Saga - 1972, Blaðsíða 13
GOÐAR OG BÆNDUR
11
verzlun og kaupmönnum í frásögnum frá 12. öld. Þar segir
ekki frá öðru en ákvæðum Kolbeins Tumasonar um gjald
fyrir veturvist kaupmanna, fyrr en laust eftir 1200, að
Snorri Sturluson vildi ráða verði á korni, sem orkneyskur
kaupmaður flutti út hingað. En kaupmaður sætti sig ekki
við verðlagningu Snorra og vildi sjálfur ráða, hve dýrt
hann seldi.15 Árið 1215 lögðu þeir Sæmundur Jónsson í
Odda og Þorvaldur Gizurarson í Hruna lag á varning
norskra kaupmanna, og virðist þá hafa verið óvenjulegt,
að íslenzkir höfðingjar gerðu það.16 Af þessu liggur bein-
ast við að álykta, að goðar hafi að jafnaði ekki skipt sér
af verðlagi á erlendum vörum hér á 12. öld, hvernig svo
sem ber að túlka frásagnir íslendingasagna um þetta efni.
Hér verður að geta afskipta Hrafns Sveinbjamarsonar
af samgöngumálum. Sagt er, að hann hafi átt skip í för-
um bæði yfir Arnarfjörð og Breiðafjörð og flutt alla, sem
fara vildu, svo að verið hafi eins og brú væri á hvorum-
tveggja firðinum.17 Ekkert liggur samt fyrir um, að Hrafn
hafi einkum gert þetta sem héraðshöfðingi. Sem stórbóndi
hefur hann þurft á ferjunum að halda, og búast má við,
að sagan ýki þetta fyrirtæki hans gróflega. Ferjuhald var
sérstaklega kristilegt verk á þessum tíma, eins og bezt
sést á því, að ferjur voru gefnar til guðsþakka.18 Og
Hrafns saga leggur einmitt sérstaka áherzlu á kristilegar
dyggðir söguhetju sinnar.
Engin dæmi eru finnanleg um það í 12. aldar heimild-
um, að goðar hafi sett almennar reglur í byggð sinni, sem
kalla mætti löggjöf. Þar verður því tæpast vart við, að
goðar hafi beitt sér fyrir öðrum sameiginlegum velferð-
armálum þingmannahóps síns en gæzlu friðar og vernd
gegn ránsmönnum og illvirkjum.
Miklu oftar er frá því sagt, að einstakir þingmenn þurfi
á hjálp goða að halda, og gat þá margt komið til greina.
Verndarhlutverk Hrafns Sveinbjarnarsonar kemur glöggt
fram í sögu hans. Þar segir meðal annars frá deilu þeirra
Þorvalds Vatnsfirðings út af ómaga. Þorvaldur færði ó-