Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Hvað gerðist? Hvað kom fyrir mitt „fagra föðurland“? Hamfarir, segja hæstráðendur. Ham- farir voru þetta, jú, en af völdum náttúr- unnar? Nei. Af völd- um manna. Fingra- langra. Við vorum einfaldlega rænd. Eins og þjófur á nóttu réðst úlfurinn á svartan sauðinn. Og hirðirinn segist ekk- ert hafa heyrt og ekkert hafa séð, sem heyrnarlaus og blindur væri, þó hafi hann bæði eyru og augu. Og nú, þegar hann sannanlega hefur bæði séð og heyrt, skellir hann skollaeyrum við dauðahrygl- um fjárins síns, bugtandi sig fyrir úlfinum. „Hvar er þín fornald- arfrægð, frelsið og manndáðin best?“ Og hvar er æra þín, banka- ræningi, sem liggur á þýfinu eins og ormur á gulli? Lokuð og læst í þínu erlenda bankahólfi eins og silfurpeningarnir? „Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er,“ kvað Hallgrímur Pét- ursson. En við „látum ekki setja sál okkar í veð“, því okkur „leiðist að láta krossfesta“ okkur. Það var „nefnilega vitlaust gefið.“ Og það er „vitlaust gefið“. Því úlfurinn segir: ekki borga ég. Og fjárhirð- irinn segir: Ekki borga ég. Rýjum lömbin inn að skinni í sauðargæru úlfsins. Hver er sá faðir „sem gef- ur syni sínum stein, er hann biður um brauð?“ „Eða höggorm þegar hann biður um fisk?“ Hver er sá faðir sem seilist í vasa barna sinna eftir pening til að bjarga búi sínu? Landsfaðirinn? Því trúi ég ekki. Ætlar hann að kljúfa Íslend- inga í tvær stríðandi stéttir? Má ég þá biðja um að þú fáir þér ann- an, landsmóðir, „mild og kær“. Og talandi um „háskaleysi þess að borga ekki“, tölum um háskann sem af því hlýst að borga! Hvað stendur þá eftir í okkar fagra landi? Auð hús og flúið fólk? Og hverjir verða þá eftir á landi hér? Hýenurnar sem voka yfir rúnum rollunum? Sem á að heita „elít- an?“ Hver er hún? Auranna apar og andlegir títuprjónar? Þessir sem nú húka í höllum sínum, hrópandi á hjálp, hræddir við rauðar slettur? Hver kemur nú hlaupandi þeim til bjargar? Gull- kálfurinn? Ekki íslenski víking- urinn. Og þó naktar í neyðinni séum við, íslensku konurnar, þá spinnum við enga ull á hórkarla fjallkonunnar. Við viljum engin aurmenni. Við viljum karlmenni. Við elskum hetjur! Fljúgið „með fríðasta lið“, útrásarvíkingar, „færandi varninginn heim“ og þá skulum við prjóna á ykkur ís- lenskar lopapeysur! Hvar eru nú „Gissur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll“? Hvar er hetjan mín? Í Alþingishúsinu við Austurvöll? Er þar einn maður meðal þessara þingmanna okkar sem flutu sof- andi að feigðarósi? Er þar einn sem gengist hefur við ábyrgð sinni? Er þar einn sem beðið hef- ur þjóð sína fyrirgefningar? Nei, ekki neinn, ekki einn maður með mönnum, hvorki til hægri né vinstri. Huglausir, dáðlausir, ráðlausir segjast þeir ekkert hafa vitað. Hafi þeir ekki vitað, áttu þeir að vita. Og aðgerð- arlausir horfa þeir upp á handrukkun í okurlaga nafni. Eða hvað kallast sá maður sem lánar þér í dag fyrir Hondu og rukkar þig á morgun um Hummer? Okrari? Og hvað kallast sá maður sem neyðir þig til að borga? Handrukkari? Hverjir afnámu lögin um bann við okri? Þeir sem við kusum á þing. Og hverjir settu lögin um verðtryggingu? Þeir. Hverjir gáfu ríkisbankana? Þeir. Hverjir hafa þegið greiðslur frá bönkunum? Þeir. Og til verndar hverjum þótti þeim brýnast að setja neyðarlögin 6. október 2008? Bankainn- istæðueigendum! Og hvaða lög ætla dómstólar landsins að halda? Verðtryggingarlögin nr. 13/1979? Hvaða lögum er þeir þá að hlýða? Okurlögum. Og hvaða lög eru þeir þá að brjóta? Samningalögin nr. 7/ 1936 og vaxtalögin nr. 38/2001. Og með hvaða lögum er þá land vort byggt? Ólögum. Og þeim mótmæli ég. Gjaldið orkraranum það sem okrarans er. Við borgum ekki krónu umfram það sem okkur ber. Mótmælum öll! Mannleysum og þeirra lögleysum. Semja við rukk- arana! Eigum við að ganga með betlistaf í hendi í hús bankaböðl- anna sem rændu okkur aleigunni til að biðja þá um að ræna okkur ekki lífsbjörginni líka? Eigum við að taka þeim afarkostum – eins og með lánin – að sæta þeirra nauð- ungarkostum eða gjörast gjald- þrota ella? Nei, segi ég. Það