Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 BERGUR Elías Ágústsson, sveit- arstjóri Norðurþings, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann bendir á það að þótt ráðherrar Vinstri grænna hafi boðað friðlýs- ingu Gjástykkis virðist þeir ekki vita að sveitarstjórnir á svæðinu hafa nýlega lagt til friðlýsingu á langstærstum hluta svæðisins og að orkuvinnsla er aðeins heimil á um 2% þess samkvæmt nýlegu aðal- skipulagi. Helstu náttúruperlur svæðisins eru við Sandmúla sunnan Gjástykkis, svæðið norðan Hituhóla og Hrauná. Í svæðisskipulaginu var kappkostað að forðast rask nálægt þessum náttúruperlum. Gjástykki nú þegar friðað að mestu ÞINGFLOKKUR framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að grípa taf- arlaust til aðgerða til að bjarga skuldsettum heimilum. Allar raun- hæfar tillögur ríkisstjórnarinnar um að aðstoða fólk í greiðsluvandræð- um og leiðrétta skuldastöðuna verða skoðaðar með jákvæðu hugarfari af hálfu framsóknarmanna. Vilja aðgerðir BÆNDASAMTÖKIN sendu utan- ríkisráðuneytinu erindi þann 11. september sl. þar sem farið er fram á það að spurningarlisti ESB, sem fjalla um landbúnað, verði þýddir á íslensku. Ekkert svar hefur enn borist og hafa samtökin ítrekað óskir sínar með öðru bréfi. Einnig var þess óskað að fá til skoðunar, á íslensku, öll svör annara stofnana og ráðuneyta sem kunna að varða landbúnaðar- og byggðamál. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ESB spurningalistar SVEINBJÖRG Hermannsdóttir hefur verið kjörin heiðursfélagi í Kvenréttindafélagi Íslands. Svein- björg sem er fædd árið 1911, hefur verið í Kvenréttindafélaginu í rúma hálfa öld og hefur sýnt félaginu mikla ræktarsemi. Á 99. aldursári sækir Sveinbjörg enn viðburði á vegum félagsins. Það var Margrét K. Sverrisdóttir, formaður félags- ins, sem afhenti Sveinbjörgu heið- ursskjal að þessu tilefni. Sveinbjörg með heiðursskjalið. Heiðursfélagi Kven- réttindafélagsins ALÞJÓÐABANKINN og Efnahags- og framfarastofnunin hafa boðið Breka Karlssyni, forstöðumanni Stofnunar um fjármálalæsi við HR, á málþing um fjármálalæsi í Wash- ington 12.-13. nóvember nk. Hann mun flytja framsöguerindi og tekur þátt í pallborðsumræðum. Fjármálalæsi STUTT Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is V-DAGSSAMTÖKIN og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á umfangsmiklu kyn- ferðisofbeldi gagnvart konum og stúlkubörnum í A-Kongó. Söfnun verður hleypt af stokkunum meðal almennings en söfnunarféð verður nýtt í verkefni í þágu ungra kynferð- isbrotaþolenda í landinu. Kynferðisofbeldi notað sem vopn Þegar átakið var kynnt í gær sagði Diljá Ámundadóttir, nýr formaður endurvakinna V-dagssamtaka, að í A-Kongó ríkti neyðarástand. Þar væri kynferðisofbeldi notað sem vopn til að eyðileggja mannslíf, fjöl- skyldur og samfélög. „Eftir að hafa kynnt mér þetta mál skil ég ekki af hverju heimurinn stendur ekki á öndinni og vill gera eitthvað í þess- um málefnum.“ Diljá sagði að ætl- unin væri að fræða Íslendinga um ástandið í A-Kongó og safna pening til að þolendur kynferðisofbeldis, sem eru allt frá nokkurra mánaða stúlkubörnum til eldri kvenna, geti leitað sér læknisaðstoðar, umhyggju og eflingar til að hefja líf sitt að nýju. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, sagði að síðan 1998 hefði geisað styrjöld í A-Kongó sem fjöldi ríkja hefði komið að. Allt frá upphafi hefði kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkubörnum verið beitt í hernaðar- legum tilgangi, þeim væri skipulega nauðgað til að niðurlægja þær, sundra fjölskyldum og samfélögum. Þrátt fyrir að samið hefði verið um frið árið 2003 væri kynferðislegum pyntingum enn beitt með skipuleg- um hætti. UNICEF áætlar að fórn- arlömbin skipti hundruðum þús- unda, þar af sé yfir helmingurinn börn. „Þetta er ein ógeðfelldasta að- för að mannréttindum í heiminum og það er alveg gríðarlega mikilvægt að það sé tekið á þessu máli.