Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is KÖNNUN Hagsmunasamtaka heimilanna á dögunum, þar sem fram kom að um 18% lands- manna ná ekki endum saman og önnur 37% ráða við útgjöld sín með naumindum, hefur vakið athygli þótt kannski hafi hún ekki komið öllum á óvart. Niðurstöðurnar eru í takt við könnun ASÍ sem birt var í byrjun mánaðar þar sem 19% sögðust þurfa á sérstökum úrræðum að halda til að standa í skilum. Þá telur Seðlabanki Íslands 18-23% heimila vera með hærri greiðslubyrði en þau ráða við. Afleiðingarnar eru kröftugur samdráttur í neyslu fólks eins og raunin hefur orðið hér á landi en það þrengir að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem aftur eykur atvinnuleysi og svo koll af kolli. Seðlabankinn spáir um 20% samdrætti í einka- neyslu á þessu ári, 4,5% á því næsta en árið 2011 gerir hann ráð fyrir að neyslan taki aftur lítillega við sér, eða um 0,7%. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, segir þó að ekki muni allur þessi samdráttur bitna á íslenskum fyrirtækjum. „Mjög stór hluti af þessum samdrætti beinist út úr land- inu, vegna þess að við hættum bæði að flytja inn neysluvörur og fjárfestingarvörur,“ segir hann. „Þegar gengið veikist hættum við að kaupa eins mikið frá útlöndum og skiptum frekar yfir í inn- lendar vörur eins og hægt er.“ Því sé einungis spáð um 9% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári, þrátt fyrir að neyslusamdrátturinn sé mun meiri. Þegar fjárhagur fólks verður rýmri skilar það sér þó ekki beint út í aukna neyslu enda gera spár Seðlabankans ráð fyrir mjög hægum bata í einka- neyslu. „Reynsla allra landa sem fara í gegnum svona fjármálakreppu sýnir að þegar fjárhagur heimilanna batnar fara þau að auka sparnað sinn. Þau byggja upp forða til að vera betur undirbúin ef annað áfall verður – þau verða varfærnari. Þannig að jafnvel þótt okkur takist að byggja upp fjárhag heimilanna á nýjan leik er ekki víst að það birtist í einkaneysluaukningu nærri því strax.“ Nýtni góð fyrir sálina Hagfræðin er þó aðeins ein hlið afleiðinga knapps fjárhags landsmanna. Á sálfræðistofunni Líf og sál finnur fólk fyrir aukinni ásókn í viðtöl vegna kreppunnar. „Fólk mætir af því að það er kvíðið og upplifir að tilveran sé svolítið strembin,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. „Þetta er álag á hjónabönd, sérstaklega ef eitthvað hefur verið að fyrir, því þá er barið í brestina. Auð- vitað sjáum við líka að fólk er orðið flinkara að for- gangsraða í sínu lífi og fókusinn er skýrari hjá mörgum, bæði varðandi ástvini sína og hvernig má komast af með sem minnstan tilkostnað.“ Knöpp kjör til langframa kalla á breyttan lífsstíl að hennar sögn þar sem fólk ver frítíma sínum öðruvísi og nýtir betur það sem það á. „Það hefur auðvitað góð sálræn áhrif á manneskjuna til lengri tíma að vera nýtin því mikil sóun og eyðsla gengur nærri okkur sálrænt. Okkur líður vel þegar við eld- um úr afgöngum eða gerum við saumsprettur á föt- um.“ Langflestir finni þannig út úr því að sníða sér stakk eftir vexti. „En ef við lifum við langvarandi kvíða er það hreinlega mjög óhollt,“ segir Þórkatla. „Sterkustu grunnþarfirnar sem við höfum eru að vita að við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðum og að okkur verði ekki hafnað – að við fáum að tilheyra samfélaginu og hópum þar, s.s. vinnuhópum og vinahópum. Ef við búum við langvarandi óvissu um hvað verður um okkur, hvar við munum búa, hvar við munum vinna og hvernig við munum framfleyta okkur getur það orðið alvarlegt heilsufarsvanda- mál.“ Kreppt heimili verða varkár og nýtin um sinn Flestir sníða sér stakk eftir vexti en langvinn óvissa getur orsakað heilsubrest Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Neysla Fólk breytir forgangsröðun sinni og nýtir betur hlutina þegar þrengir að á heimilinu. Stór áföll, á borð við hrunið síðastliðið haust, leiða yfirleitt til mikilla breytinga á háttum okk- ar, hugsanagangi og viðhorfi segir Þórkatla. „Auðvitað breytir það okkur til langframa og við erum þegar farin að sjá það.“ Sú breyting verður okkur bæði til góðs og ills að hennar mati. „Ég held að það verði góð breyt- ing í þá átt að við verðum kannski ekki jafn mik- ið efnishyggjufólk – við munum rækta svolítið heimspekinginn í okkur og aðra þætti sem við höfum trassað, eins og að vera til staðar í núinu. Ég hef á tilfinningunni að síðustu árin höfum við verið á svakalegri þeysireið í stað þess að staldra stöku sinnum við til að finna hvað okkur þykir varið í, hvað okkur þykir vænt um og kunna að njóta þess.“ Á hinn bóginn sé hætta á að fólk verði kvíðn- ara og óöruggara. „Þá geta einhver frumskógar- lögmál farið í gang sem eru okkur hreinlega ekki sæmandi,“ segir Þórkatla. „Þá er ég t.d. að tala um svarta atvinnustarfsemi og lesti eins og að svíkjast um og skara eld að sinni köku.