Saga - 1972, Side 19
GOÐAR OG BÆNDUR
17
dómstólum. Þótt dæmt sé um mál, er mikið um, að fram-
kvæmdin fari á annan veg en dómurinn ætlast til, og
ftiiklu algengara er, að skorið sé úr ágreiningi með gerð
en dómi. 1 Sturlu sögu má líklega finna skoðun höfundar
á því, hvernig góð gerð skuli vera. Þar segir frá sættum
Einars Þorgilssonar og Sturlu á alþingi 1172:33 „Ok var
þeim gerðum svá farit sem líkligast þótti, at helzt myndi
sættirnar verða haldnar, en ekki með þvílíkum stafna-
burði, sem fyrr váru gervar." En væri þessari reglu fylgt
í gerðum, hlaut sá að bera meira úr býtum, sem máttugri
var og síður átti á hættu að fara halloka, ef sættin ryfist.
Um það eru einnig beinir vitnisburðir í sögunum frá
12. öld, að það var talið vænlegra að hafa sterkan afla og
niikið veldi en góð málaefni. Um Hafliða Másson segir:34
)» . . . hann réð náliga einn jafnan fyrir öllum málum, við
hverja sem at skipta var, því at Hafliði var bæði fjöl-
mennr ok frændgöfigr.“ Um veldi Þorgils Oddasonar segir
í Sturlu sögu: 35 „ .. . öllum tengðamönnum Þorgils Odda-
sonar þóttu allir skyldir til at vægja fyrir þeim . . .“ Á
alþingi 1121 telur Ketill Þorsteinsson Hafliða á að sættast
við Þorgils Oddason. Hann segir sögu af því, er hann varð
sjálfur fyrir áverka af manni nokkrum, og lýkur henni
svo:36
Ok þess vilda ek greypilega hefna með frænda afla
ok gera manninn sekjan. Ok bjuggum vér mál til. Ok
þó urðu nökkurir aflamenn til at veita honum at mál-
unum, ok ónýttust mín mál. Nú má ok vera, at til verði
nökkurir at veita Þorgilsi, þó at þín mál sé réttligri.
Gott dæmi um vald höfðingja yfir lögum og rétti er að
finna í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Jón nokkur Þor-
steinsson á Kúlu drap heimamann Hrafns, Símon að
nafni:37
Eyrir þat víg geyrði Rafn Jón sekjan skógarmann.
Nökkuru síðarr færði Jón Rafni höfuð sitt, en Rafn
gaf Jóni upp höfuðit, en hann þakkaði Rafni höfuðit,
2