Morgunblaðið - 30.10.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 30.10.2009, Síða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ÁSTANDIÐ í land- inu og í stjórnmál- unum núna er þannig að fólk á mjög erfitt með að átta sig á stöð- unni. Mikil óvissa er um framvindu allra mála. Þó að rík- isstjórnin reyni að vinna ötullega að þess- um málum er fólk satt að segja í vafa um hvort áherslurnar eru í lagi. Eitt vandamálið er að und- anfarna áratugi hefur landinu meira og minna verið stýrt af því fólki sem hefur haft aðgang að fjár- magni og verið nánast eins og eig- endur að auðlindum og atvinnu- tækifærum. Oftar en ekki voru þetta aðilar í sama stjórnmálaflokki á hægri væng stjórnmálanna en á tímabili tókst samvinnuhreyfing- unni að reka umsvifamikinn rekst- ur til mótvægis við þennan einsleita hóp sem einn rithöfundur kallaði bláu höndina. Þessi fortíð er í dag að þvælast fyrir okkur þar sem við erum föst í þessum þankagangi og sjálfs- afgreiðslu á tækifærum og pen- ingum sem búið var að viðgangast í áratugi auk þess sem auðlindir voru oftar en ekki færðar útvöldum sem gjöf á silfurfati. Banka- og efnahags- hrunið er á margan hátt skrifað á þennan kjarna sem hafði tögl- in og hagldirnar í at- vinnulífinu í áratugi þó að rannsóknir eigi eft- ir að leiða í ljós sann- leikann um það mál. Fólkið felldi því stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sl. vetur og kaus vinstristjórn sem enn situr til að fá að stjórnarborðinu fólk sem ekki hafði verið upp fyrir axlir í að út- hluta peningum, auðlindum og tækifærum til vina og vandamanna og væntanlega ekki borið ábyrgð á hruninu. Þessi nýja stjórn vill mynda Skjaldborg um heimilin og velferð- arkerfið eins og það heitir á máli stjórnmálamannanna en virðist ekki vita hvar á að finna peninga til að reka þennan búskap. Einn möguleikinn er að ná inn peningum með niðurskurði á op- inberum risarekstri íslenska rík- isins, sjá til dæmis www.sigg- isig.blog.is og í Morgunblaðinu þar sem ég velti upp hugmyndum um hvernig unnt væri að skera niður útgjöldin án þess að snerta velferð- arkerfið. Þetta er ekki einfalt án þess að skera niður velferðarkerfið og höggva niður heimilin. Það er því ekki mikla peninga að sækja á þau mið fyrir fólk sem vill mynda um- rædda Skjaldborg. Að skera niður alla aðra liði ríkisins er auðvitað nánast ógerningur, en hugsanlegur möguleiki. Annar möguleiki er að skoða hækkun skatta. Við núverandi að- stæður, þegar gífurlegt atvinnu- leysi er orðið staðreynd og fer vax- andi auk þess sem starfandi fyrirtæki eru mörg tæknilega gjaldþrota eða í gjörgæslu banka- kerfisins og enga peninga er að fá í ný fyrirtæki, er ekki líklegt að hækkun skatta verði annað en tál- sýn. Þá er bara eftir síðasti möguleik- inn og hann er að koma upp nýjum fyrirtækjum. Eins og staðan er þá er ekkert fjármagn hægt að fá til að stofna ný fyrirtæki. Enginn lánasjóður lánar til að koma upp fyrirtæki frá grunni og því er ekk- ert „Seed Capital“ fáanlegt en slíkt fjármagn þarf að vera innlent. Er- lendir aðilar eru fúsir að koma inn í framhaldi af því. Hugsanlegt er að fá fjármagn til stækkunar starfandi fyrirtækja. Í stöðunni í dag hafa menn því nánast eingöngu beint sjónum að erlendum fjárfestum. Enginn minn- ist á að neinir innlendir aðilar geti fjármagnað nýjan rekstur eða stækkun á núverandi rekstri ein- hverra fyrirtækja. Tekjur frá þess- um hugmyndum eru því nær engar á teikniborðinu. Gamla kerfið, sem hægri- og miðpólitíkin rak í áratugi og margir töldu vera samanþjappaða klíku sem gaukaði peningum og tækifær- um