Saga - 1972, Side 28
26
GUNNAR KARLSSON
um bónda, að hann hafi ekki verið þingmaður. Auðvitað
má gera ráð fyrir lítilsháttar óreglu og óvissu um þing-
festi einstöku manna, en það er allt annað en Boden á við.
Hér verður því gert ráð fyrir, að hin almenna skoðun sé
rétt, að bændur hafi að jafnaði verið þingmenn einhvers
goða. Verður þá fyrst athugað, hvort bændur hafi yfirleitt
átt frjálst val um, hvaða goða þeir fylgdu.
Samkvæmt lögum voru tvær leiðir til að losna úr sam-
bandi við goða. Annars vegar gat goði fyrirgert goðorði
sínu í heild, hins vegar hafði hver þingmaður frjálsa þing-
festi, gat sagt sig úr þingi goða síns.
Um það, þegar goði fyrirgerir goðorði, segir Konungs-
bók Grágásar:63 „Þriðjungsmenn eigu goðorð ávallt, þar
er goði verðr útlagr ok ór goðorðinu. Þeir skulu hluta með
sér. . . . Nú verðr goði sekr, ok eigu þriðjungsmenn þá
goðorðit.“ Samkvæmt lögunum gat fjölmargt borið til þess,
að goði yrði „útlagr ok ór goðorðinu", þ. e. þyrfti að gjalda
þriggja marka sekt og missti goðorð sitt. Það þurfti til
dæmis ekki annað en að goði kæmi of seint til alþingis að
nauðsynjalausu eða léti ógert að setja menn til dóm-
vörzlu, ef dómendur þóttust þurfa.64 Engin dæmi munu
um, að þessum ákvæðum hafi verið beitt,65 og liggur því
ekkert fyrir um, að þau hafi skipt neinu máli í reynd. Lík-
legast er, að þau hafi verið dauður bókstafur, eftir að sam-
tímasögur hófust að minnsta kosti, enda varla hugsan-
legt að beita þeim út í æsar. Það hefði leitt af sér stöðugt
málastapp og deilur út af lítilvægum hlutum.
Um frjálsa þingfesti bænda virðast ákvæði Grágásar
alveg skýlaus. Bóndi gat sagt sig úr þingi eins goða og
í þing annars, og á sama hátt gat goði sagt þingmann úr
þingi með sér.66 1 heimildasafni þessarar greinar er að-
eins eitt nokkurn veginn öruggt dæmi þess, að bóndi noti
sér þetta ákvæði af eigin frumkvæði, án þess að því virð-
ist fylgja, að hann færi bústað sinn. En það er sá at-
burður, sem nýlega var rætt um í sambandi við kenningu