Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 ÞAÐ var 20. janúar síðastliðinn að ég fór niður á Austurvöll í hádeginu. Ég fór þangað til þess að fylgjast með Alþingi koma saman eftir jólafrí, fullur eft- irvæntingar um að nú legðu Geir og Ingi- björg fram skýra stefnu aðgerða sem myndu gefa þjóðinni von. Ég sá eins og aðrir aðeins ráða- lausa stjórnmálamenn. Að leggja eitthvað af mörkum Það var þarna, við bálið fyrir framan þinghúsið þetta sama kvöld, sem ég ákvað að ég skyldi leggja eitthvað af mörkum sjálfur, því þessum stjórnvöldum gæti ég ekki treyst til þess. Þjóðin yrði að fá nýj- an valkost í komandi alþingiskosn- ingum, það skyldi vera mitt framlag. Engin ný framboð voru í augnsýn eftir að stjórn Geirs hrökklaðist frá völdum í byrjun þessa árs og ljóst að ný stjórn VG og S sem við tók lagði upp kosningar með eins stuttum fyrirvara og mögulegt var. Hvort það var til þess að gera hugs- anlegum nýjum framboðum erfitt um vik veit ég ekki en sú var vissu- lega raunin að tíminn til að stofna nýtt framboð var naumur. Ég komst í kynni við fólk sem ég þekkti engin deili á. Ég var með mótaða hugmynd um hvernig mögu- legt væri að standa að stofnun nýs framboðs sem ég kynnti fyrir nokkrum aðilum. Þá komst ég að því að það voru nokkrir grasrótarhópar virkir sem voru að leggja á ráðin með að stofna nýtt framboð fyrir komandi kosningar. Borgarahreyfingin stofnuð formlega Ég var boðaður á lokaðan fund sunnudaginn 15. febrúar. Tilefnið var að framboðshugmyndir voru að renna út í sandinn og tíminn að hlaupa frá okkur. Á þessum fundi hitti ég m.a. í fyrsta sinn sumt af því fólki sem nú skipar stjórn Borg- arahreyfingarinnar. Þetta sama fólk hefur nú drepið Borgarahreyf- inguna. Á fundinum var nafn hreyfing- arinnar ákveðið og skipað í stjórn til bráðabirgða en hvort tveggja (þ.e. nafnið og stjórnin) var algert forms- atriði. Ég fór næsta dag til RSK og stofnaði formlega félag og fékk kennitölu. Þar með var Borgara- hreyfingin formlega til. Það var óskað eftir því við mig að ég yrði kosningastjóri framboðsins sem ég samþykkti. Ég hafði tals- verða stjórnendareynslu sem nýtt- ist mér í þessu verkefni. Mér var það fljótlega ljóst að til þess að ná árangri yrði að vinna hratt og skipu- lega, en það var hvorki til skipulag, aðstaða né fjármunir. Einhver þurfti að skipuleggja vinnuna og starfið framundan. Lykilfólkið í sjálfri kosningabar- áttunni og á bak við árangurinn í kosningunum var kjarni sem sam- anstóð af 6-8 manneskjum sem hitt- ust nánast daglega næstu 80 daga fram að kosningum. Þetta fólk var mótorinn í hreyfing- unni sem dreif starfið áfram – án þessa fólks hefði hreyfingin aldrei boðið fram í öllum sex kjördæmum landsins. Í þessum fámenna hópi voru m.a. alþing- ismennirnir Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir. Án þeirra hefði Borgarahreyfingin ekki komið saman framboði. Borgahreyfingin snerist ekki um stjórnmál í hefðbundnum skilningi – Borgarahreyfingin var breyting- arframboð sett saman af hugsjón hvað mig snertir. Ætlað að ráðast gegn óhóflegum völdum stjórn- málaflokka, að draga úr flokksræði og auka lýðræði á Íslandi. Sú hug- sjón sameinaði fólkið í hreyfingunni – ekkert annað. Úrsögn úr Borgarahreyfingunni Ég græt ekki örlög Borg- arahreyfingarinnar, hennar tími kom og fór. Ég er stoltur af að hafa verið þátttakandi í að koma Borg- arahreyfingunni inn á þing. Að hafa lagt eitthvað af mörkum og látið verkin tala. Hefði Borgarahreyfingin fengið afgerandi meiri