að þeim sem voru með þeim í flokknum, gerði þó það gagn að það voru framleiddir peningar í landinu með allskonar rekstri þó að flest fyrirtæki væru því marki brennd að vera á lífi vegna tengsla við póli- tíkusa og hafa innkomu í ríkisbank- ana eins og kerfið gekk fyrir sig þá. Í dag er ríkisstjórnin sem nú sit- ur ákveðin í því að snúa af þessum gamla spillingarvegi eða hvað sem þeir hafa kallað þetta gamla klíku- kerfi. Það er skiljanlegt þar sem það kerfi var oftar en ekki byggt á grunni sem ekki var á viðskipta- legum forsendum heldur byggðist frekar á tengslum inn í pólitíkina og ríkisbankana. Þetta var ömurlegt kerfi sem gaf litlum hópi manna í samfélaginu tækifæri til að reka arðvænlegan rekstur en allir hinir voru úti í kuldanum. Í dag þar sem sárvantar ný fyrirtæki til að afla tekna og borga hrunið er spurning hvort sé betra að reka og stofna ný fyr- irtæki í þessu skötulíki af fyrir- tækjarekstri eins og þetta var með gamla klíkukerfinu eða hafa engin ný fyrirtæki. Það virðist vera eins og við getum ekki haft þetta eins og hjá öðrum þjóðum að allir fái jöfn tækifæri. Stjórnarandstaðan mun núna á komandi vikum og gerði reyndar duglega í framhaldi af stefnuræðu forsætisráðherra halda fram að hún hafi lausnirnar sem vantar og geti stofnað ný fyrirtæki. Það er auðvit- að kaldhæðni örlaganna að í stjórn- arandstöðu eru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sem báðir stóðu að stórkostlegri uppbyggingu atvinnulífisins á sínum tíma en því miður meira og minna í þessu spillta klíkukerfi. Aðeins þeirra menn komust að meðan aðrir fengu lítið eða ekkert. Það eru því ekki öfundsverðir kostir í stöðunni. Hvernig á að greiða fyrir hrunið? Eftir Sigurð Sigurðsson »Hvort er betra að stofna ný fyrirtæki í þessu skötulíki af fyrir- tækjarekstri eins og þetta var með gamla klíkukerfinu eða hafa engin ný fyrirtæki? Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil. byggingaverkfræðingur. NÝJAST hjá fyr- irferðarmesta and- stæðingi valfrelsis sveitarfélaga er að krefjast kynjakvóta í sveitarstjórnum. Það brýtur beinlínis á jafn- rétti fólks til starfa út frá hæfileikum og reynslu, trausti og vin- sældum, án tillits til kyns, aldurs o.s.frv. Ráðherrann er þar raunar að taka undir með starfshópi sem hann skip- aði í marz sl. „til að meta leiðir og koma með tillögur um aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna í sveit- arstjórnum“ (sjá fréttaskýringar- grein Sigtryggs Sigtryggssonar í Mbl. 26. okt.). Það er á ráðherranum að skilja, að hann vilji koma lágmarkskvóta kvenna í sveitarstjórnum upp í a.m.k. 40% og helzt svo, að hlutfallið verði jafnt. En með því er við núver- andi aðstæður verið að mismuna fólki. Karlmenn eru enn með mun meiri reynslu í félagslegum ábyrgð- arstörfum en konur, mun áhrifa- meiri og reyndari í flokksstarfi, enn- fremur langtum fjölmennari í stjórnmálaflokkum en konur, vanari forystu í atvinnulífinu, jafnvel enn sem komið er menntaðri og með lengri starfsreynslu á grundvelli menntunar. Þess vegna er hér um að ræða nýja vinnureglu ráðherra, með þumalputta á öllum fingrum, sem kveður á um, að það, sem ræður kynferði, skuli fremur ráða hverjir verði fulltrúar fólksins heldur en frjálst val manna í hverri stjórn- málahreyfingu, val sem miðast við raunverulega áhrifamenn innan hennar, þá sem bezt hafa kynnt sér mál og barizt fyrir þeim. Þetta er eintrjáningsháttur að horfa fyrst og fremst til þess, hvað er á milli fótanna á fólki, fremur en til reynslu þess og hæfni í félags- og ábyrgðarstörfum. Allir ættu að eiga jafnan rétt til starfa