Morgunblaðið - 30.10.2009, Side 40

Morgunblaðið - 30.10.2009, Side 40
40 Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009  Það er gaman að djamma saman inni í skúr en svo kemur að því að kynna sig og sitt efni fyrir fjöldan- um. Margar hljómsveitir klikka á grunnatriðum í þeim fræðunum og þá kemur ÚTÓN til bjargar, en fyrsta fræðslukvöld ÚTÓN í vetur verður haldið þriðjudaginn 3. nóv- ember frá kl. 19.30-22 í Norræna húsinu. Farið verður yfir hvernig best er að nýta netið til kynningar á tónlist og menningarverkefnum. Farið verður yfir gagnsemi sam- félagssíðna á borð við Facebook, Myspace, Flickr og You Tube svo fáeinar séu nefndar. Leitast verður við að svara hvað virkar í kynningu og markaðssetningu, hvernig það virkar – og hvað virkar ekki. Ariel Hyatt, fjölmiðlaplöggari frá Cyber PR í New York, hefur umsjón með fræðslukvöldinu. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum net- fangið greta@utflutningsrad.is ÚTÓN kynnir fyrsta fræðslukvöld vetrarins Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MYND Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaup, fékk tvenn verðlaun á nýafstaðinni kvik- myndahátíð í Ríga sem nefnist Riga Nordic Film Days. Sveitabrúðkaup var valin besta mynd há- tíðarinnar (verðlaun dómnefndar) en fékk einnig áhorfendaverðlaunin. Mynd Sólveigar Anspach, Skrapp út, keppti einnig á hátíðinni og þunga- vigtarleikstjórar á borð við Lukas Moodyson og Lars von Trier voru með myndir sínar þarna líka (Mammoth og Antichrist). „Þetta eru fyrstu verðlaunin sem við fáum,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi mynd- arinnar. „Við fögnum þessu að sjálfsögðu, það virðist vera fremur óalgengt að kómedíur taki svona verðlaun, yfirleitt eru það hádramatísku langhundarnir sem það gera!“ Davíð segir að myndin hafi fengið slatta af til- nefningum og henni hafi farnast vel á þeim há- tíðarrúnti sem hún hefur verið á, en hún hefur verið sýnd á um fimmtíu hátíðum, allt síðan að hún var sýnd á Toronto-hátíðinni árið 2008. „Og það hefur alltaf verið uppselt á hana. Þessi árangur gefur myndinni ákveðinn stimpil og þetta gæti mögulega haft einhver áhrif á frekari sölu en við erum annars mjög sátt með gengi myndarinnar.“ Davíð segir að nú séu Valdís og hennar fólk á fullu í eftirvinnslu á Kóngavegi 7 og sú vinna gangi afar vel en tökur kláruðust fyrir tveimur vikum. „Þetta lítur satt að segja mjög vel út og við hlökkum til að frumsýna um næstu páska.“ Sveitabrúðkaup fékk tvenn verðlaun í Ríga Darraðardans Ýmislegt fer úrskeiðis í myndinni.  Heiðurstónleikar til handa hinni ágætu kántrísveit Eagles verða haldnir á morgun í Háskólabíói. Það er Eyjólfur Kristjánsson, Eyfi, sem stendur að tónleikunum en þeir voru haldnir í fyrsta sinn í fyrra og var þá uppselt á tvenna tónleika. Eagles er kannski ekki fyrsta sveitin sem fólki dettur í hug hvað svona starfsemi varðar en lög- in lifa greinilega góðu lífi í huga fólks, safnplata sveitarinnar frá 1976 er t.d. ein mest selda plata allra tíma. Á meðal söngvara eru þeir Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson og Friðrik Ómar en kynnir er enginn annar en frétta- þulurinn knái Logi Bergmann. Eyfi leyfir Örnunum að svífa á nýjan leik  Rúnturinn er þáttur sem hóf ný- verið göngu sína á X-inu á laug- ardögum milli kl. 14 og 17. Er hann í umsjón Ómars Eyþórssonar, þess eðla rokkhunds sem virðist vita ná- kvæmlega hvenær skjóta skal einu Pantera-lagi eða svo út í loftið. „Þægileg tónlist sérsniðin að þeim sem eru í bílunum sínum. Ikea-pabbarnir sem neyðast til að rúnta á milli verslunarmiðstöðva með fjölskylduna geta bæði slakað á og fengið útrás með því að hlusta á Rúntinn,“ segir í kersknislegri fréttatilkynningunni. Þættirnir verða þematengdir, í seinasta þætti var farið yfir sögu hljómsveit- arinnar Muse t.a.m. og næsta laug- ardag verður hið öfluga plötuár 1991 skoðað í krók og kring. Ómar Eyþórsson sinnir rokkfeðgum á X-inu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ er allt í þessu verki; hlátur, grátur og allt þar á milli. Þetta er ekta stofudrama sem er bæði mjög lúmskt fyndið og mjög fyndið á köfl- um,“ segir Hilmir Snær Guðnason um leikritið Fjöl- skyldan – ágúst í Osage-sýslu, eftir Tracy Letts, sem verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld. Hilmir Snær leikstýrir verkinu og er það hans fyrsta verkefni í Borgarleikhúsinu síðan hann réð sig þangað til starfa í sumar. Spurður hvað hann leggi áherslu á í sinni leikstjórn segir Hilmir Snær að það sé aðallega að vera trúr höfundinum. „Þetta er raunsæisleikrit og mjög vel skrifað