er engin sætt. Það er nauðung- arsætt. Við erum engin góðgerð- arstofnun fyrir einokrara. Og við látum þá ekki reka okkur brott úr okkar heimahúsum, heimalandi. Rekum þá brott! Á skóggang með þá! Svo við fáum haldið friðinn og byggt þetta land, sem elskum þetta land. Við sem viljum yrkja þetta land, sveifla haka og rækta nýjan skóg og standa vörð um okkar auðlindir í landi og sjó, sem á réttum tíma munu færa okkur allsnægtir í bú. Og við munum eignast þetta land. Með bergrisann og griðung- inn að skildi, dúfuna og örninn, sigrum við gamminn og drekann. Ef sameinuð stöndum. Og berj- umst fyrir alla gimsteinana sem glóa í „mannsorpinu“, börnin okk- ar og barnabörn, svo við getum signt þau í svefninn heima í hús- inu sínu, í föðurlandinu sínu fagra, „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Hvar er hetjan mín? Eftir Aldísi Bald- vinsdóttur Aldís Baldvinsdóttir »Hver er sá faðir „sem gefur syni sín- um stein, er hann biður um brauð?“ Höfundur er lögfræðingur á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna. JÓN Hjartarson, for- seti bæjarstjórnar í Ár- borg, skrifar sér- kennilega grein í Morgunblaðið síðastlið- inn sunnudag. Ég var forvitinn að lesa hvað forseti bæjarstjórnar hefði fram að færa enda af nógu að taka á vett- vangi bæjarstjórnar. Skuldastaða sveitarfé- lagsins eða taprekstur upp á meira en milljón á dag gat verið umfjöllunarefnið. Nú eða hvaða leiðir forseti bæjarstjórnar sæi til sóknar fyrir bæjarfélagið. Þá gæti forseti bæjarstjórnar fjallað um frábæran ár- angur í knattspyrnunni á Selfossi eða sóknarfæri í ferðaþjónustu. Nei, ekk- ert af þessu var þess vert að vera nefnt. Efni greinar forsetans var að útmála einn ákveðinn stjórnmálaflokk sem „óvin Íslands“ eins og það var svo snyrtilega orðað hjá forseta bæj- arstjórnar. Stjórnmálaflokkurinn sem hér um ræðir hefur alla tíð verið stærsta fjöldahreyfing Íslendinga og staðið að framfaramálum eins og hita- veitu og rafvæðingu, sjálfstæðisbar- áttunni, útfærslu land- helginnar, háu atvinnustigi og afnámi hafta. Hér er um að ræða Sjálfstæðisflokk- inn sem er vinsæll af vinstrimönnum sem blóraböggull þegar illa gengur að takast á við erfið mál. Reyndar gengur forseti bæj- arstjórnarinnar lengra í greininni og sakar ís- lensku þjóðina um að hafa kosið hann áratug- um saman og „sáð í akur skæðasta óvinar síns – Sjálfstæðisflokksins og uppsker því eins og til var sáð.“ Nú er það svo að fjárhagsleg staða Árborgar gefur fullt tilefni til að for- seti bæjarstjórnar vinni fullum fetum að því að ná tökum á hallarekstrinum. Skuldir hafa tvöfaldast á tveimur ár- um þrátt fyrir að bæjarstjórnin hafi selt allan hlut sinn í Hitaveitu Suð- urnesja fyrir 730 milljónir góðæris- árið 2007. Þar stóð forseti bæj- arstjórnar og fulltrúi VG í bæjarstjórn að einkavæðingu orku- fyrirtækis og lagaði þannig fjárhags- stöðu Árborgar til skamms tíma. Sú tilraun til að benda sífellt á Sjálfstæð- isflokkinn sem skaðvald er sjálfsagt góð til heimabrúks en þegar menn fara yfir strikið og úthrópa stærsta stjórnmálaflokkinn sem „óvin Ís- lands“ er verið að gera lítið úr lýðræð- inu og kjósendum á hrokafullan hátt. Nær væri fyrir forseta bæjarstjórnar að íhuga vel stöðu sveitarfélagsins og vinna að því að ná tökum á rekstri hans. Ekki væri verra að hann reyndi að vinna málið í samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn í bæjarstjórn sem skipar fjóra af níu bæjarfulltrúum Ár- borgar í stað þess að úthrópa þá sem óvini ríkisins. Sú leið að vera með al- hæfingar og upphrópanir er ekki vænleg til árangurs. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað Eftir Eyþór Arnalds »Drengilegra væri að huga að málefnum sveitarfélagsins frekar en úthrópa aðra sem „óvin Íslands“. Hví ekki að viðurkenna vandann sem við er að etja. