Saga - 1972, Qupperneq 17
GOÐAR OG BÆNDUR
15
merki þess, að goðorðsmönnum hefur þótt gott að geta
gert út um mál við þingmenn annarra goða beint, án þess
að goði þeirra kæmi þar nálægt. Sturla í Hvammi sendi
eitt sinn flugumann vestur í Saurbæ til að vega heima-
mann Einars Þorgilssonar, Hall Þjóðólfsson að nafni.
Hallur slapp með sár og varð græddur. Vinur Sturlu þar
nyrðra ráðlagði Halli að fara til hans beint og bjóða mál
sitt undir hann. Fór Hallur að því ráði, og tók Sturla því
vel að unna honum sæmdar fyrir áverkann.28 Sturla á hér
vondan málstað að verja, og hann gætir þess að jafna mál-
in við þann, sem miska hefur hlotið, áður en goði hans
nser að komast í þau. Það virðist hafa verið vansalaust
að bæta alþýðumanni miska, en í hinu hefur greinilega ver-
ið vansæmd, að bíða lægri hlut fyrir höfðingja. Þessi frá-
sögn hrekur því ekki það, að venjulega hafi hver maður
leitað til síns goða, miklu fremur staðfestir hún, að það
hafi verið hin venjulega leið, og kænsku hafi þurft að
beita til að komast framhjá henni.
Ef við þykjumst nú hafa nokkra hugmynd um, hvert
hafi verið hlutverk goða í heimahéraði sínu, liggur næst
fyrir að athuga, hvernig það hefur mótað samband goð-
erðsmanna og bænda.
Engin lagaskylda bauð mönnum að leita til goða síns
i’éttingar mála sinna. Lögin gera ótvírætt ráð fyrir, að
hver maður geti leitað réttar síns fyrir dómstólum, án
þess að goði hans komi þar við. Á því hafa þó verið ýmsir
erfiðleikar í raun. 1 fyrsta lagi er það alþekkt, að reglur
um málflutning fyrir dómstólum voru ákaflega flóknar og
strangar. Ef þessar reglur hafa verið teknar alvarlega,
hefur þurft verulega lagaþekkingu til þess að sækja svo
Kiál, að það nýttist. Jón Jóhannesson ætlar, að tilgangur-
inn með þessari formfestu hafi verið að gera dóma sem
hlutlausasta.29 Sú skoðun er sjálfsagt að vissu leyti rétt,
ttokkra formreglu hlýtur að þurfa, til þess að dómar geti
starfað af réttvísi. En krafan um rétt form gat einnig
orðið vopn í höndum þeirra, sem vildu halda málflutningi