Saga - 1972, Page 29
GOÐAR OG BÆNDUE
27
Bodens, þegar Álfur örnólfsson í Fagradal færði þingfesti
sína undir Sturlu í Hvammi.
Fleira kemur fyrir, sem bendir til, að þetta hafi gerzt
°ftar. Sagt er, að margar stoðir hafi runnið undir veldi
Einars Þorgilssonar, meðal annars „vinir, er Þorgils, fað-
*r hans, hafði fengit sér.“67 Líklegur skilningur á þessu
er> að Þorgils hafi bætt við sig þingmönnum, en ekki er
það öruggt. Merkilegra er, að Jón Loftsson í Odda átti
hóp þingmanna vestanlands. Islendinga saga segir frá
því, að árið 1200 sendi Sæmundur Jónsson í Odda „Snorra
Sturluson til Borgarfjarðar at kveðja upp þingmenn sína,
er Jón, faðir hans, hafði átt, bæði marga ok góða bændr.“68
Og stórbóndi á Vestfjörðum var þingmaður Jóns Lofts-
sonar, Markús Gíslason, bóndi á Söndum í Dýrafirði og
síðar á Saurbæ á Rauðasandi.69 Raunar er kannski senni-
logast, að Jón hafi einhverntíma eignazt goðorðshluta
vestanlands, þótt heimildir greini ekki frá því. Einnig
er stundum talað um það snemma á 13. öld, að goði leiti á
þingmenn annars goða og leitist við að leggja þá undir
sig.70 En þar er ekki um frjálst val bænda að ræða.
Sagan um Álf Örnólfsson er mikilvæg heimild, því að
hún er það eina, sem sýnir nokkurn veginn ótvírætt, að
hugsanlegt hefur verið að nota réttinn til frjálsrar þing-
festi, hann hefur ekki verið dauður bókstafur í lögum.
En hún sýnir ekki, að frjálst val hafi verið hin almenna
Venja, þegar þingfesti skapaðist.
í fyrsta lagi verður að hafa í huga, að alls óvíst er, að
lagaákvæðum um frjálsa þingfesti hafi nokkru sinni verið
ætlað að tryggja mönnum að jafnaði frjálst val um goð-
orðsmann. Okkur, sem vön erum fulltrúalýðræði, hættir
til að gleyma því, að ekki er víst, að nokkur, sem bjó við
þessi lög, hafi nokkru sinni hugsað þá hugsun. Enginn
hefur mér vitanlega þótzt geta greint neinn hugmynda-
fi'æðilegan stefnumun meðal goða, sem nokkurs konar
fulltrúalýðræði gæti byggzt á. Ákvæði laganna gátu verið