að öðrum liði vel og hefðu það gott, umfram þínar eigin þarfir og líðan. Þú passaðir ávallt að við systkinin hefðum það sem best, jafnvel eftir að við vorum komin á fullorðinsár hélstu alltaf verndarvæng yfir okkur eins og við værum ennþá litlu ungarnir þínir. Þrátt fyrir erfið veikindi bugaðist þú aldrei og tókst lífinu með já- kvæðni og brosi á vör eins og áður. Til að forða okkur hinum frá því að hafa áhyggjur reyndirðu að leyna okkur líðan þinni og tilfinningum og lést vera mun hressari en þú varst í raun. Þetta gerðirðu allt fram á síð- ustu stundu og þegar við hin vorum alveg að því komin að brotna saman náðirðu að hughreysta okkur og sannfæra um að þetta yrði allt í lagi. Fékkst okkur með einskærum hlýhug og nærveru þinni til að líða betur og fyllast von að nýju. Þú lagðir alltaf svo mikið upp úr því að líta vel út og koma vel fyrir enda tókst þér það með eindæmum vel. Það kom reyndar ekki alltaf án fyr- Hjördís Haraldsdóttir ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR JÓNSSON, Gulli, hárgreiðslumeistari, Seljavegi 19, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. september kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Svan Gunnar Guðlaugsson, Inese Babre, Alísa Svansdóttir, Alda Svansdóttir, Tinna Svansdóttir, Mikella Rós Svansdóttir. ✝ Ástkær frændi okkar, ÚLFUR FRIÐRIKSSON garðyrkjumaður og rithöfundur, Hrafnistu, áður Austurbrún 2, Reykjavík, lést laugardaginn 19. september. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 28. september kl. 15.00. Guðrún Schmidt, Cornelie Seefeld og ættingjar. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Nesvegi 45, Reykjavík, sem lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 15. september, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 25. september kl. 15.00. Jón Eiríksson, Björn Baldursson, Hrafnhildur Baldursdóttir, Sigurður Kristjánsson, Bergljót Baldursdóttir, Stefán Jökulsson, Kolbrún Baldursdóttir, Jón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, mágur, afi og langafi, SIGURÞÓR SIGURÐSSON, Skriðustekk 17, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 21. september. Hallveig Ólafsdóttir, Einar Sigurþórsson, Edda Runólfsdóttir, Kristín Sigurþórsdóttir, Pétur Einarsson, Sigríður Sigurþórsdóttir, Eyjólfur Steinn Ágústsson, Sólveig Sigurþórsdóttir, Eggert Elfar Jónsson, Birgir Sigurþórsson, Elva Björk Garðarsdóttir, Þór Sigurþórsson, Sigurður Gunnar Sigurðsson, Arndís Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR ÞÓR GUNNLAUGSSON sundþjálfari, ungbarna- og barnasundþjálfari, Búagrund 4, Kjalarnesi, Reykjavík, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 22. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Svanhvít Guðrún Jóhannsdóttir, Ólafur Páll Ólafsson, Ingunn María Ólafsdóttir, Halldóra Jóhanna Arnarsdóttir, Geir Arnöy, Leon Jóhann Fallay og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.