Saga - 1972, Qupperneq 21
GOÐAR OG BÆNDUR
19
er yfirleitt lögð megináherzla á fyrsta kostinn, frelsi
bænda til að velja sér þingfesti með þeim goða, sem þeir
vildu. Hér á vel við að byrja á að vitna til rits Einars
Ól. Sveinssonar, Sturlungaöld, því það mun rækilegasta
úttekt, sem til er á þjóðfélagsþróun á síðari hluta þjóð-
veldisaldar. Einar telur pólitískt frelsi megineinkenni
þjóðveldisskipulagsins og þá einkum frelsi bænda til að
Sesj a sig í þing með þeim goða, sem þeir vildu. Um þetta
segir Einar :39
Þetta skipulag hefur verið eitthvað í ætt við frelsi vík-
ingaliðsmannsins, sem gat ráðizt í lið með hvaða for-
ingja sem hann vildi. Það var ekki af sama toga spunnið
og lýðræði síðari alda, þar sem höfðatalan ræður; bóndi
réð þingfesti sinni, en allt hans lið varð að fylgja hon-
um. Þær 4-5 þúsundir þingfararkaupsbænda voru ekki
nema lítill hluti allrar þjóðarinnar . . . En af þessum
réttindum þingmannsins spratt upp hugsunarháttur
frjálsra manna með þjóðinni, ábyrgðartilfinning í stað
blindrar hlýðni, sjálfræði í stað uppreisnarhugs kúgaðs
manns, mat á eigin verðleikum og metnaður.
Höfundur tekur þó fram, að lýðræðið hafi oft verið
meira í orði en á borði, og segir:40
En samhliða þessu voru í þessu þjóðlífi íhaldsöm öfl,
sem studdu yfirráð höfðingjanna. Fyrst, að þingmað-
ur gat að vísu valið sér goða, en aðeins af þeim, sem
fyrir voru. 1 annan stað skapaðist af trúnaðarsambandi
þingmanns og goða tryggð, sem gat gengið í erfðir,
alveg eins og goðorðið sjálft gekk í erfðir innan höfð-
ingjaættarinnar. Af þessu spratt sú tilfinning goðans,
að hann ætti rétt til mannaforráða í því héraði, þar sem
forfeður hans höfðu ráðið, hann gengi að sínu þar sem
var hlýðni bænda. Við því var búið á óróatímum, að
drottnunarkröfur höfðingjanna yrðu ákveðnari, enda
varð sú raunin á, en alltaf heyrist þó við og við rödd
þingmanna, sem vilja ráða, hverjum þeir hlýði.