Saga - 1972, Síða 15
GOÐAR OG BÆNDUR
1Q
ó
var í þingi með Þorvarði Þorgeirssyni, — hann bjó á
Möðruvöllum í Hörgárdal —, en annarr með Önundi
Þorkelssyni á Laugalandi —, ok báru fyrir þá sín vand-
ræði ok báðu þá ásjá. Ok þar kom, at hvárr handsalaði
sínum goðorðsmanni heimting fjárins, hverrgi er þeira
hlutr verðr af sjálfra, ok fóru við þat í brott.
Deilur manna nokkurra í Ólafsfirði, Þorsteins Hall-
dórssonar og Sighvats Bjarnarsonar, skipta ekki máli efn-
islega, en þær sýna glöggt samband þeirra við goðorðs-
menn sína:24
Ferr Þorsteinn nú á fund Guðmundar ins dýra. Hann
var hans þingmaðr, ok var hann þar um vetrinn. . . .
Síðan bjó Guðmundr mál til á hendr Sighvati um
frumhlaup við Þorstein, en Önundr Þorkelsson bjó til
mál um áverka við Sighvat á hendr Þorsteini, því at
þeir bræðr váru hans þingmenn.
1 tilvikum af þessu tagi virðist heiður goðorðsmannsins
liggja við, að hann dugi þingmanni sínum. Sæmd þing-
niannsins er jafnframt að nokkru sæmd goðans. Þetta
kemur fram í ummælum Einars Þorgilssonar, er þingmað-
ur hans, Sigurður kerlingarnef, varð fyrir höggi Einars
Ingibjargarsonar, stjúpsonar Sturlu í Hvammi:25
Sigurðr fór þegar á fund Einars Þorgilssonar ok
sagði honum, hver ósæmð honum var ger, ok bað hann
ásjá.
Einarr lézt vilja, at eigi ynni þeir oft á þingmönnum
hans.
Frá sæmdinni er skammt í beina siðferðilega skyldu.
Ekkja Hneitis bónda í Ávík, sem verið hafði þingmaður
Hafliða Mássonar, leitaði til Þorgils Oddasonar, eftir að
bóndi hennar var veginn, af því að vegandinn var enn
vandabundnari Hafliða. En sagan segir: „Þorgils kvað sér
ekki vera skylt at sjá á þat mál, er hlut áttu í þingmenn
Hafliða.“26 Má vel vera, að þingmenn hafi talizt eiga