verk, það er hægt að líkja því við verk gömlu rithöfundanna Tennessee Williams og Arthurs Mill- ers. Þannig að ég reyni að vera sem mest trúr höfundinum þó að maður taki sér aðeins skáldaleyfi inni á milli. Og auðvitað reyni ég að búa til úr þessu eins góða leiklist og hægt er. Þetta er svona leikaraleikrit eins og það er oft kallað svo meg- ináherslan er á leikarana á sviðinu,“ segir Hilmir Snær og bætir við að hann sé virkilega ánægður með leik- arahópinn í sýningunni, þetta sé þrettán manna draumahópurinn. Það eru ekki bara þrettán leikarar í sýningunni heldur líka lifandi tón- list. Tónlistarmaðurinn KK, Kristján Kristjánsson, sér um tónlistina í verkinu og tekur þátt í sýningunni með tónlistarflutningi sínum. „Þetta er mikið havarí og mikið púsluspil að ná þessu saman í eina fallega heild,“ segir Hilmir Snær um fjörið á sviðinu. KK samdi tónlist sérstaklega fyrir verkið auk þess sem hann flytur heita slagara frá Bandaríkjunum. Lagið „Þá kom haustið“ sem hljómar nú á öldum ljósvakans er úr sýning- unni og vísar óbeint í efni leikverks- ins. Spurning hvort næsti „Vegbúi“ sé þar á ferð en þann slagara samdi KK fyrir sýninguna Þrúgur reið- innar fyrir um átján árum. Skiptist í þrjá þætti Fjölskyldan – ágúst í Osage-sýslu er samtímaverk og segir frá Weston- fjölskyldunni sem kemur saman þeg- ar ættfaðirinn, Bewerly Weston, hverfur. Verkið er um gleði og sorgir fjölskyldunnar og hvernig óvænt áföll geta ýtt löngu gleymdum at- burður aftur upp á yfirborðið. Athygli verkur að tvö hlé eru á hverri sýningu sem skiptist þar af leiðandi í þrjá þætti, er verkið svona langt? „Það eru mörg verk álíka löng en við völdum að vera með tvö hlé í þessari sýningu. Verkið er vissulega langt en það er það vel skrifað að það heldur vel. Þeir áhorfendur sem hafa séð það vildu flestir meira, það hefur enginn orðið þreyttur,“ segir Hilmir Snær og hlær. Leikstjórn góð með Höfundur verksins, Tracy Letts, þykir eitt fremsta leikskáld Banda- ríkjanna nú um stundir. Hilmir Snær hefur áður komist í kynni við verk hans því leikhús hans og Stefáns Baldurssonar, Skámáni, setti fyrsta leikrit Letts, Killer Joe, upp í sam- starfi við Borgarleikhúsið fyrir tveimur árum. „Það var líka ansi gott leikrit og það eina sem ég hef séð á sviði eftir þennan höfund sem virðist bara framleiða góð verk,“ segir Hilmir Snær og ekki kæmi á óvart ef hann tæki fleiri verk Letts upp á sína arma, svo hrifinn er hann. Hilmir Snær er ekki ókunnur leik- stjórastólnum en hann leikstýrði meðal annars Degi vonar í Borg- arleikhúsinu leikárið 2006/2007 og hlaut sú sýning Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins það ár. Þó að Hilmi Snæ hafi farist vel að leikstýra segist hann nú ekki ætla að snúa sér alfarið að því. „Nei, ég hef ekki hugsað mér að snúa mér alfarið að leikstjórn en þetta er gott með. Ég hef mjög gam- an af þessu og kannski ef fólk verður leitt á mér sem leikara get ég snúið mér alfarið að því.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Fjölskyldumeðlimir Leikararnir Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Bjarnadóttir í hlutverkum sínum í leikritinu sem verður frumsýnt í kvöld. „Þetta er svona leikaraleikrit“  Hilmir Snær Guðnason leikstýrir verkinu Fjölskyldan – ágúst í Osage-sýslu sem verður frumsýnt í kvöld  Raunsætt stofudrama sem gerist í samtímanum Tracy Letts (1965) er bandarískt leikritaskáld og leikari, sonur rithöf- undarins Billie Letts og leikarans Dennis Letts. Letts starfar við Steppenwolf-leikhúsið í Chicago sem leikskáld, leikstjóri og leikari. Hann þykir vera eitt fremsta leikskáld Bandaríkjanna nú um stundir. Fjölskyldan – ágúst í Osage- sýslu hlaut þrenn eftirsóttustu leiklistarviðurkenningar Banda- ríkjamanna: Drama Desk, Pulit- zer og loks Tony-verð- launin sem besta leikrit ársins 2008. Gagnrýn- endur hafa kallað það fyrstu klassík 21. ald- arinnar, sýningu sem minnir í senn á drama- tísk leikverk Tennessee Williams og kaldhæðni Woody Allen. Sjálfur segir Letts að leikrit sín fjalli mikið um siðferði fólks og hann fái innblástur úr leikverkum Tennessee Williams og úr skáldsögum William Faulk- ner og Jim Thompson. Eitt fremsta leikskáld Bandaríkjanna Tracy Letts Hilmir Snær Guðnason Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Pétur Einarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Nína Dögg Fil- ippusdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Theodór Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Ellert A. Ingi- mundarson og Rúnar Freyr Gíslason Leikarar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.