Saga - 1972, Page 20
18
GUNNAR KARLSSON
ok launaði illu illt höfuð, sem síðarr mun sagt verða.
Rafn bætti síðan fé fyrir víg Símonar frændum hans,
ok færði sjálfr fram sýknu hans.
Alkunna er, að sagan er mjög hliðholl Hrafni, og tæp-
lega vafi á, að þessi frásögn er sögð honum til lofs. Sam-
kvæmt siðaskoðun höfundar er það ekki aðeins höfðing-
inn, sem gerir mann sekan, heldur hefur hann einnig rétt
til að taka sektina aftur og láta fébætur til ættingja koma
í staðinn. Mál Jóns Þorsteinssonar hefur væntanlega geng-
ið sinn formlega gang fyrir dómi, en í raun er það Hrafn
Sveinbjarnarson einn, sem sektar og sýknar.
Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að
þingmenn hafi að jafnaði átt rétt sinn og öryggi til goða
síns að sækja. Hlutverk goða í heimahéruðum hefur ann-
ars vegar verið að halda uppi friði og reglu, hins vegar að
vernda einstaka þingmenn sína á ýmsan hátt og einkum
veita þeim hjálp í deilum við aðra menn. Þetta hefur gert
bændur mjög háða goða sínum, þar sem ekkert ríkisvald
var til í landinu í heild, sem veitt gæti mönnum vernd af
þessu tagi. En þingmenn áttu einnig sinn rétt gagnvart
goðunum, og kemur að því í næsta kafla.
III. Bændur gagnvart goöum.
Lögin gera ráð fyrir, að allir bændur teljist þing-
menn einhvers goða.38 Þegar um það er að ræða, hvem-
ig bændur völdust í þingmannasveit ákveðins goða, má
fyrirfram hugsa sér þrjá kosti. Það gat í fyrsta lagi
verið komið undir frjálsu vali hvers bónda. I öðru lagi
má hugsa sér arfbundið samband goðaættar og bændaætt-
ar, þannig að sonur gangi í sama goðorð og faðir. 1 þriðja
lagi gátu mannaforráð goða verið staðbundin, þannig að
hver goði ætti þingmenn á ákveðnu svæði.
1 þeim ritum, sem okkur eru tiltækust um þetta efni,