Saga - 1972, Síða 11
GOÐAR OG BÆNDUR
9
II. Hlutverk goða í heimabyggð.
í þjóðveldisaldarlögunum eru yfirleitt engin ákvæði um
þau störf goða, sem hér verða tekin til athugunar.8 Það
mun þó almennt viðurkennd skoðun, að goðar hafi annazt
nokkur stjórnarstörf í heimagoðorði sínu. Konrad Maurer
fer allrækilega út í þetta með íslendingasögur að aðalheim-
ildum. Samkvæmt því átti goðinn að halda uppi friði og
sáttum í héraði, jafnvel með valdi, ef annað dugði ekki.
Honum koma við öll meiri háttar vandamál héraðs síns,
svo sem hallæri, hann kemur fram fyrir hönd héraðsbúa
gagnvart útlendum kaupmönnum, ákveður verð og getur
jafnvel bannað skipti við ákveðin skip. Dæmi er þess, að
goði taki sér eins konar löggjafarvald. Hann veitir þing-
mönnum sínum margs konar hjálp, einkum til að ná rétti
sínum gegn öðrum. Yfirleitt telur Maurer, að vald goða
hafi ekki verið tengt við nein ákveðin svið.° Síðari tíma
höfundar hafa að jafnaði fallizt á aðalatriði þessa og sagt,
að goðar hafi annazt eins konar löggæzlustörf í héruðum
og haldið verndarhendi yfir þingmönnum sínum.10
Frásagnir frá 12. öld styðja þessa skoðun í meginatrið-
um, en einstakir þættir í héraðsstjórn og verndarstarfi
goða koma þar misjafnlega skýrt fram. 1 Sturlu sögu má
finna dæmi þess, að héraðsstjórn var talin meðal sjálf-
sagðra starfa goða. Þegar Einar Þorgilsson á Staðarhóli
tók við goðorði af föður sínum, þótti hann hlífa og jafnvel
veita flokki illræðismanna þar í héraði. Um þetta segir
sagan:11 „Eftir þessa atburði lagðist sá orðrómr á, at
mjök þótti annarr háttr á um heraðsstjórnina en þá er
Þorgils hafði.“
Sennilega er það rétt túlkun hjá Maurer, að vernd goða
yfir þingmönnum sínum, héraðsstjórn þeirra, hafi ekki
verið sett nein ákveðin takmörk. En um það hafa þó getað
royndazt nokkuð fastar venjur, hvað goði skyldi láta sig
skipta, og í frásögnum af einstökum atburðum má greina
nánar, hvert hlutverk goða var í heimabyggð hans á 12.