stuðning í kosning- unum væri staða Íslands líklega önnur. Kannski væri búið að koma á ýmsum nauðsynlegum breytingum, aflétta bankaleyndinni, lækka vext- ina, afnema verðtrygginguna, aug- lýsa stöður bankastjóranna, draga menn til ábyrgðar fyrir mistök sín, frysta eignir þeirra sem eru undir grun um að hafa skammtað. Það má vel vera að Borgarahreyf- ingin og þingmenn hennar hafi mis- stigið sig í sumum verkefnum á þinginu, en það er bara eðlilegt. Annað eins og alvarlegra hefur nú sést frá ráðamönnum, sem núver- andi staða Íslands sýnir best – og sama fólkið við stjórn. En því fór sem fór, fámennur hóp- ur innan Borgarahreyfingarinnar fór í reiðifýlu eftir kosningarnar, líklega vegna þess að þeim fannst þau verðskulda meiri athygli. Þetta fólk hefur nú tekið yfir Borgarahreyfinguna og breytt henni í eitthvað allt annað en hún var stofnuð til að vera. Ég hef þess vegna sagt mig úr Borgarahreyfingunni. Inni á þingi eru eftir sem áður þingmenn fyrrum Borgarahreyfing- arinnar. Fólk sem ég treysti til að berjast fyrir lýðræðisumbótum á Ís- landi. Það skiptir öllu máli að ná þeim í gegn. Ég vil hvetja alla til þess að styðja við þann góða mál- stað sem þau berjast fyrir og láta ekki aukaatriðin rugla sig í ríminu. Sömuleiðis vona ég að þau beri gæfu til að standa saman og fá fleiri þing- menn með sér til stuðnings þessum góða málstað. Borgarahreyfingin er dauð, þótt bálförin verði sennilega ekki aug- lýst. En málstaðurinn lifir og hug- sjónin lifir um betra Ísland og heið- arlegra – það er þess virði að berjast fyrir þeim málstað og þeirri hugsjón. Meira: joker.blog.is/ Borgarahreyfingin er dauð, en hugsjónin lifir Eftir Jóhann Kristjánsson Jóhann Kristjánsson » Á fundinum hitti ég m.a. í fyrsta sinn sumt af því fólki sem nú skipar stjórn Borg- arahreyfingarinnar. Þetta sama fólk hefur nú drepið hreyfinguna. Höfundur var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar. ÞEGAR fjár- málakreppa skall á í Bandaríkjunum fyrir um það bil ári, voru flestir bankar á Vest- urlöndum alls ekki í stakk búnir til að bregðast við því. Og eftir þetta högg að utan virtust íslensk stjórnvöld ekki átta sig strax á alvöru málsins fyrir íslenska banka- kerfið. Því í stað þess að veita áfallahjálp brugðust þau við með nýju höggi innan frá sem smitaði út frá sér til allra ís- lensku bankanna. Þá fyrst fundu bresk stjórnvöld blóð- bragð og gerðu árás, með þeim afleiðingum að flestar fjár- málastofnanir á Íslandi hrundu. Því má ekki gleyma að ís- lensku bankarnir voru gull- námur. Þeir möluðu gull fyrir íslenskt þjóðfélag og við- skiptavini sína hérlendis og er- lendis, sem biðu í röð til að fjár- festa í þeim og leggja fé sitt í þá. Og þótt ljóst sé að íslensku bankarnir voru áhættusæknir bankar fylgdu þeir einfaldlega tísku þess tíma sem var reglu- leysið. Algjört regluleysi var stefna sem kallaði auðvitað á alla þá frjálslegu viðskiptahætti sem gátu rúmast innan þess. En margir virðast gleyma því hvaða banki á Íslandi var sá áhættu- sæknasti þeirra allra: Banki bankanna – Seðlabanki Íslands. Þar léku sumir meira að segja á fiðlu meðan Reykjavík brann. Gullöld hælbítanna Síðan byrjaði ballið. Ávextir frelsisins hættu að vaxa. Á Ís- landi upphófst ofsóknarmenn- ing. Þeir voru margir sem gátu aldrei þolað velgengni bestu við- skiptamanna Íslands meðan allt lék í lyndi. Gerðu allt sem þeir gátu til að slátra gæsunum sem verptu gulleggjum fyrir alla þjóðina. Og eftir hrunið virtist landið fyllast af sjálfskipuðum