Saga - 1972, Blaðsíða 10
8
GUNNAR KARLSSON
sem mannaforráð eru tiltölulega smátt deild. Sumar sögu-
hetjur þeirra áttu að vísu fleiri en eitt goðorð, en engin
þeirra var héraðshöfðingi af sama tagi og Oddaverjar,
Haukdælir og Ásbirningar voru orðnir á þessum tíma.
Allar eru þessar sögur taldar ritaðar á fyrri hluta 13. ald-
ar, og fjarlægðin frá atburðum til ritunartíma mun vera
frá rúmri öld og allt niður í örfá ár.6 Auðvitað er ekki
allt satt í þessum sögum, en miðað við það traust á heim-
ildum, sem tíðkazt hefur í ritum um þjóðveldisöld, getur
varla talizt djarft að gera ráð fyrir, að þær birti í megin-
atriðum sanna mynd af þjóðfélagi 12. aldar.
Einn annmarka á notkun þessara sagna verður enn að
nefna. Það er sennilega talsvert algengt, að höfundar hafi
hugsað sögupersónum sínum aðrar hvatir til gerða sinna
en tilgreindar eru í sögunum, og ætlað lesendum að renna
grun í, hvað raunverulega hafi búið undir. Það hefur ver-
ið auðveldara fyrir samtímalesendur en okkur. Sem dæmi
má nefna frásögn, sem notuð er síðar í greininni. Tanni
í Galtardalstungu á Fellsströnd var þingmaður og frændi
Þorleifs beiskalda í Hítardal, þótt hann væri nágranni
Sturlu í Hvammi. Hann var veginn, og tók Sturla við veg-
andanum og „lézt eigi kunna við þingmenn sína at reka
þá frá sér.“7 Sennilega er lesandanum ætlað að skilja, að
Sturla hafi í raun verið þakklátur vegandanum fyrir að
losa sig við mann Þorleifs úr nágrenni sínu, þótt hann
hafi tryggð við þingmann sinn að yfirskyni. En orð sög-
unnar sýna þó, að sú ástæða, sem Sturla tilfærir, tryggð
goða við þingmann, hefur verið frambærileg samkvæmt
siðaskoðun samtíðarinnar. Þessi annmarki ætti því ekki
að saka afar mikið í reynd. En af því að hér er ekki um
fullöruggar heimildir að ræða, og einnig vegna þess að hér
er fremur leitað að almennum venjum en einstökum at-
burðum, er óhjákvæmilegt að tilfæra um hvaðeina nokkuð
mörg dæmi úr sögunum, þar sem þau er að finna.
; ..... . '• l