Saga - 1972, Page 12
10
GUNNAR KARLSSON
öld. Fyrst skal þá athugað, hver afskipti goðorðsmenn
liöfðu af sameiginlegum vandamálum héraðsbúa sinna.
Skýrt er, að goða bar að vernda byggð sína gegn illræð-
ismönnum, sem fóru með ránum og óspektum. Einmitt
í því atriði brást Einari Þorgilssyni héraðsstjórnin, og
annað dæmi má nefna í Guðmundar sögu dýra. Hópur ill-
ræðismanna hélzt við á Sandi í Ólafsfirði, og urðu menn
fyrir ránum þeirra vestur í Fljótum. Goðorðsmaður þeirra
Fljótamanna var á vist á biskupssetrinu á Hólum, og fóru
tveir bændur á fund hans að leita ásjár við þessum vanda.
Hann brá við skjótt og fór með bændum að taka bóndann á
Sandi af lífi.12
Mjög lítið fer fyrir því í heimildum þessarar greinar,
að goðorðsmenn láti sig varða bjargræði héraðsbúa sinna
í hallærum. Um Þórð Snorrason í Vatnsfirði segir að vísu
í Hrafns sögu:13
Þórðr Snorrason átti bú gott ok gagnauðigt í Vatns-
firði, svo at hann var hvers manns gagn, þess er til sótti.
En fyrir því at hallæri var á landi hér, þá fór Þórðr
á vorum til fiskjar með mikit skip ok húskarla sína í
Bolúngarvík, af því at hann þóttist þá fleirum mönnum
mega gagn geyra.
En það kemur ekki fram í sögunni, að þetta hafi verið
skylda hans sem goða. Auk þess er frásögnin tortryggileg.
Höfundur virðist vilja gera hlut Þórðar sem beztan, til
þess að Þorvaldur bróðir hans verði enn svartari í saman-
burði við hann.
Enn segir frá því, að Kolbeinn Tumason hafi eitt sinn
í hallæri ákveðið, hvað menn skyldu taka lægst fyrir að
hafa kaupmenn í veturvist.14 Annað hefur ekki hafzt upp
úr krafsinu um þetta efni, og bendir það ekki til, að goðar
hafi látið þessi mál mikið til sín taka á 12. öld. Er þó engin
leið að fullyrða um það með ekki meiri heimildir í höndum.
Ekki verður heldur mikið vart við afskipti goða af