Saga - 1972, Page 22
20
GUNNAR KARLSSON
Segja má, að Einar ól. Sveinsson telji hér upp þrenns
konar hömlur á lýðræði á þjóðveldisöld: 1) Lýðræðið náði
aðeins til bænda. 2) Val manna stóð aðeins um þá, sem
áttu goðorð. 3) Venjubundinn trúnaður gat hindrað frjálst
val, og gat goði einkum notað sér það á óróatímum. Eftir
stendur sem álit höfundar, að á öllum venjulegum tím-
um hafi bændur átt frjálst val milli goðorðsmanna, eitt-
hvað í líkingu við fulltrúalýðræði okkar tíma, enda kem-
ur hann oftar að þessu í bók sinni og leggur áherzlu á,
að frelsi þingmanna og tilfinning um frelsi hafi verið mik-
ið atriði í menningu þjóðveldisaldar.41
Sigurður Nordal setur fram svipuð sjónarmið í Islenzkri
menningu, þó með nokkru ríkari efasemdum. Um rétt
bænda til að velja sér goða segir hann:42
1 raun réttri var hann náskyldur kosningarrétti nútím-
ans. Að vísu missti goði ekki goðorð sitt, þótt þingmönn-
um hans fækkaði. En yrðu mikil brögð að því, gátu völd
hans orðið skugginn einn, þar sem hann glataði þá skil-
yrðum til þess að fylgja nokkuru máli til fullra lykta. . . .
Að vísu hafa jafnan verið til goðar, sem máttu sín svo
mikils, að enginn þingmanna þeirra þorði að hverfa frá
þeim og hver maður í grennd við þá varð að sitja og
standa eins og þeir vildu. En lengi framan af þjóðveldis-
tímanum hefur hitt verið miklu almennara, að höfð-
ingjar urðu að gæta þess vandlega að fæla ekki þing-
menn frá sér.
Einar Olgeirsson hefur gert tilraun til að líta á stjórn-
málasögu þjóðveldisaldar frá marxísku sjónarmiði og rit-
að um það bókina Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi
Islendinga. Niðurstaða hans er sú, að hann gerir jafnvel
enn meira úr lýðræði hér fyrstu aldir þjóðveldisins en
Einar Ól. Sveinsson. Hann leggur mikið upp úr þeim um-
mælum í Hauksbók Landnámu, að goðar hafi í öndverðu
verið valdir eftir viti og réttlæti. Goðavaldið túlkar hann