Saga - 1972, Blaðsíða 26
24
GUNNAR KARLSSON
leitað strax beint til hans, og hann hafi ekki heldur getað
verið þingmaður neins annars, þá hefði hann ekki þurft að
snúa sér til Hvammverja. Til þess að sagan sanni þetta,
þarf að krefjast þess, að tryggð goða við þingmenn sína
hafi verið alveg takmarkalaus. Kár er kallaður „óspektar-
maðr“ í frásögn Sturlungu. Eins og áður er rætt, hlutu
að vera einhver takmörk fyrir, hvert innhlaup slíkir menn
gátu átt hjá goða. Ég fæ ekki betur séð en Kár hafi getað
verið hvort sem var þingmaður Þorleifs beiskalda eða
Sturlu, áður en hann varð sekur, en sekur maður er úr
lögum og getur ekki verið þingmaður neins, ef sektin er
tekin alvarlega. Hitt dæmi Bodens segir frá Álfi Örnólfs-
syni í Fagradal á Skarðsströnd. Sonur hans varð fyrir
áverka, Álfur leitaði til Einars goða á Staðarhóli, en til-
ræðismaðurinn var vinur Einars og þingmaður, svo að
hann taldist undan liðveizlu við Álf. Álfur leitaði þá til
Sturlu í Hvammi. Hann gerði um málin, og réðst Álfur
síðan að þingfesti undir Sturlu.54 Mér sýnist einsýnt, að
Álfur hafi verið þingmaður Einars fyrir, þótt Einar væri
hallari undir andstæðing hans.
Það skiptir ennfremur máli, sem Boden bendir á, að
mjög oft er tekið svo til orða, að einhver maður hafi verið
vinur og þingmaður einhvers goða.55 Telur hann þetta
merki jöfnuðar milli goða og þingmanna, sem varla myndi
von til, ef allir bændur væru þingmenn. En vafasamt er,
hvort vinátta þarf að benda til jafnaðarsambands. Ótignir
menn gátu verið vinir konunga. Þessu má einnig finna
stað í Sturlungu. Manni Halls Teitssonar í Haukadal, Þor-
steini á Drumboddsstöðum, varð það á af kjánaskap að
móðga Hafliða Másson með því að segja, að hann hefði
lengi borið skarðan hlut fyrir Þorgilsi Oddasyni. Hallur
svaraði honum:56
Þorsteinn félagi, verum vit hljóðir, ok ertu vesall máls
. . . Þú vill vel, en mátt illa. Hafliði hefir honum aldri