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í Árborg. Í MORGUN- BLAÐINU 8. sept- ember er grein eftir þingmann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Álf- heiði Ingadóttur, þar sem vikið er að úr- skurði samgöngu- ráðuneytisins varðandi það hvort Lands- virkjun hafi verið heim- ilt að greiða Flóahreppi kostnað vegna fyrirhugaðrar Urr- iðafossvirkjunar. Þingmaðurinn fer mikinn í skrifum sínum og dregur hvergi af sér í fullyrðingum og upp- hrópunum og sannast þar það sem lengi hefur verið vitað, að ekki er gott þegar trúin tekur rökhugsunina yfir. Þingmaðurinn býsnast mjög yfir því að Landsvirkjun hafi greitt Flóa- hreppi kostnaðinn sem til féll vegna skipulagsins og af því má ráða að skoðun hennar sé sú, að þegar af stað fer undirbúningur að virkj- unum, þá sé rétt og eðlilegt að fá- menn sveitarfélög sem nær enga hagsmuni hafa af að virkjað sé, taki á sig kostnað vegna skipulags og fleira sem til fellur vegna fram- kvæmdanna. Framkvæmda sem ekki er víst að neitt verði síðan úr. Reyndar má gera ráð fyrir að í fram- haldi af hinum furðulega úrskurði samgönguráðuneytisins hefjist ein- hver vitlausasta hringekja með fé sem boðið hefur verið upp á og eru menn þó orðnir ýmsu vanir eftir það sem borið hefur verið á borð þjóð- arinnar af slíkum uppákomum að undanförnu. Gera má ráð fyrir að Flóahreppur skili fénu til þess eins að fá það greitt frá Landsvirkjun til baka. Ætla má að þing- manninum muni líða mun betur að þessum gjörningi loknum og til að gera umgjörð hans sem glæsilegasta, þá er rétt að leggja það til að hann fari fram á leik- sviði. Það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess þingmaðurinn leiði hugann að því, að er sveitarstjórnir fjalla um mál af þessu tagi, þá eru þær ekki ein- ungis að fjalla um hagsmuni viðkom- andi sveitarfélags, því það eru á eng- an hátt eingöngu hagsmunir Flóahrepps, svo dæmi sé tekið, hvort virkjað verður í Þjórsá eða ekki. Færa má rök að því að framtíð- arhagsmunir hreppsins felist ekkert sérstaklega í því að virkjað verði. Þannig er nefnilega um hnútana búið af hálfu löggjafans að gjöld af virkj- unum renna til þess sveitarfélags þar sem stöðvarhúsið er og ekki er gert ráð fyrir að það verði í hreppnum. Af texta þingmannsins verður ekki ann- að ráðið en að hann hafi ekki hina minnstu hugmynd um hvernig inn- heimtu fasteignagjalda af virkjunum er háttað og kann það að einhverju leyti að skýra málflutning hans. Hagsmunir allrar þjóðarinnar – líka VG – felast í því að auðlindir hennar séu nýttar henni til hagsbóta og því hagkvæmari sem virkjanir eru, því betra, en eins og margoft hefur komið fram þá eru virkjanir í Þjórsá einhverjar þær hagstæðustu sem völ er á, bæði frá hagkvæmn- isjónarmiði og ekki síður vegna þess hve lítil umhverfisáhrif þeirra eru. Það er líklega borin von að þing- maður VG geri sér grein fyrir þess- um staðreyndum. Þetta stjórn- málaafl virðist vera með öllu rökhelt, þegar málefni af þessu tagi koma til umræðu. Svo er helst að sjá sem þeirra hugsun sé, að peningarnir verði til í ríkissjóði, framleiðsla og ekki síst iðnaður, sé á einhvern hátt óhrein starfsemi sem með öllu sé óal- andi og óferjandi. Því er það að óskandi er, að stjórn- arsetu þeirra ljúki sem fyrst og að þau geti þá tekið til við sína fyrri iðju, að ergja sig í stjórnarandstöðu, þar virðast þau eiga heima og líklega líður þeim best þar sem þau geta verið áhyggjulaus, í því að fordæma helst allt og alla. Þau virðast vera þeirrar gerðar að sjá ekki skóginn fyrir trjám og því er augljóst að best hlýtur að vera fyrir þau að vera í stjórnarandstöðu en ekki í rík- isstjórn. Af þessu er ljóst að þingmaðurinn er með öllu vanhæfur til að fjalla um málefni Flóahrepps og Landsvirkj- unar, ekki síst ef haft er í huga að hann situr í iðnaðarnefnd Alþingis, hvernig sem það hefur nú getað gerst. Þau sem fylgst hafa með stjórnmálabaráttu VG-inga gera tæplega ráð fyrir að þau sjái ljósið, en rétt og sjálfsagt er að halda í von- ina, því svartnætti er ekki það sem íslenska þjóðin þarfnast nú um stundir. Þingmaðurinn og ljósið Eftir Ingimund B. Garðarsson » Í framhaldi af hinum furðulega úrskurði samgönguráðuneytisins hefjist einhver vitlaus- asta hringekja með fé sem boðið hefur verið upp á… Ingimundur B Garðarsson Höfundur er vélfræðingur og bóndi sem býr í Flóahreppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.