Saga - 1972, Side 14
12
GUNNAR KARLSSON
magann til þingmanns Hrafns, Bárðar bónda í Reykjar-
firði í Arnarfirði. Hrafn flutti hann til baka norður 1
Súðavík. Að því búnu segir sagan: „Rafn fór heim aptr
eptir þat, en Þorvaldr færði aldri síðan þann ómaga á
hendr þíngmönnum Rafns.“19 1 annað sinn segir frá því,
að þingmaður Hrafns stal hval frá Þorvaldi Vatnsfirðingi.
Hrafn bauð Þorvaldi að gjalda fyrir þingmanninn, en Þor-
valdur þáði það ekki og rændi þann, sem hvalinn tók.20
Þessi dæmi sýna, hve margvísleg mál goði gat látið sig
varða, þegar þingmaður hans átti í hlut, en langoftast er
þó vernd hans fólgin í því, að hann tekur við málum þing-
manna sinna, sem þykjast hafa orðið fyrir einhverjum
miska. Hér verður að nefna nokkuð mörg dæmi. Er þó
ekki allt tínt til, og þau dæmi ein tekin, er það kemur
glöggt fram, að það er þingfestin, sem ræður því, að goð-
inn gengst í málið.
f Sturlu sögu segir frá því, að Aðalrikur nokkur Gunn-
farðsson drap Skeggja bónda Gamlason á Skarfsstöðum.
Um eftirmálin segir sagan:21 „En fyrir því at Skeggi var
þingmaðr þeira Þórðar ok Sturlu ok vinr, þá tók Sturla
eftirmálit ok kvað slíkt illa at berast, er flugumenn hljópu
1 höfuð mönnum.“
Síðar segir frá því, að Sturla og Sveinn sonur hans
drápu Þorleif Ketilsson, húskarl í Ásgarði. Að því búnu
segir sagan:22
Ketill, faðir Þorleifs, hann var þingmaðr Einars
Þorgilssonar.
Þeir Einarr fóru ok lýstu vígi ok áverkum ok kváðu
þá mjök sýna ofsa ok fjandskap ok segja Sturlu oftast
fyrr vekja óvísu.
f Guðmundar sögu dýra er sagt frá deilum bræðra
nokkurra út af erfðamálum. Tveir þeirra þykjast órétti
beittir og vilja rétta hlut sinn:23
En þeir bræðr fóru í páskaviku inn í Eyjaf jörð til Hörg-
árdals til fundar við goðorðsmenn sína, — annarr þeira