“ Þjóðin breytist upp á gott og vont FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÁRLEG útgjöld ríkissjóðs vegna bóta til þolenda ofbeldisglæpa, þar á meðal kynferðisofbeldis, eru ríflega 100 milljónir króna, samkvæmt upp- lýsingum frá bótanefnd. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagn- rýnir í nýútkominni bók sinni, Á mannamáli, að hámarksupphæð miskabóta sem ríkissjóður ábyrgist, 600.000 krónur, sé föst tala sem fylgir ekki verðlagi. Hún rýrni því að raun- gildi eftir því sem árin líða og verðlag hækkar. Jafnræði glæpamanna verndað Þannig sé þolendum kynferðis- brota mismunað, enda stundum lítið að sækja til brotamannsins sjálfs ef dæmdar miskabætur eru umfram þetta hámark. Á sama tíma sé jafn- ræði gerendanna hins vegar verndað, með því að gera þeim sömu refsingu fyrir sama glæp. Að sögn Halldórs Þ. Halldórs- sonar, starfsmanns bótanefndar, er um þriðjungur útgjaldanna til kom- inn vegna kynferðisafbrota og flest mál sem fara yfir hámarkið, sem ríkið ábyrgist, eru í þeim brotaflokki. Í um helmingi þeirra mála eru dæmdar miskabætur yfir hámarkinu. Það gef- ur því augaleið að til að afnema þá mismunun sem Þórdís Elva bendir á, þyrfti útgjaldaaukningu upp á fáeinar milljónir á ári. Á sama tíma og hinar rýrnandi bótafjárhæðir eru gagnrýndar er ver- ið að reyna að takmarka útgjöldin úr bótasjóðnum enn frekar. Á síðast- liðnu þingi voru samþykkt lög um að- gerðir í ríkisfjármálum. Fram að því hafði höfuðstóll bótakröfu þurft að vera 100.000 krónur hið minnsta til að veita rétt á greiðslu frá ríkinu. Eftir breytinguna er lágmarkið orðið 400.000 krónur. Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneyt- inu var það gert til að hindra útgjöld vegna smámála á borð við slagsmál í miðbænum um helgar. Það hafi verið gert til að þurfa ekki að lækka há- markið, sem á við í alvarlegri málum. Nýleg dæmi eru þó til um miskabæt- ur í kynferðisbrotamálum, sem ná ekki hinu nýja lágmarki. Lítil upphæð gæti afnumið mismunun Morgunblaðið/ÞÖK Nauðgun Kynferðislegt ofbeldi er tekið fyrir í bókinni Á mannamáli.  Þolendum kynferðisbrota er mismunað þar sem miskabætur, sem ríkið ábyrgist, fylgja ekki verðlagi  Mismunun sem myndi kosta nokkrar milljónir á ári að afnema, en útgjöld úr bótasjóði voru skert í ár Í Noregi eru mestu bætur, sem þolandi kynferðisbrots getur átt rétt á frá ríkinu, 45 milljónir ís- lenskra króna, eða fertugföld ár- leg lágmarksframfærsla. Í Sví- þjóð er upphæðin 26 m.kr. Í HNOTSKURN »Í frumvarpi til laga umgreiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, sem lagt var fyrir Alþingi árið 1995, var upphaflega ákvæði um að hámarksupphæðir skyldu halda í við verðlag. »Það er hliðstætt því semgerist í skaðabótalög- unum. Þetta var hins vegar tekið út við meðferð málsins á Alþingi, enda þótti það of kostnaðarsamt. ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, segir í viðtali við Bloomberg-- fréttastofuna, að hvað sem segja megi um íslensku bankana hafi þeir starfað inn- an þeirra reglna, sem Evrópusam- bandið hefur sett um banka- og fjármálastarfsemi. Ólafur Ragnar er í Bandaríkj- unum og situr þar m.a. ráðstefnur um orkumál, loftslagsmál og al- þjóðamál. Í viðtali við Bloomberg- sjónvarpsstöðina sagðist Ólafur Ragnar vera þess fullviss, að Ísland muni fljótlega ná sér upp úr þeirri fjármálalægð, sem það væri nú í. „Tilgangur ferðar minnar til New York er meðal annars að miðla alþjóðasamfélaginu af því sem Ísland hefur lært með ærnum tilkostnaði,“ hefur Bloomberg eftir Ólafi. Hann segir að fall íslensku við- skiptabankanna þriggja hafi m.a. stafað af því, að ekkert eftirlit var með fjármálastarfsemi yfir landa- mæri á Evrópska efnahagssvæðinu. Forsetinn segir bankana hafa farið að reglum Brenniboltasamband Íslands í sam- vinnu við UNIFEM á Íslandi stend- ur fyrir Íslandsmeistaramóti í brennibolta laugardaginn 26. sept- ember næstkomandi. Um það bil 90 konur eru skráðar til leiks á Ís- landsmeistaramótið sem fer fram á Klambratúni á milli kl. 14.00 og 17.00. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem haldið er Íslandsmeistaramót í brennibolta enda var íþróttin oftast spiluð í bakgörðum og á skólalóð- um þar til Brenniboltafélögin í Hafnarfirði og Reykjavík voru stofnuð í apríl á þessu ári. Síðan þá hafa liðin staðið fyrir æfingum fyr- ir konur tvisvar í viku og í kjölfarið hafa sprottið upp brenniboltafélög víða um land. UNIFEM annast dómgæslu á mótinu en allur ágóði mótsins renn- ur til verkefna UNIFEM á Íslandi. Konur í brennó á Klambratúni Reynsla annarra þjóða sýnir að þegar heim- ilisbuddan fer að þyngjast á ný að lokinni fjármálakreppu hneigist fólk fremur til sparnaðar en að auka neyslu, sem aftur hæg- ir á efnahagsbatanum. Langvarandi kvíði vegna peningaáhyggna og atvinnuleysis er beinlínis hættulegur heilsu manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.