Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 SÉST hefur til dílaskarfa á Reykjavíkurtjörn að undanförnu. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings er skarfurinn sjaldséður gestur á Tjörninni sjálfri, algengara er að hann fljúgi þar yfir. Fuglinn er ekki mikið gefinn fyrir nærveru við mannfólkið en hefur þó vanið komur sínar á Lækinn í Hafnarfirði í seinni tíð, og víðar á höf- uðborgarsvæðinu. Hér sést ekki betur en að ein gæsin á Tjörninni sé ósátt við þennan nýja gest. Morgunblaðið/Ómar SJALDSÉÐUR GESTUR Á REYKJAVÍKURTJÖRN „VIÐ hörmum að menntamála- ráðherra skuli hafa tekið þá ákvörðun að greiða ekki með þeim grunn- skólanemendum sem vilja stunda fjarnám á fram- haldsskólastigi,“ segir Marta Guð- jónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í menntaráði Reykjavík- urborgar. Fulltrúi frá menntamálaráðu- neytinu kom á fund menntaráðs í gær og greindi frá ákvörðun ráð- herra, að sögn Mörtu. „Okkur var greint frá því að það yrði 100% skerðing. Menntaráð bókaði mikilvægi þess að nám á framhaldsskólastigi stæði grunn- skólanemum áfram til boða og að fjármagn til þess yrði tryggt. Það stendur skýrt í grunnskólalögum að grunnskólanemar eigi rétt á að stunda nám í einstökum náms- greinum á framhaldsskólastigi,“ segir Marta. ingibjorg@mbl.is Grunnskóla- nemar sviptir fjarkennslu Marta Guðjónsdóttir LETTNESKI stórmeistarinn Nor- munds Miezis skaust í efsta sætið með 5 vinninga á alþjóðlega Bol- ungarvíkurmótinu í skák í gær- kvöldi en tvær síðustu umferðirnar verða tefldar í dag. Miezis vann Braga Þorfinnsson í sjöttu umferð og gerði síðan jafn- tefli við rússneska stórmeistarann Mikhail Ivanov í sjöundu umferð. Alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þor- finnsson og Daninn Silas Lund eru í 2.-4. sæti með 4,5 vinninga. Normunds Miezis skaust í efsta sætið ÖSSUR Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra átti í fyrrakvöld fund með Dom- inique Strauss- Kahn, aðal- framkvæmda- stjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins, AGS. Fund- urinn fór fram í New York en þar situr Össur alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna, auk fleiri funda. Ekki náðist í Össur í gær en í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að hann hafi far- ið ítarlega yfir stöðu efnahagsmála Íslandi og framgang efnahagsáætl- unar ríkisstjórnarinnar sem unnin var í samstarfi við AGS. Einnig var rætt um Icesave. Fundað um sam- starfsáætlun AGS Össur Skarphéðinsson Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BRÝNT er að lög um greiðsluaðlögun verði framkvæmd þannig að mæta megi verulegum greiðsluvandræðum a.m.k. 10 þúsund fjöl- skyldna á næstu mánuðum. Er meðal annars nauðsynlegt að hægt verði að breyta skilmál- um bæði fasteigna- og bifreiðaveðskulda þann- ig að gengistrygging sé felld niður, gjalddög- um fjölgað og lánstími lengdur. Þetta er meðal tillagna ASÍ vegna greiðslu- vanda heimila um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun, gjaldþrotaskipti o.fl. Þær voru samþykktar í miðstjórn í gær og voru því næst kynntar fyrir ríkisstjórninni síðdegis. ASÍ leggur höfuðáherslu á bráðaaðgerðir til hjálpar þeim heimilum sem verst hafa orðið úti í efnahagsþrengingunum. Tillögurnar sem eru fjölmargar eru lagðar fram í frumvarpsformi. Þar er lagt til að greiðsluaðlögun taki jöfnum höndum á almennum skuldum og veðskuldum hvort heldur um er að ræða íbúðalán eða bif- reiðalán. Þá stöðvist nauðungarsala þegar beiðni um heimild til greiðsluaðlögunar er lögð fram. Hægt sé að skera niður fasteignaveð- skuldir þegar við staðfestingu greiðsluaðlög- unar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og að kröfuhafi sem ekki sættir sig við niðurskurð veðskulda umfram 100% veðþol eignar geti leyst eignina til sín gegn yfirtöku veðskuld- bindinga eða m.