Saga - 1972, Page 7
Gunnar Karlsson:
Goðar og bœndur*
I. Verkefniö.
Ritgerð þessari er ætlað að fjalla um samband goða og
þingmanna þeirra, hlutverk goða í héruðum og rétt bænda
og aðstöðu gagnvart goðum. Hins vegar verður ekki rætt
um störf goða eða bænda í þinghaldi, dóms- né löggjafar-
störfum, fram yfir það sem nauðsynlega þarf til að skýra
annað. Að heimildum styðst þessi athugun aðallega við þær
sögur Sturlungu, sem gerast á 12. öld. Síðan verður aðeins
stuttlega rætt, hvort sú mynd, sem þær sýna, getur einnig
átt við eldri tíma. Að lokum er nokkuð fjallað um þær
breytingar, sem samband goðorðsmanna og bænda tekur í
umbrotum 13. aldar. Þessi aðferð til að nálgast viðfangs-
efnið þarfnast nánari skýringar.
1 yfirlitsritum um þjóðveldistímann hefur jafnan verið
lögð áherzla á að lýsa goðavaldinu, eins og það var á elzta
stigi þjóðveldisins, og rekja aðeins helztu breytingar, sem
það tekur síðar. Svo Islendinga saga Jóns Jóhannessonar
sé tekin sem dæmi, hefur hún langan kafla um stjórnhætti
þegar að lokinni frásögn af landnámi, og er þar fjallað um
goða og goðorð.1 Er honum greinilega einkum ætlað að
* Upphafið að ritun þessarar greinar var lítil tilraun til rannsóknar-
tefingar, sem ég gerði með nemendum mínum á 1. stigi Islandssögu i
háskólanum á útmánuðum 1971. Hluti af könnun 12. aldar heimilda
og sagnfræðirita er því unninn af nemendum. Ekki get ég þó komið
yfir á þá ábyrgð á því, sem hér kann að vanta, því ég hef bæði sleppt
efni úr upprunalegu heimildasafni okkar og gert eftirleit i heimildun-
um síðar. — I annan stað mun eitthvað af hugmyndum, sem fram
Homa i greininni, vera sótt til Magnúsar Más Lárussonar í einkar
áhugavekjandi kennslu hans i háskólanum, en mig brestur minni til
að geta tilgreint það á hverjum stað.