og embætta á grundvelli annars vegar eigin hæfi- leika og hins vegar á forsendum trausts og lýðræðislegs vals umbjóð- enda þeirra, án tillits til kynferðis viðkomandi. Er það ekki gamla jafnréttishugsjónin? Vilji samfylking- arráðherrar troða kynjakvótum upp á sína eigin framboðs- lista og fái þeir til þess samsinni eigin flokks- manna, þá er ekkert við því að segja. En ráðherrann á ekki að truntast áfram með þetta sérstæða áhugamál sitt á kostnað félagafrelsis annarra póli- tískra samtaka eða mannréttinda fólks í landinu, ekki frekar en hann á að hafa til þess neina heimild að þvinga sveitarfélög til sameiningar, en það er annað stórt og afbrigðilegt áhugamál hjá þessum ráðherra. Kristján Möller hefur nú misst svo mörg verkefni vegna niður- skurðar í vegamálum, að réttast væri, að hann yrði einungis á hálfum ráðherralaunum. En nú var gripið til þess ráðs að færa sveitarstjórnar- málin úr félagsmálaráðuneytinu og undir þennan landsbyggðarkrata. Það var hermdargjöf fyrir þann málaflokk og fólkið í landinu, því að pólitísk einstefna hans mun bitna á réttindum einmitt þeirra sem sízt skyldi. Hafa bæði hann og félags- málaráðherrar á seinni árum marg- sinnis verið gagnrýndir fyrir afskipti sín af sveitarfélögum. Á Þorkell Ás- geir Jóhannsson flugmaður heiður skilinn fyrir skarpleg skrif og rétt- mætar varnir í því máli í blaði þessu (sjá mbl.is/gagnasafn). Virðum valfrelsi sveitarfélaga og þvingunarlaust lýðræði! Sveitarstjórnarráðherr- ann Kristján Möller vinn- ur gegn mannréttindum Eftir Jón Val Jensson »Ráðherrann á ekki að truntast áfram með þetta sérstæða áhugamál sitt á kostnað félagafrelsis pólitískra samtaka eða mannrétt- inda fólks í landinu Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur. ALLT þar til vinstristjórn komst til valda á þessu ári reyndust umhverf- isráðherrar oftar en ekki bregðast hlut- verki sínu með því að greiða götu umdeildra framkvæmda og fella úr gildi verndarákvæði og úrskurði sem stuðl- að hafa að nátt- úruvernd. Hæst ber þar gjörning Sivjar Friðleifsdóttur þegar hún aflétti friðun á hluta Kringilsárrana og ógilti úrskurð Skipulagsstofnunar sem lagst hafði gegn byggingu Kárahnjúkavirkj- unar. Af nýlegri dæmum má nefna úrskurð annars umhverfisráðherra úr Framsóknarflokki, Jónínu Bjart- marz, sem ógilti úrskurð Skipulags- stofnunar gegn vegarlagningu um Teigsskóg. Hæstiréttur hefur nú til heilla ógilt þann úrskurð. Það er dapurlegt að það skuli þurfa að út- kljá mál af þessu tagi með málaferl- um þegar til er í landinu ráðuneyti sem á að hafa það hlutverk að standa vörð um lög og settar reglur í þessum málaflokki. Nú loks hefur orðið breyting á eftir að Vinstrihreyfingin – grænt framboð varð aðili að ríkisstjórn. Í stað þess að greiða gagnrýnis- laust götu umdeildra framkvæmda hafa umhverfisráðherrar VG beitt sér í þágu náttúruverndar og bættrar stjórnsýslu á sviði umhverfismála. Þá bregður svo við að aðilar vinnumarkaðarins, stjórn- arandstöðunnar og sumra sveit- arstjórna hafa uppi hávær mótmæli og virðast sjá hag sínum best borg- ið með skammsýnum og illa und- irbúnum framkvæmdum á borð við fleiri álver og virkjanir þeim til handa. Kapp er best með forsjá Fyrir álver í Helguvík þarf 630 MW afl auk tilheyrandi orkuflutn- inga. Sigmundur Einarsson, jarð- fræðingur, hefur bent á að ólíklegt er að næga orku sé að finna suð- vestanlands til álvers í Helguvík. Þótt svo væri hlýtur það að teljast óskynsamleg ráðstöfun að selja orkuna áratugum saman á út- söluverði í eina verk- smiðju þar sem aðeins fáein hundruð fengju störf. Með því væri