Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Eggert Jafnt Markmið breytinganna er að auka sanngirni í tryggingakerfinu. UNDIRBÚNINGUR er hafinn í fé- lags- og tryggingamálaráðuneytinu að smíði frumvarps til laga um al- mannatryggingar. Verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga hefur lokið gerð skýrslu um nýskipan almannatrygginga og þar með útbúið ramma sem unnið verður eftir við frumvarpsgerðina. Skýrsluna má finna á vef Landssambands lífeyris- sjóða. Eitt stærsta atriðið sem ber að nefna er að kerfið verður stokkað al- gjörlega upp til einföldunar. „Venju- lega hafa breytingar á þessu kerfi verið svona smáskammtalækningar án sérstakrar stefnumótunar. Þarna er þá búið að setja ramma utan um hvernig megi hugsa almannatrygg- ingakerfið,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsvísindum við Há- skóla Íslands og formaður verkefna- hópsins. Unnið þrátt fyrir þrengingar Lögð er áhersla á að áfram verði haldið með endurgerð almannatrygg- ingakerfisins þrátt fyrir tímabundnar efnahagsþrengingar, enda þurfi ein- földun almannatrygginga ekki að kosta aukin útgjöld, heldur geti hún leitt til sparnaðar og betri þjónustu með bættri skilvirkni. Talið er að hægt sé að ná fram hækkun frítekjumarka á allar teg- undir tekna. „Það er þá hugsað þann- ig, að það sem ekki er hægt að gera strax komi til um leið og rofar til í fjárhag hins opinbera.“ andri@mbl.is Stokka á upp allt kerfið Almannatrygginga- frumvarp í bígerð 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Smurbrauð m/rækjum og kaffi 499,- einfaldlega betri kostur Komdu og njóttu góðra veitinga © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðvegi 2-8 112 Reykjavík laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 kaffihús: lau. 10-17 sun. 12-17 mán. - fös. 11-18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Þjóðnýting blasir við  Vegtollar í umræðunni  Möguleikar á Vesturlandsvegi takmarkaðir vegna samninga  Eðlilegast að Hvalfjarðargöng verði yfirtekin, segir formaður Spalar Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is VEGTOLLAR á Vesturlandsvegi, eins og öðrum stofnbrautum sem liggja út frá höfuðborginni, myndu gjörbreyta öllum forsendum í rekstri Hvalfjarðarganga. Í raun væri þjóðnýting þeirra eðlilegt framhald máls yrðu veggjöldin lögð á, seg- ir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar hf. Vegtollar hafa verið nefndir í viðræðum hins op- inbera við lífeyrissjóðina, vegna aðkomu þeirra að fjármögnun vegaframkvæmda sem til stendur að fara í með það fyrir augum að koma hjólum at- vinnulífsins af stað að nýju. Hefur þar meðal ann- ars verið rætt um vegaskatt vegna fyrirhugaðra framkvæmda við breikkun Suðurlandsvegar, en hann yrði notaður til að endurgreiða lán sjóðanna. Yfirtaka er hreinlegust „Við vitum lítið um vegtollamálið annað en þær lauslegu hugmyndir sem reifaðar hafa verið í fjöl- miðlum,“ segir Gísli Gíslason. „Hvað varðar Vest- urlandsveg er hins vegar rétt að benda á, að í samningum sem ríkið og Spölur gerðu sín á milli árið 1996, í aðdraganda framkvæmdanna, eru ákvæði sem takmarka möguleika ríkisins til inn- heimtu gjalda og tolla á Vesturlandsvegi enda væri slíkt til þess fallið að raska rekstrarforsend- um Spalar. Það var á þessum forsendum sem sigl- ingum Akraborgar var hætt þegar göngin voru tekin í notkun árið 1998.“ Gísli Gíslason segir að verði hugmyndum um vegtolla á stofnæðunum sem liggja út frá höfuð- borginni haldið til streitu sé ef til vill hreinlegast að ríkið yfirtaki Hvalfjarðargöngin. Þá verði hver og einn hluthafi að taka afstöðu til málsins; en þar er ríkið sjálft stærsti hluthafinn en aðrir stórir eru Faxaflóahafnir, Hvalfjarðarsveit, Akraneskaup- staður og Elkem Ísland, sem rekur Járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga. Skuldir Spalar eru um þrír milljarðar ísl. króna og eru þær að stærst- um hluta lán frá íslenskum lífeyrissjóðum. FJÖLMENNI var á opnum borgarafundi sem Samvinnufélag Þingeyinga stóð fyrir á Húsavík í gærkvöldi. Þar voru þingmenn Norðaustur- kjördæmis krafðir svara um hvert stefna skyldi í atvinnumálum héraðsins, meðal annars hvað varðar nýtingu orkuauðlinda á svæðinu, og hvort halda ætti áfram á þeirri braut að valdið færðist úr héraði. „Þingmennirnir gátu ekki fært okkur neinar töfralausnir,“ sagði Hjálmar Bogi Hafliða- son, talsmaður samvinnufélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Hann telur nú svo komið að grunn- stoðir samfélagsins í Þingeyjarsýslum séu að bresta og því sé brýnt að spyrna við fæti. Sé fund- urinn enda upptaktur þeirrar nýju framtíðar sem Þingeyingar hyggjast skapa sér. Fjölmennur borgarafundur samvinnufólks á Húsavík Telja grunnstoðir samfélagsins vera að bresta Morgunblaðið/Hafþór NAUÐUNGARSÖLU á 783 fasteignum hefur verið frestað hjá sýslumannsembættunum í Reykjavík, Hafn- arfirði, Kópavogi og Keflavík. Lög um frestun á nauð- ungarsölum renna út núna um mánaðamótin, en Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frum- varp um að lögin verði framlengd til 31. janúar á næsta ári. Tilgangurinn með frestuninni er að gefa skuldurum kost á að nýta sér þau úrræði sem í boði eru til að koma fjármálum sínum á réttan kjöl, t.d. með samn- ingum við kröfuhafa eða greiðsluaðlögun. Þannig gefist einstaklingum frekara ráðrúm til að endurskipuleggja fjárhag sinn í ljósi nýrra heimilda sem lögfestar voru á Alþingi 23. október sl., um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishruns- ins. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi en ljóst er að það getur ekki orðið að lögum fyrir 31. október þeg- ar eldri frestur rennur út. Unnt er að ákveða frestun á nauðungarsölu þegar lögin hafa tekið gildi en þangað til munu sýslumenn taka málin fyrir með venjubundn- um hætti. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að unnt sé að fresta lokasölu á fasteign en þau nauðung- arsölumál sem styttra eru á veg komin halda áfram sína leið þar til kemur að því að taka ákvörðun um lokasölu. Frestunin gerist ekki sjálfkrafa heldur verður skuld- ari að óska eftir frestun, einnig þótt nauðungarsölu fasteignar hafi áður verið frestað. Ekki er gert ráð fyr- ir frekari frestun á nauðungarsölum en fram kemur í frumvarpinu. egol@mbl.is 783 eignir á uppboði Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem frestar nauðungarsölu fasteigna til loka janúarmánaðar á næsta ári Morgunblaðið/RAX Tóm steypa Skuldarar fá ráðrúm í einhvern tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.