“ Stefán sagði jafnframt að ráðast þyrfti í átak til að breyta viðhorfum til kynferðisofbeldis en víða í Aust- ur- og Mið-Afríku telji konur eðlilegt að eiginmaður þeirra beiti þær of- beldi. Hægt er að leggja söfnuninni lið með margvíslegum hætti, m.a. með því að gefa frjáls framlög inni á síð- unni www.unicef.is/v-dagurinn „Skil ekki af hverju heimur- inn stendur ekki á öndinni“ Morgunblaðið/Heiddi Kynferðisofbeldi Diljá Ámundadóttir, formaður V-dagssamtakanna, segir að neyðarástand ríki í A-Kongó. Vekja Íslendinga til vitundar um umfangsmikið kynferðisofbeldi í Austur-Kongó Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSLAND naut mikillar athygli á JATA, stærstu ferðasýningu Asíu, sem haldin var í Japan á dögunum, að sögn Þorgeirs Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða. Þorgeir sagði að sex íslensk fyrirtæki hefðu kynnt starfsemi sína í sameiginlegum Ís- landsbás. Auk þess lágu frammi bæklingar frá þremur fyrirtækjum. Mörg fyrirtækjanna voru með ís- lenska fulltrúa í básnum eða Japana sem kunna íslensku. Þema íslenska sýningarbássins var norðurljósin og heilsulindir. Sett var upp eftirlíking af heitri laug við Mývatn og var baðsalti blandað í heita vatnið. Vakti laugin mikla athygli sýningargesta. „Það er mikill áhugi á norður- ljósum og heilsulindum í Japan,“ sagði Þorgeir. „Flestir Íslending- anna sem tóku þátt í sýningunni hafa lengi unnið á Japansmarkaði. Það hefur skilað þeim árangri að hingað koma um 12 þúsund jap- anskir ferðamenn á ári. Allir eru sammála um að gríðarmikil tæki- færi felist í því að einbeita sér að því að kynna íslenskar heilsulindir, norðurljósin, tónlist og menningu í Japan. En þetta er langtímaverk- efni.“ Daginn áður en sýningin hófst þann 18. september hélt Íslenska verslunarráðið í Tókýó kynningu á íslenskri ferðaþjónustu, þróun hennar og nýsköpun. Hún var hald- in í íslenska sendiráðinu í Tókýó. Þangað komu um 45 gestir úr jap- önsku atvinnulífi og voru flestir frá japönskum ferðaskrifstofum. Þor- geir kvaðst hafa farið á ferðasýn- inguna fyrir hönd Markaðsstofu Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Auk þess að kynna Vestfirði sem áfangastað ferða- manna fór Þorgeir einnig til að fylgja eftir viðræðum við Japana um samvinnu í sjávarútvegi og fisk- eldi og raforkuvinnslu í sjó. Kanna nýtingu sjávarauðlinda Þetta er önnur ferð Þorgeirs til Japans á þessu ári. Í mars fór hann með sendinefnd á vegum Útflutn- ingsráðs og Ferðamálastofu. Þá hitti hann fulltrúa Tókýóháskóla og einkaháskólans KINKI. Síðarnefndi háskólinn er leiðandi í rannsóknum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis. Þá hitti Þorgeir einnig fulltrúa Mitsub- ishi-iðnaðarrisans fyrir milligöngu íslenska sendiráðsins í Tókýó. Er- indið var að ræða við Mitsubishi um möguleika á gerð sjávarfallavirkj- ana á Vestfjörðum. Þorgeir kvaðst hafa fylgt þessum málum eftir í ferðinni sem hann fór nú. Hann sagði að KINKI- háskólinn ætli að senda fulltrúa sinn hingað á komandi vetri. „Við erum að kanna nýtingu sjáv- arfalla á Vestfjörðum til raforku- vinnslu, t.d. strauma sem myndast við þverun fjarða eins og í Mjóa- firði. Við höfum kynnt þetta fyrir iðnaðarráðuneytinu og erum að skoða málið í samvinnu við Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, Háskólasetur Vestfjarða og Fjórðungssambandið. Við höfum kveikt áhuga Mitsubishi á að skoða þetta með okkur,“ sagði Þorgeir. Hann segir að Mitsubishi sé leið- andi í smíði hverfla (túrbína). Fyr- irtækið hafi einnig komið að gerð margra virkjana hér á landi og þekki því vel til. Þorgeir sagði Mit- subishi hafa nýlega lýst áhuga á að kanna gerð hverfla til að nýta sjáv- arföll. Þorgeir lagði áherslu á að þetta langtímaverkefni væri á frum- stigi. Vilja virkja sjávarföllin Vestfirðingar vilja kanna samstarf við Mitsubishi um gerð sjávarfallavirkjana Kynning íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja vakti mikla athygli í Japan Ljósmynd/ÞP Japan Þorgeir Pálsson (t.v.) og Gunnar Jóhannesson við Íslandsbásinn. Í HNOTSKURN »Ísland var með kynningar-bás á JATA, stærstu ferða- sýningu Asíu, sem nýlega var haldin í Japan. »Fyrirtækin Icelandair, Ice-land Travel, Iceland Ex- cursions, Viking K.K., Disco- very Tours og Northeast Iceland tóku þátt í JATA. »Útflutningsráð og Ferða-málstofa kostuðu básinn. Sendiráð Íslands í Tókýó bar hita og þunga af uppsetningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.