ö.o. að skuldari skili lyklunum að eigninni. Skuldari og fjölskylda hans geti engu að síður haldið afnotum eignarinnar í allt að 12 mánuði gegn greiðslu hæfilegs endur- gjalds í formi húsaleigu. Þá er lagt til það úrræði að tryggt verði að ef eign sú sem veðskuldir eru skornar af er seld með hagnaði að raunvirði innan 5 ára frá af- skrift skulda, skuli hagnaðinum skipt að jöfnu milli skuldara og kröfuhafa og einnig að greiðsluaðlögun megi taka upp á greiðsluað- lögunartíma ef skuldari efnast verulega á því tímabili Mæta vanda 10.000 fjölskyldna  ASÍ kynnir ítarlegar tillögur um lausn á greiðsluvanda heimila  Gengistrygging sé felld niður  Lenging lánstíma  Hægt að skera niður fasteignaveðskuldir við staðfestingu greiðsluaðlögunar » Hið opinbera tryggi umsækjanda endurgjaldslausa aðstoð » Sýslumenn geti tekið að sér umsjón með greiðsluaðlögun » Nauðsynlegt að efla Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna Í lögunum um skattlagningu kol- vetnisframleiðslu vegna olíu- og gasleitarinnar á Drekasvæðinu er annars vegar lagt á stighækkandi vinnslugjald sem tekur mið af verðmæti þess magns af kolvetni sem nýtt er úr auðlindinni óháð kostnaði vinnsluaðila. Ákveðið var að ekkert yrði greitt af fyrstu 10 milljón tunnunum á hverju ári en gjaldhlutfallið hækkaði svo með aukinni vinnslu. Hins vegar er svo lagður á sérstakur kolvetnis- skattur þegar skattskyldur hagn- aður nær 20% af skattskyldum rekstrartekjum í stað vinnslu- gjaldsins. Við umfjöllun í þingnefnd komu fram ólík sjónarmið um hvort þetta skattumhverfi væri hagfellt. „Fulltrúi olíufjárfesta sem kom á fund nefndarinnar taldi að vinnslu- gjaldið væri einkum til þess fallið að draga úr áhuga erlendra olíufé- laga vegna þess hvernig það væri uppsett. Gjaldið væri skattur sem reiknaður væri út frá verðmæti framleiðslu en tæki ekki mið af kostnaði eða hagnaði fyrirtækis, sem gæti verið verulega íþyngj- andi.“ „Fulltrúar ráðuneytisins bentu á að vinnslugjaldið styddist við þau rök að ríkinu, sem eiganda auð- lindarinnar, hlotnuðust tekjur af nýtingu hennar óháð því hvort starfsemin væri arðbær,“ sagði m.a. í nefndaráliti þingsins. Stighækkandi gjald óháð kostnaði Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SAGEX Petroleum og Lindir Ex- ploration hafa dregið til baka um- sókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæð- inu. Fyrr í sumar dró Aker Explora- tion umsókn sína til baka. Kristinn Einarsson, yfirverkefnis- stjóri auðlindamála hjá Orkustofn- un, telur að meginástæða þessa sé vegna kreppunnar og skorts á láns- og áhættufjármagni fyrir olíufélögin. Norðmenn hafa boðað rannsóknir á svæðinu sín megin á Jan Mayen- hryggnum. Kristinn segir þetta mjög jákvætt því Íslendingar eigi hagsmuna að gæta Noregsmegin með sama hætti og þeir eiga hags- muni Íslandsmegin. Áhugi en vantar fjármagn „Þegar Norðmenn fara í gang þá eykst áhugi á svæðinu sem heild líka. Ég reikna því með að við reynum að efna til nýs útboðs eftir tvö ár eða svo. Síðan kemur til greina í samráði við ráðuneytið að hafa opið fyrir um- sóknir með skilmálum fyrsta útboðs- ins. Ef kreppan losar tökin á fjár- málamörkuðum vitum við að fleiri félög sem sóttu um höfðu virkilega áhuga á að kynna sér svæðið en höfðu ekki fjármagn.“ Íþyngjandi skattar eru önnur af tveimur meginástæðum þess að Sag- ex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið til baka umsókn sína að sögn Gunnlaugs Jónssonar, forstjóra Linda. „Meginástæðurnar eru tvær. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að áhugi á svæðinu er minni en vonast var eftir. Það eru mikil samlegðar- áhrif í þessum rekstri, menn þurfa að starfa mikið saman og við þurfum að fá fleiri inn á svæðið til þess að þetta gangi upp hjá okkur. Jafn- framt eru skattar mjög íþyngjandi á félög af þessu tagi á Íslandi. Við telj- um að þetta áhugaleysi hafi leitt það í ljós. Skattarnir hefðu þurft að vera hvetjandi til að aðilar kæmu og sæktu um leyfi. Þess í stað eru þeir mjög letjandi. Við teljum alveg ljóst að það þurfi að fara fram breytingar á skattakerfinu hér áður en næsta umferð fer fram. Þá höfum við mjög mikinn áhuga á svæðinu því við höf- um áhuga á að sækja um aftur og vonumst til þess að fleiri geri það líka. Við myndum þá jafnvel reyna að standa að því í samstarfi við aðra,“ segir Gunnlaugur. Fjármálakreppan hefur líka áhrif að sögn hans en Drekasvæðið sé tæknilega mjög krefjandi, dýpi mik- ið, það er langt frá landi og mikil rekstrarleg áhætta í því fólgin að stunda þar olíuleit. Vegna þessa máls hefur Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Framsókn- arflokksins í iðnaðarnefnd, óskað eftir því formlega að nefndin verði kölluð saman til fundar. Einnig verði kallaðir fyrir nefndina fulltrúar frá Linda Exploration, Sagez, Orku- stofnun og iðnaðarráðuneytinu. Óvissa og letjandi skattar  Forstjóri Linda Exploration segir íþyngjandi skatta eina af ástæðum þess að umsókn á Drekasvæði var dregin til baka  Möguleikar á nýju útboði eftir 2 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.