Saga - 1972, Page 8
6
GUNNAR KARLSSON
lýsa tímanum fyrir 1100, enda talar höfundur síðar um,
að stjórnskipunin hafi gengið úr skorðum á 12. og 13. öld.2
Þetta var næsta sjálfsögð aðferð til skamms tíma, meðan
sú skoðun var ríkjandi, að stjórnhættir hefðu yfirleitt
haldizt í óbreyttu horfi alla 11. öld, frá stofnun fimmtar-
dóms og fram yfir lögtöku tíundar, og meðan menn töldu
sig hafa ríkulegar og traustar heimildir um stjórnarfar
fyrir og um 1000. En á síðustu áratugum hefur ýmislegt
breytzt í þessum efnum. Björn Sigfússon hefur til dæmis
nýlega fært rök að því, að samdráttur goðavaldsins hafi
hafizt alllöngu fyrr en áður var almennt talið og ekki stað-
ið í beinu sambandi við upphaf þess ófriðar, sem hér geis-
aði á 13. öld.3 Og skoðanir á gildi heimilda okkar um tím-
ann fyrir 1100 eru mjög á hverfanda hveli um þessar
mundir.
Til þess að komast að vitneskju um samband goða og
þingmanna á 10. og 11. öld hafa einkum verið notaðar
tvenns konar heimildir, lög og Islendingasögur. Nú eru
lög ekki heimild um annað en vilja og fyrirætlanir lög-
gjafa, þegar þau öðlast gildi. Yfirleitt virðist mér íslenzk-
um sagnfræðingum hafa hætt nokkuð við að treysta of
mikið á, að lögum hafi verið fylgt í framkvæmd, og það
á þann hátt, sem þeim þykir sjálfum eðlilegast að túlka
þau. Gott dæmi þessa, varðandi annað efni, er það, er
Einar Arnórsson þykist geta sýnt, að Ari fróði hafi ekki
þekkt eða skilið aðferðir við lagasetningu í samtíð sinni,
af því að frásögnum hans ber ekki heim við fyrirmæli
Grágásar.4 1 rauninni mun erfitt að finna nokkur tak-
mörk þess, hve framkvæmd getur farið f jarri fyrirmælum
laga. Rótgróin venja, þótt hvergi sé skráð í lögum, getur
valdið því, að lagafyrirmæli hafi allt annað gildi en þau
virðast hafa í augum þess, sem ekki þekkir venjuna. Lög
eru því léleg heimild ein sér um þjóðfélagsgerð og valda-
hlutföll. Þar þarf jafnframt heimildir um raunveru-
lega atburði, og þar er fáu til að dreifa um þennan tíma
öðru en Islendingasögum.