beinlínis komið í veg fyrir skynsamlega nýt- ingu og arðbæra upp- byggingu sem fleiri myndu njóta góðs af. Eins og fv. ríkisskatts- stjóri, Indriði H. Þor- láksson, hefur bent á, er innlendur virðisauki af starfsemi erlendra stóriðjuvera á Ísland lítill enda rennur arð- urinn að mestu úr landi. Náttúruverndarsinnar hafa frá upphafi þrýst á yfirvöld um að Helguvíkurmálið yrði skoðað í heild sinni áður en ákvarðanir yrðu tekn- ar. Aðstandendur verkefnisins hafa hins vegar fremur kosið að fjalla helst um þá þætti sem skapa störf og tekjur en síður þá hluta sem eru umdeildir vegna neikvæðra um- hverfisáhrifa. Reykjanesbær og Garður hleyptu á sínum tíma af stað byggingaframkvæmdum í Helguvík með ótímabæru og ólög- legu byggingarleyfi en drógu það síðan til baka í kjölfar kæru og gáfu út nýtt leyfi til að forðast úrskurð um ólögmætt athæfi. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hlaupa fram úr sér. Skemmst er að minnast hugmynda og lóðaframkvæmda vegna stál- pípuverksmiðju í Helguvík sem kom svo aldrei. Engum ætti að koma á óvart þótt eins færi fyrir álverinu. Með linnulausum árásum á um- hverfisráðherra er verið að hengja bakara fyrir smið. Forsendur álvers í Helguvík hafa verið reistar á sandi og nýlegur úrskurður Svandísar Svavarsdóttur um Suðvesturlínu breytir þar engu um því að bæði skortir fjármagn og orku til verk- smiðjunnar. Úrskurðurinn er hins- vegar faglegur og til þess fallinn að auka líkur á ásættanlegri yfirsýn yfir umhverfisáhrifin áður en fleiri leyfi verða gefin út. Úrskurðurinn er batamerki á stjórnsýslu um- hverfismála og var þar ekki vanþörf á. Ráðherra ekki einn á báti Af grátkór aðila vinnumarkaðar- ins og stjórnarandstöðunnar að dæma mætti ætla að umhverfis- ráðherra væri einn á báti í Suðvest- urlínumálinu. Svo er hinsvegar ekki. Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála hefur fundið að verklagi Skipulagsstofnunar sem á sínum tíma féllst á það að skoða verkefnið í bútum án þess að tryggja heildaryfirsýn áður en til leyfisveitinga kæmi. Til þess að breiða yfir skömmina gerði stofn- unin í áliti sínu um álver í Helguvík fyrirvara við umhverfisáhrif tengdra framkvæmda. Úrskurð- arnefnd skipulags- og bygging- armála hefur bent á að með því að setja í álit sitt vegna álvers í Helgu- vík fyrirvara um umhverfisáhrif tengdra framkvæmda hafi stofn- unin farið út fyrir heimildir sínar, skv. lögum um mat á umhverfis- áhrifum. Nú hefur umhverfisráðherra gert Skipulagsstofnun að fjalla á nýjan leik um það hvort svokallaðar tengdar framkvæmdir skuli skoða í heild sinni eða hvort fullnægjandi sé að athuga fyrst afmarkaða áfanga þótt við blasi að umhverfis- áhrifin séu víðtækari en slík skoðun getur varpað ljósi á. Bæjarráð Grindavíkur vill heildstæða athugun á málinu, en nokkur hluti þeirra jarðhitaauðlinda sem sjálfstæð- ismenn í Reykjanesbæ ásælast er í landi Grindavíkur. Fram hefur komið að Grindavík vill nýta orku sem þar kann að finnast af hófsemi og til uppbyggingar innan sveitarfé- lagsins. Ætla verður að afstaða Grinda- víkurbæjar og ákúrurnar sem Skipulagsstofnun hefur fengið frá úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála verði til þess að stofn- unin endurmeti afstöðu sína og tryggi heildstæða skoðun á þessu risavaxna stóriðjuverkefni áður en lengra verður haldið. Stjórnsýsla á batavegi Eftir Berg Sigurðsson » Í stað þess að greiðagagnrýnislaust götu umdeildra framkvæmda beitir Svandís Svavars- dóttir regluverki lýð- veldisins af skynsemi svo markmið laga náist Bergur Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.