aftökusveitum. Það var með ólíkindum að fylgjast með sumu vel gefnu fólki ætla samborg- urum sínum allt illt og dæma þá fyrirfram til mannorðsaftöku án dóms og laga. Það fóru allir að leika Robespierre. Mannlífið á Íslandi varð allt í einu eins og í mennta- skólaleikhúsi þar sem allir vildu leika saksóknara. Með þéttsetinn sal fólks með rauðþrútin augu sem kallaði á blóð og egndi böðlana. Netmiðlar, prentmiðlar og ljós- vakamiðlar kyrjuðu blóðsönginn og hvöttu til ofsókna gegn öllum sem tengdust bönk- um og viðskiptum á Íslandi. Það varð óbærilegt að horfa yfir sviðið. Böðlarnir urðu stjörnur á Íslandi. Þeir komust nánast í guðatölu í stað útrás- arvíkinganna. Gullöld hælbítanna rann upp. Öfundin sem hafði kraumað lengi í hjörtum sumra blossaði upp og breyttist í heift. Allt í einu umhverfðist Ísland í vettvang niðurrifsafla, svart- sýnisfíkla, þeirra sem gátu aldrei þolað að Ísland lyftist almenni- lega upp úr fimm hundruð ára örbirgð og yrði land með löndum á heimsvísu. Hvað þá ef það þýddi að sumir Íslendingar lyft- ust heldur hærra en aðrir. Ísland í dag Í dag sofa sumir Íslendingar betur á nóttunni við tilhugsunina um að útlendingar eignist hér flest, frekar en svokallaðir ís- lenskir útrásarvíkingar. Þetta fólk vildi þá, og vill ennþá, frek- ar að Ísland lepji dauðann úr skel en að íslenskir við- skiptaleiðtogar auðgist umfram aðra. Í mörg ár vildi þetta fólk kosta öllu til að knésetja hina svokölluðu útrásarvíkinga. Eng- inn verðmiði virtist of hár. Jafn- vel þótt það þýddi innlenda at- lögu á íslenska bankakerfið, löngu áður en bresk stjórnvöld gerðu árás á það. Þeim virtist sama þótt í leiðinni væri fórnað fjárhagslegri velferð allrar þjóð- arinnar, aðeins ef hægt væri að knésetja útrásarvíkingana. Í dag virðast sumir Íslend- ingar halda að hægt sé að byggja bjarta framtíð á Íslandi með ofbeldi og skattpíningu. Með því að fylla hér öll stræti og torg með hettuklæddum böðlum. Með því að útrýma íslenskum viðskiptaleiðtogum. Ofsækja þá, hrekja þá úr landi, fangelsa þá helst. En fylla landið í staðinn með innheimtulögfræðingum, embættismönnum frá skattinum og saksóknurum sem gera villi- mannlegar árásir á íslensk heimili. Út úr ástandinu Tugir manna eru á aftökupall- inum. En það sorglega er að þetta eru sömu menn og geta reist land- ið aftur upp úr rústunum – fólkið sem kann að koma Íslandi út úr fátæktinni. Klappstýrur böðlanna vilja láta hálshöggva sömu ein- staklinga og komið geta þjóðinni út úr ástandinu. Ég get alls ekki tekið undir þá skoðun að það sé einhver huggun fyrir fólk að sjá aðra þjást. Klapp- stýrur böðlanna ættu að skamm- ast sín. Þeir sem halda að skattp- íning og ofbeldi skapi bjarta framtíð fyrir Íslendinga eru villtir á hálendinu. Því veruleikinn er jafn einfaldur og heiðskýr íslensk- ur haustdagur: Enginn byggir vel- megun og velferð Íslands á ný án þess að fá hjálp frá öflugu við- skiptalífi. Og ekkert viðskiptalíf verður öflugt án framúrskarandi leiðtoga. Ávextir vaxa ekki án fræja. Og enginn ræktar epli án eplatrjáa. Þótt sigla þurfi milli skers og báru í flestu virðast áratuga göm- ul orð Sir Winstons Churchills ennþá í fullu gildi. Hann vissi margt betur en aðrir og hitti nagl- ann á höfuðið þegar hann stóð og horfði á þjóðfélagið út um gluggann sinn í London. Gamli maðurinn púaði vænan smók af kúbverskum Cohibavindli og sagði kíminn meðan angandi reykurinn liðaðist upp í himininn: „Kapítal- isminn er ójöfn dreifing á velmeg- un meðan sósíalisminn er jöfn dreifing á þjáningu.