Saga - 1972, Side 24
22
GUNNAR KARLSSON
Nú hafa menn að vísu komið auga á annmarka þess að
beita þessum lýðræðisreglum í reynd. Konrad Maurer,
sem lag-t hefur grundvöllinn að réttarsögu íslenzka þjóð-
veldisins, segir um þetta:48
Þá er til framkvæmda kom, gat nú þetta frelsi til að
skifta um goða sjaldnast verið meira enn nafnið eitt, því
að enginn höfðingi lét sig það einu gilda, að menn segð-
ist úr þingi með honum, sízt ef hann hafði mikið ríki,
og gátu því þingmenn því að eins gert það, að sá, er þeir
sögðust í þing með, byggi nálægt, og væri eigi óríkari enn
hinn og eigi of vinveittur honum, svo að hann bæði gæti
haldið þá á móti honum og vildi gera það.
Þeir íslenzku höfundar yfirlitsrita, sem vitnað er til
hér að framan, Jón Jóhannesson og Björn Þorsteinsson,
andmæla að vísu ekki Maurer né segja neitt, sem brýtur
í bága við skoðun hans. En þegar þeir þjappa lýsingu
sinni á goðavaldinu saman í knappt yfirlit, hafa þeir dreg-
ið fram hinn formlega rétt bænda, en sleppt að fjalla um
erfiðleikana á að beita honum í reynd. Með því að lýsa
sambandi goða og þingmanna sem frjálsu persónusam-
bandi eða samningi, án þess að slá nokkurn varnagla, er
lesanda gefið í skyn, að þar hafi báðir aðilar verið nokk-
urn veginn jafnréttháir. Og í túlkun Einars Ól. Sveins-
sonar, Sigurðar Nordals, Einars Olgeirssonar og Ólafs
Lárussonar er greinilega litið á goðavaldið sem eins kon-
ar fyrirrennara fulltrúalýðræðis okkar tíma, að vísu
slegnir nokkrir varnaglar um gildi þess í reynd, en aðal-
áherzla lögð á frelsi bænda.
Áður en við komum að því, hvað 12. aldar heimildir
segja um þetta, verður að nefna einn höfund enn, þýzka
réttarsögufræðinginn Friedrich Boden. Hann hefur skrif-
að makalaust skarplega bók um stjórnvöld íslenzka þjóð-
veldisins, en er um sumt mjög sér á báti í skoðunum sín-
um. Boden leggur mikla áherzlu á hið frjálsa val, sem
þingmenn hafi átt um goða, og hann telur, að menn hafi