Saga - 1972, Page 16
14
GUNNAR KARLSSON
heimtingu á hjálp goða síns í málaferlum, að minnsta kosti
þegar þeir þóttust hafa góðan málstað.
Á hinn bóginn hafa því að sjálfsögðu verið einhver tak-
mörk sett, hve langt goði gat gengið í að vernda þingmenn
sína, ef þeir höfðu unnið til refsingar. I Sturlu sögu segir
frá einu atviki, þar sem verndin er á takmörkum þess,
sem sæmandi þykir. Þorgeir nokkur Arnóruson drap
Tanna bónda í Galtardalstungu fyrir litlar sakir:27
Eftir þetta fór Þorgeirr á fund Sturlu ok bað hann
ásjá. En Sturla kvað illverk vera, en lézt eigi kunna við
þingmenn sína at reka þá frá sér.
En Tanni hafði verit þingmaðr Þorleifs beiskalda ok
frændi.
Þorleifr tók við máli eftir Tanna ok sótti Þorgeir til
sektar fullrar á alþingi, ok sýndist Sturlu eigi at
verja þat mál, ok varð Þorgeirr sekr skógarmaðr. En
Sturla kom honum útan um sumarit norðr í Eyjafirði.
I frásögninni kemur fram efi um, hvort afsakanlegt sé
at veita manni, sem unnið hefur illvirki. 1 þetta sinn
verður tryggðin við þingmanninn yfirsterkari, þótt brögð-
um þurfi að beita, en slíkt hefur ekki getað gengið enda-
laust. Illvirkjum varð að setja einhver takmörk. Bæði er,
að höfðingjahópurinn hefur krafizt þess og ein af megin-
skyldum goða við þingmenn var að halda uppi friði í hér-
aði sínu.
Þótt vernd goða hlyti þannig að vera takmörkum háð,
virðast heimildirnar sýna nokkuð almenna venju í sam-
skiptum þeirra og þingmanna. Ef maður átti mál að sækja
eða verja, leitaði hann til goða síns, sem síðan reyndi að
rétta hlut hans. Ef deiluaðilar voru báðir í þingi með sama
goða, er líklegt, að hann hafi oft skorið úr ágreiningnum
einn og komið á sættum. Ef ekki, hefur málið að jafnaði
orðið að máli milli þeirra goða, er deiluaðilar áttu að sækja
til.
Frá þessari reglu má þó finna undantekningar. Sjá má