“ Ávextir frelsisins hættu að vaxa Eftir Ragnar Halldórsson »Netmiðlar, prent- miðlar og ljós- vakamiðlar kyrjuðu blóðsönginn og hvöttu til ofsókna gegn öllum sem tengdust bönkum og viðskiptum á Íslandi. Ragnar Halldórsson Höfundur er ráðgjafi. ÞAÐ VIRÐIST vera nýyrði stjórn- málaflokka/manna að segjast læra af mistök- um sínum og afsaka sig með fáeinum orð- um í einu og öllu. Hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn sem mæta undir áhrif- um áfengis í ræðupúlt eða þá sem hreinlega hafa ekki náð tökum á pólitískri stjórnmálakunnáttu sem gott er ef skulu nefnast hér byrjendamistök eins og einn flokkurinn vildi orða það. Bara ef það myndi gilda það sama um alla, það eru bara ekki allir sem geta tekið við afsökunarbeiðni og snúið aftur til lífsins og látið eins og ekkert sé. Í vikunni sem leið birtist skýrsla um nokkur þekkt íslensk vistheimili. Það vakti margt furðu mína varð- andi þessa skýrslu. Þar á meðal at- hugasemd um það að það væru meiri en minni líkur á að vistmenn hefðu verið beittir ofbeldi innan stofnunar, sem þýðir hvað?! Ég votta öllum þeim þolendum mína innilegustu samúð. Það eru engin orð sem geta dugað til þess að sefa sársaukann og þá villimennsku sem vistmenn þessara heimila hafa mátt þola, það þekki ég af eigin reynslu sem þolandi kynferðisofbeldis. Ég mun ljúka BA- námi í Háskóla Íslands sem þroskaþjálfi í júní og því eru mér efnistök þessi afar hugleikin en þungbær. Þegar ég hóf nám mitt ákvað ég að leggja sál og líf mitt í starfið með því að beita mínum kröftum til bættra lífsskilyrða fatlaðs fólks en vissi ekki nákvæmlega hvaða brögð- um ég skyldi beita til þess að opna hug almennings til umhugsunar hvað varðar ofbeldi og þá sér- staklega gagnvart fötluðu fólki. Það er mér ljóst núna, í þessum töluðu orðum, að það þarf að taka á þessu og ekki seinna en í gær. Þögnin hef- ur varað of lengi. Það er ekki enda- laust hægt að brjóta á rétti fólks og biðjast svo vægðar eftir að skaðinn er skeður. Þegar sótt er um starf í banka þarf að leggja fram sakavott- orð, sem sennilega þarf að vera hreint til þess að umsækjandi hreppi starfið, a.m.k. hvað varðar ef viðkomandi er dæmdur fyrir fjár- drátt eða skjalafals. Í umönn- unarstörfum er alls ekki alltaf farið fram á slíkt, því miður. Kynferð- isafbrotamenn gætu því séð sér leik á borði að sækja um starf sem felur í sér mikla nánd við börn, unglinga og fullorðið fólk. Núna vil ég sjá svæðisskrifstofur, grunn-, leik- og framhaldsskóla sinna skyldu sinni og leggja fram þá kröfu að fólk sem sækir um störf með börnum, ung- lingum eða fólki með fötlun leggi fram sakavottorð sbr lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá júní ’09. Með því væri eflaust hægt að einhverju leyti að koma í veg fyrir ofbeldi eða að minnsta kosti verði dæmdir ofbeldismenn ekki á launa- skrá fyrir vinnu með börn og fatl- aða. Ég vil fyrst og fremst hvetja menntamálaráðuneyti og ekki síst Háskóla Íslands til að sýna fordæmi í þeim efnum, krefjast sakavottorðs í umsóknarferli til háskólagöngu þar sem sóst er eftir námi sem við- kemur uppeldi, kennslu, þjálfun eða hverskonar umönnun sem felur í sér náin samskipti við fólk. Nóg er kom- ið af síðbúnum afsökunarbeiðnum og tími kominn á virkar aðgerðir. Æi, fyrirgefðu Eftir Jóhönnu Ólafsdóttur »Nóg er komið af síð- búnum afsökunar- beiðnum … Jóhanna Ólafsdóttir Höfundur er þroskaþjálfanemi í Háskóla Íslands. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.